Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður rætt við sóttvarnalækni um stöðuna á faraldrinum og þá heyrum við í Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en bólusetningaherferð er nú hafin í Laugardalshöll.

Þau Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Ragnheiður binda bæði miklar vonir við að þriðja sprautan muni duga vel til að kveða kórónuveirufaraldurinn í kútinn. 

Þá fjöllum við um málefni leikskólans Sælukots sem styr hefur staðið um en í gær sendu fyrrverandi starfsmenn og foreldrar barna sem þar hafa dvalið frá sér harðorða ályktun.

Einnig ræðum við við Oddný Harðardóttur sem sæti á í Þjóðaröryggisráði um söluna á Mílu en hún segist hafa áhyggjur af því að þingið fái ekki nægan tíma til að fjalla um söluna á Mílu vegna þess að undirbúningskjörbréfanefnd hefur enn ekki lokið störfum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.