Innlent

Salmonellu-hóp­smit í septem­ber

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm

Aukning varð á tilkynningum til sóttvarnarlæknis um salmonellusýkingar í septembermánuði. Grunur vaknaði um hópsmit en á nokkrum vikum greindust þrettán einstaklingar með sömu tegund af bakteríunni.

Einstaklingarnir sem greindust voru búsettir víða um landið en flestir voru búsettir á suðvesturhorninu, eða höfðu nýlega heimsótt höfuðborgarsvæðið. Þetta kemur fram í Farsóttarfréttum, fréttabréfi sóttvarnarlæknis.

Flestir veiktust á tímabilinu frá 27. ágúst til 2. september, en ekki hefur tekist að rekja smitin til neyslu ákveðinna matvæla. Sýni voru send til Danmerkur og leiddi skoðun í ljós, að íslensku smitin voru náskyld hópsýkingu í Hollandi, sem tilkynnt hafði verið til sóttvarnarstofnunar Evrópu fyrr í september á þessu ári.

Önnur Evrópulönd, á borð við Danmörku og Belgíu, glímdu einnig við hópsýkingar vegna salmonellusmita. Smitin voru af sama stofni og í Hollandi og virðist sýkingin því ná til nokkurra landa í Evrópu. Sóttvarnarstofnun Evrópu rannsakar nú hópsýkingarnar en uppruni smitanna er óþekktur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.