Laxeldi úr einum firði stefnir í tíu milljarða króna verðmæti Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2021 22:50 Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis ehf. Arnar Halldórsson Útflutningsverðmæti eldislax úr stærsta firði Austfjarða, Reyðarfirði, stefnir í tíu milljarða króna á þessu ári. Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið úr þessum eina firði ríflega tvöfaldist á næstu árum. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá fóðurpramma sem matar eldiskvíar á Reyðarfirði en það var árið 2017 sem Laxar fiskeldi ehf. settu þar út fyrstu seiðin. Ári síðar, 2018, var fyrsta laxinum slátrað. Í ár verður fjórðu kynslóðinni slátrað, alls um tíu þúsund tonnum. Um borð í fóðurprammanum Fenri stýra þær Bylgja og Sara fóðrun laxins.Arnar Halldórsson „Núna erum við líklega með útflutningsverðmæti á milli níu og tíu milljarðar og vöxturinn bara heldur áfram,“ segir Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis ehf. Flest störfin, um sextíu, eru í vinnslunni á Djúpavogi, sem Laxar eiga hlut í. Í seiðaeldi fyrirtækisins í Ölfusi starfa um tuttugu manns og í kringum sjókvíaeldið í Reyðarfirði um fjörutíu manns en gert er út frá Eskifirði. „Mikið af menntuðu og flottu ungu fólki sem er að koma heim og er jafnvel að setjast hér að, sem er ekki brottflutt,“ segir Jens Garðar. Bylgja Hálfdánardóttir, sjávarútvegsfræðingur frá Norðfirði, starfar í stjórnstöð fóðurprammans á Reyðarfirði.Arnar Halldórsson Og það er sérstakt að sjá ungar konur um borð í fóðurpramma Laxa á miðjum Reyðarfirði en samt í innivinnu við skrifborð og tölvuskjái. Þaðan stýra þær nákvæmri fóðrun laxins. „Mér finnst það svo æðislegt. Að vera með þetta útsýni sitjandi inni á skrifstofu. Er það ekki draumurinn?“ segir Bylgja Hálfdánardóttir, sjávarútvegsfræðingur á Norðfirði. Þær segjast upplifa jákvæð áhrif fiskeldisins á samfélögin. Sara Atladóttir fiskeldisfræðingur býr á Eskifirði. Fyrir aftan má sjá tölvuskjáina í stjórnstöð fóðurprammans.Arnar Halldórsson „Það er allsstaðar verið að stækka þar sem þessi fyrirtæki koma fram. Og ef þú horfir bara vestur og hingað austur, - þetta eru oft bara líflínur bæjanna hérna,“ segir Sara Atladóttir, fiskeldisfræðingur á Eskifirði. Ísak Örn Guðmundsson hætti á sjónum og færði sig yfir í fiskeldið. „Þetta var svona skemmtilegri vinnutími. Og maður fær að sofa heima hjá sér og svoleiðis,“ segir Ísak Örn, sem er stöðvarstjóri Laxa á Vattarnesi. Ísak Örn Guðmundsson er stöðvarstjóri Laxa á Vattarnesi.Arnar Halldórsson Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið ríflega tvöfaldist á næstu árum. „Við stefnum að því að fullnýta leyfin okkar á næsta eða þarnæsta ári og það eru sextán þúsund tonn. En að sama skapi þá er ég nú líka að vonast til að það verði aukning í leyfum. Þannig að við eigum að geta farið upp í 20 til 22 þúsund tonn hér í Reyðarfirði,“ segir Jens Garðar Helgason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fiskeldi Sjávarútvegur Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Laxeldi á bak við helming starfa á stærsta netaverkstæði Austfjarða Þjónusta við laxeldi hefur á skömmum tíma vaxið upp í að verða helmingur af starfsemi stærsta netaverkstæðis Austfjarða. Þessi nýjasta viðbót kom inn á sama tíma og hrun varð í loðnuveiðum. 13. september 2021 22:22 Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. 