Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2021 21:01 Heilaskurðlæknirinn Kristín Lilja Eyglóardóttir starfar í Svíþjóð en býr á Eskifirði. Arnar Halldórsson „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er rætt við Kristínu Lilju en hún starfar sem heilaskurðlæknir í Svíþjóð. Eskfirðingurinn sem hún kynntist er Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis, fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Kristín Lilja og Jens Garðar við heimili sitt á Eskifirði í blíðunni í sumar.Arnar Halldórsson „Ég er búin að vera í Svíþjóð, bæði í námi og vinnu, þannig að við Jenni höfum verið að „fljúgast á“ síðan 2011, getur maður sagt.“ -En hafðir þú þá aldrei komið á Eskifjörð áður? „Kannski einu sinni keyrt framhjá,“ svarar hún. -Það er sem sagt hægt að eiga heimili á Eskifirði en starfa í Svíþjóð? „Já, það er hægt. Allt er hægt með vilja. Það er svo sem langt ferðalag. Ég starfa í Gautaborg. Þannig að það er Gautaborg – Kaupmannahöfn – Keflavík – Reykjavík – Egilsstaðir – Eskifjörður. Ég næ þessu nú yfirleitt ekki á einum degi, þarf yfirleitt að gista á leiðinni. En það er þess virði.“ Í garðinum við heimilið við Bakkastíg á Eskifirði. Fjallið Hólmatindur í baksýn.Arnar Halldórsson -Hvað var það sem þú sást við Eskifjörð? „Ég náttúrlega sá ekkert kannski við Eskifjörð, ég sá náttúrlega við Jens. Svo var það Eskifjörðurinn sem fylgdi honum,“ svarar Kristín hlæjandi. „Og ekki bara Eskifjörð. Bara Austfirðirnir. Kom hérna og sá öll fjöllin og allt og ég hugsaði: Ég ætla að mergsjúga allt út úr þessum fjórðungi áður en sambandið fer í vaskinn. Ganga hérna á fjöll og veiða hreindýr, fara á kajak og synda í sjónum og gera allt sem hægt er að gera. En svo er ég bara ennþá hérna, - því að Jenni er æði.“ Hér má sjá sex mínútna myndskeið úr þættinum: Í næsta þætti Um land allt er fjallað um Alla ríka og arfleifð hans á Eskifirði. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Fjarðabyggð Byggðamál Ástin og lífið Tengdar fréttir Laxeldi úr einum firði stefnir í tíu milljarða króna verðmæti Útflutningsverðmæti eldislax úr stærsta firði Austfjarða, Reyðarfirði, stefnir í tíu milljarða króna á þessu ári. Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið úr þessum eina firði ríflega tvöfaldist á næstu árum. 18. september 2021 22:50 Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns. 2. september 2021 14:02 Þegar pilturinn Eiríkur var hálshöggvinn á Eskifirði Ferðamenn sem áhuga hafa á myrkum atburðum Íslandssögunnar gætu bætt Mjóeyri við Eskifjörð á listann. Þar má sjá leiði liðlega tvítugs pilts sem leiddur var á höggstokkinn árið 1786 í hroðalegri aftöku, þeirri síðustu á Austurlandi. 15. nóvember 2021 21:41 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er rætt við Kristínu Lilju en hún starfar sem heilaskurðlæknir í Svíþjóð. Eskfirðingurinn sem hún kynntist er Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis, fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Kristín Lilja og Jens Garðar við heimili sitt á Eskifirði í blíðunni í sumar.Arnar Halldórsson „Ég er búin að vera í Svíþjóð, bæði í námi og vinnu, þannig að við Jenni höfum verið að „fljúgast á“ síðan 2011, getur maður sagt.“ -En hafðir þú þá aldrei komið á Eskifjörð áður? „Kannski einu sinni keyrt framhjá,“ svarar hún. -Það er sem sagt hægt að eiga heimili á Eskifirði en starfa í Svíþjóð? „Já, það er hægt. Allt er hægt með vilja. Það er svo sem langt ferðalag. Ég starfa í Gautaborg. Þannig að það er Gautaborg – Kaupmannahöfn – Keflavík – Reykjavík – Egilsstaðir – Eskifjörður. Ég næ þessu nú yfirleitt ekki á einum degi, þarf yfirleitt að gista á leiðinni. En það er þess virði.“ Í garðinum við heimilið við Bakkastíg á Eskifirði. Fjallið Hólmatindur í baksýn.Arnar Halldórsson -Hvað var það sem þú sást við Eskifjörð? „Ég náttúrlega sá ekkert kannski við Eskifjörð, ég sá náttúrlega við Jens. Svo var það Eskifjörðurinn sem fylgdi honum,“ svarar Kristín hlæjandi. „Og ekki bara Eskifjörð. Bara Austfirðirnir. Kom hérna og sá öll fjöllin og allt og ég hugsaði: Ég ætla að mergsjúga allt út úr þessum fjórðungi áður en sambandið fer í vaskinn. Ganga hérna á fjöll og veiða hreindýr, fara á kajak og synda í sjónum og gera allt sem hægt er að gera. En svo er ég bara ennþá hérna, - því að Jenni er æði.“ Hér má sjá sex mínútna myndskeið úr þættinum: Í næsta þætti Um land allt er fjallað um Alla ríka og arfleifð hans á Eskifirði. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Fjarðabyggð Byggðamál Ástin og lífið Tengdar fréttir Laxeldi úr einum firði stefnir í tíu milljarða króna verðmæti Útflutningsverðmæti eldislax úr stærsta firði Austfjarða, Reyðarfirði, stefnir í tíu milljarða króna á þessu ári. Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið úr þessum eina firði ríflega tvöfaldist á næstu árum. 18. september 2021 22:50 Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns. 2. september 2021 14:02 Þegar pilturinn Eiríkur var hálshöggvinn á Eskifirði Ferðamenn sem áhuga hafa á myrkum atburðum Íslandssögunnar gætu bætt Mjóeyri við Eskifjörð á listann. Þar má sjá leiði liðlega tvítugs pilts sem leiddur var á höggstokkinn árið 1786 í hroðalegri aftöku, þeirri síðustu á Austurlandi. 15. nóvember 2021 21:41 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Laxeldi úr einum firði stefnir í tíu milljarða króna verðmæti Útflutningsverðmæti eldislax úr stærsta firði Austfjarða, Reyðarfirði, stefnir í tíu milljarða króna á þessu ári. Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið úr þessum eina firði ríflega tvöfaldist á næstu árum. 18. september 2021 22:50
Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns. 2. september 2021 14:02
Þegar pilturinn Eiríkur var hálshöggvinn á Eskifirði Ferðamenn sem áhuga hafa á myrkum atburðum Íslandssögunnar gætu bætt Mjóeyri við Eskifjörð á listann. Þar má sjá leiði liðlega tvítugs pilts sem leiddur var á höggstokkinn árið 1786 í hroðalegri aftöku, þeirri síðustu á Austurlandi. 15. nóvember 2021 21:41