Eitt mál vegna „guls herbergis“ til skoðunar hjá borginni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 17:01 Helgi Grímsson segir að nú sé til skoðunar eitt mál þar sem ábending barst um að barn hafi verið sent á afvikinn stað. Slík tilvik séu ávallt skoðuð og krafist úrbóta sé þörf á því. Vísir Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að gera nýjar leiðbeiningar um það sem hefur verið kallað „gul herbergi“ í skólum að sögn sviðsstjóra. Eitt mál tengt slíkum herbergjum er til skoðunar hjá borginni. Fjallað hefur verið í fjölmiðlum undanfarið um hin svokölluðu gulu herbergi í nokkrum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að foreldrar gerðu athugasemdir við að börn þeirra væru lokuð þar inni misstu þau stjórn á skapi sínu. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs borgarinnar segir að í einhverjum skólum í Reykjavík séu til staðar rými til að skapa börnum aðstæður þar sem þau geta náð áttum og gleði sinni þó það sé ekki algengt. „Við mælum alls ekki með að slík úrræði séu notuð gert nema í mjög sérstökum tilvikum. Og þá aðeins ef barn velur sjálft að fara í slíkt rými til að ná stjórn á skapi sínu,“ segir Helgi. Borgin sé að yfirfara reglur um slík rými. Við erum að setja af stað starfshóp sem á að fara yfir allar leiðbeiningar okkar til starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og tómstundastarfi. Við munum kalla eftir liðsinni frá háskólasamfélaginu í þessari vinnu þannig að við séum alltaf að nýta bestu mögulegu leiðir í starfi með börnunum okkar,“ segir Helgi. Helgi segir að nú sé til skoðunar eitt mál þar sem kvartað sé yfir notkun á gulu herbergi. Slík tilvik séu ávallt skoðuð og krafist úrbóta sé þörf á því. „Seinustu tvö ár hefur skóla- og frístundasviði borist ein kvörtun vegna notkunar á „gulu herbergi“ í starfi grunnskóla í Reykjavík. Ekki kom fram í kvörtun hvort herbergið hafi verið notað í því tilviki sem um ræðir, og ef svo er, hvort barnið hafi verið eitt í herberginu eða það lokað á meðan barnið var þar inni. Málsatvik eru í skoðun hjá okkur.“ segir Helgi. Barnavernd Réttindi barna Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6. nóvember 2021 09:00 Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fjallað hefur verið í fjölmiðlum undanfarið um hin svokölluðu gulu herbergi í nokkrum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að foreldrar gerðu athugasemdir við að börn þeirra væru lokuð þar inni misstu þau stjórn á skapi sínu. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs borgarinnar segir að í einhverjum skólum í Reykjavík séu til staðar rými til að skapa börnum aðstæður þar sem þau geta náð áttum og gleði sinni þó það sé ekki algengt. „Við mælum alls ekki með að slík úrræði séu notuð gert nema í mjög sérstökum tilvikum. Og þá aðeins ef barn velur sjálft að fara í slíkt rými til að ná stjórn á skapi sínu,“ segir Helgi. Borgin sé að yfirfara reglur um slík rými. Við erum að setja af stað starfshóp sem á að fara yfir allar leiðbeiningar okkar til starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og tómstundastarfi. Við munum kalla eftir liðsinni frá háskólasamfélaginu í þessari vinnu þannig að við séum alltaf að nýta bestu mögulegu leiðir í starfi með börnunum okkar,“ segir Helgi. Helgi segir að nú sé til skoðunar eitt mál þar sem kvartað sé yfir notkun á gulu herbergi. Slík tilvik séu ávallt skoðuð og krafist úrbóta sé þörf á því. „Seinustu tvö ár hefur skóla- og frístundasviði borist ein kvörtun vegna notkunar á „gulu herbergi“ í starfi grunnskóla í Reykjavík. Ekki kom fram í kvörtun hvort herbergið hafi verið notað í því tilviki sem um ræðir, og ef svo er, hvort barnið hafi verið eitt í herberginu eða það lokað á meðan barnið var þar inni. Málsatvik eru í skoðun hjá okkur.“ segir Helgi.
Barnavernd Réttindi barna Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6. nóvember 2021 09:00 Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6. nóvember 2021 09:00
Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00