6. september 2021 22:22 Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá fóðurpramma sem matar eldiskvíar á Reyðarfirði en það var árið 2017 sem Laxar fiskeldi ehf. settu þar út fyrstu seiðin. Ári síðar, 2018, var fyrsta laxinum slátrað. Í ár verður fjórðu kynslóðinni slátrað, alls um tíu þúsund tonnum. Um borð í fóðurprammanum Fenri stýra þær Bylgja og Sara fóðrun laxins.Arnar Halldórsson „Núna erum við líklega með útflutningsverðmæti á milli níu og tíu milljarðar og vöxturinn bara heldur áfram,“ segir Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis ehf. Flest störfin, um sextíu, eru í vinnslunni á Djúpavogi, sem Laxar eiga hlut í. Í seiðaeldi fyrirtækisins í Ölfusi starfa um tuttugu manns og í kringum sjókvíaeldið í Reyðarfirði um fjörutíu manns en gert er út frá Eskifirði. „Mikið af menntuðu og flottu ungu fólki sem er að koma heim og er jafnvel að setjast hér að, sem er ekki brottflutt,“ segir Jens Garðar. Bylgja Hálfdánardóttir, sjávarútvegsfræðingur frá Norðfirði, starfar í stjórnstöð fóðurprammans á Reyðarfirði.Arnar Halldórsson Og það er sérstakt að sjá ungar konur um borð í fóðurpramma Laxa á miðjum Reyðarfirði en samt í innivinnu við skrifborð og tölvuskjái. Þaðan stýra þær nákvæmri fóðrun laxins. „Mér finnst það svo æðislegt. Að vera með þetta útsýni sitjandi inni á skrifstofu. Er það ekki draumurinn?“ segir Bylgja Hálfdánardóttir, sjávarútvegsfræðingur á Norðfirði. Þær segjast upplifa jákvæð áhrif fiskeldisins á samfélögin. Sara Atladóttir fiskeldisfræðingur býr á Eskifirði. Fyrir aftan má sjá tölvuskjáina í stjórnstöð fóðurprammans.Arnar Halldórsson „Það er allsstaðar verið að stækka þar sem þessi fyrirtæki koma fram. Og ef þú horfir bara vestur og hingað austur, - þetta eru oft bara líflínur bæjanna hérna,“ segir Sara Atladóttir, fiskeldisfræðingur á Eskifirði. Ísak Örn Guðmundsson hætti á sjónum og færði sig yfir í fiskeldið. „Þetta var svona skemmtilegri vinnutími. Og maður fær að sofa heima hjá sér og svoleiðis,“ segir Ísak Örn, sem er stöðvarstjóri Laxa á Vattarnesi. Ísak Örn Guðmundsson er stöðvarstjóri Laxa á Vattarnesi.Arnar Halldórsson Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið ríflega tvöfaldist á næstu árum. „Við stefnum að því að fullnýta leyfin okkar á næsta eða þarnæsta ári og það eru sextán þúsund tonn. En að sama skapi þá er ég nú líka að vonast til að það verði aukning í leyfum. Þannig að við eigum að geta farið upp í 20 til 22 þúsund tonn hér í Reyðarfirði,“ segir Jens Garðar Helgason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fiskeldi Sjávarútvegur Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Laxeldi á bak við helming starfa á stærsta netaverkstæði Austfjarða Þjónusta við laxeldi hefur á skömmum tíma vaxið upp í að verða helmingur af starfsemi stærsta netaverkstæðis Austfjarða. Þessi nýjasta viðbót kom inn á sama tíma og hrun varð í loðnuveiðum. 13. september 2021 22:22 Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. 6. september 2021 22:22 Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Laxeldi á bak við helming starfa á stærsta netaverkstæði Austfjarða Þjónusta við laxeldi hefur á skömmum tíma vaxið upp í að verða helmingur af starfsemi stærsta netaverkstæðis Austfjarða. Þessi nýjasta viðbót kom inn á sama tíma og hrun varð í loðnuveiðum. 13. september 2021 22:22
Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. 6. september 2021 22:22
Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35