Stærsta árlega herferð Amnesty farin af stað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2021 06:09 Ciham Ali fæddist í Los Angeles en ólst upp í Erítreu og átti sér stóra drauma. Hún var staðráðin í að verða fatahönnuður þegar hún yxi úr grasi. Draumar hennar urðu hins vegar að engu þegar hún var 15 ára gömul. Í gær, fimmtudaginn 18. nóvember, ýtti Íslandsdeild Amnesty International úr vör Þitt nafn bjargar lífi, stærstu árlegu mannréttindaherferð í heimi. Markmiðið er að safna undirskriftum í þágu þolenda mannréttindabrota og skora á stjórnvöld víða um heim að láta tafarlaust af brotunum. Í fyrra sendu einstaklingar um heim allan 4,5 milljónir bréfa, korta, smáskilaboða og undirskrifta í þágu tíu þolenda mannréttindabrota. Á Íslandi söfnuðust rúmlega 70.000 undirskriftir. Í ár er einnig lögð áhersla á mál tíu þolenda. Þar á meðal er mál Chiam Ali. Hún fæddist í Los Angeles en ólst upp í Erítreu. Hún var aðeins 15 ára þegar hún hvarf sporlaust. Stjórnvöld í Erítreu eru talin hafa numið hana á brott í hefndaraðgerð gegn föður hennar, sem grunaður var um aðild að valdaránstilraun. Síðan eru liðin níu ár. Erítrea er alræmd fyrir að halda fólki föngnu í gámum neðanjarðar þar sem það þarf að þola miklar öfgar í hita og kulda. Óttast er að Chiam sé haldið fanginni í slíku neðanjarðarfangelsi. Í gámi sem grafinn er í jörð. Til að minna á þessa skelfilegu prísund höfum við komið fyrir gulum gámi á Skólavörðuholti, þar sem lesa má um mál hennar og fleiri þolenda mannréttindabrota. Hægt verður að ganga inn í gáminn, fá þar tilfinningu fyrir aðstæðum — auk þess sem hægt verður að skrifa þar undir ákall til stjórnvalda til að krefja þau um að láta af mannréttindabrotunum. Í tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty segir að Íslendingar búi við fjölmörg forréttindi. „Það veldur því að mál sem þessi geta virst okkur fjarlæg og jafnvel óviðkomandi. Í herferðinni í ár viljum við vekja almenning til umhugsunar um hvernig hending ein getur staðið á milli þess að fá að njóta mannréttinda og ekki. Til dæmis í hvaða landi þú fæðist eða af hvaða uppruna þú ert. Stundum þarf ekki annað en að vera á röngum stað á röngum tíma.“ Lag átaksins í ár er hið þjóðþekkta „Rangur maður“, sem hljómar undir átakanlegu myndefni af mannréttindabrotum. Um leið setjum við sakleysislegan texta í algerlega nýtt samhengi og færum þennan fjarlæga veruleika nær okkur. Spurningin í textanum „Af hverju get ég ekki lifað eðlilegu lífi?“ fær algerlega nýja merkingu. „Þitt nafn bjargar lífi er sönnun þess að í krafti fjöldans er unnt að umturna lífi fólks sem sætir grófum mannréttindabrotum. Samtakamátturinn hefur stuðlað að frelsun samviskufanga, náðun dauðadæmdra fanga, mannúðlegri löggjöf og stöðvun pyndinga,“ segir í tilkynningunni. „Næstu daga og vikur munum við halda þessari mikilvægu baráttu áfram og safna undirskriftum, aðallega á netinu, en einnig á almenningsstöðum. Til að minna á átakið verða ýmsar áberandi byggingar baðaðar gulu ljósi sem er litur Amnesty International og táknar vonarljós þolenda mannréttindabrota.“ Hér má lesa meira um herferð Amnesty. Hjálparstarf Eritrea Mannréttindi Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Sjá meira
Í fyrra sendu einstaklingar um heim allan 4,5 milljónir bréfa, korta, smáskilaboða og undirskrifta í þágu tíu þolenda mannréttindabrota. Á Íslandi söfnuðust rúmlega 70.000 undirskriftir. Í ár er einnig lögð áhersla á mál tíu þolenda. Þar á meðal er mál Chiam Ali. Hún fæddist í Los Angeles en ólst upp í Erítreu. Hún var aðeins 15 ára þegar hún hvarf sporlaust. Stjórnvöld í Erítreu eru talin hafa numið hana á brott í hefndaraðgerð gegn föður hennar, sem grunaður var um aðild að valdaránstilraun. Síðan eru liðin níu ár. Erítrea er alræmd fyrir að halda fólki föngnu í gámum neðanjarðar þar sem það þarf að þola miklar öfgar í hita og kulda. Óttast er að Chiam sé haldið fanginni í slíku neðanjarðarfangelsi. Í gámi sem grafinn er í jörð. Til að minna á þessa skelfilegu prísund höfum við komið fyrir gulum gámi á Skólavörðuholti, þar sem lesa má um mál hennar og fleiri þolenda mannréttindabrota. Hægt verður að ganga inn í gáminn, fá þar tilfinningu fyrir aðstæðum — auk þess sem hægt verður að skrifa þar undir ákall til stjórnvalda til að krefja þau um að láta af mannréttindabrotunum. Í tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty segir að Íslendingar búi við fjölmörg forréttindi. „Það veldur því að mál sem þessi geta virst okkur fjarlæg og jafnvel óviðkomandi. Í herferðinni í ár viljum við vekja almenning til umhugsunar um hvernig hending ein getur staðið á milli þess að fá að njóta mannréttinda og ekki. Til dæmis í hvaða landi þú fæðist eða af hvaða uppruna þú ert. Stundum þarf ekki annað en að vera á röngum stað á röngum tíma.“ Lag átaksins í ár er hið þjóðþekkta „Rangur maður“, sem hljómar undir átakanlegu myndefni af mannréttindabrotum. Um leið setjum við sakleysislegan texta í algerlega nýtt samhengi og færum þennan fjarlæga veruleika nær okkur. Spurningin í textanum „Af hverju get ég ekki lifað eðlilegu lífi?“ fær algerlega nýja merkingu. „Þitt nafn bjargar lífi er sönnun þess að í krafti fjöldans er unnt að umturna lífi fólks sem sætir grófum mannréttindabrotum. Samtakamátturinn hefur stuðlað að frelsun samviskufanga, náðun dauðadæmdra fanga, mannúðlegri löggjöf og stöðvun pyndinga,“ segir í tilkynningunni. „Næstu daga og vikur munum við halda þessari mikilvægu baráttu áfram og safna undirskriftum, aðallega á netinu, en einnig á almenningsstöðum. Til að minna á átakið verða ýmsar áberandi byggingar baðaðar gulu ljósi sem er litur Amnesty International og táknar vonarljós þolenda mannréttindabrota.“ Hér má lesa meira um herferð Amnesty.
Hjálparstarf Eritrea Mannréttindi Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Sjá meira