Innlent

Skallaði lögreglumann í andlitið og hótaði lífláti

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lögregla sinnti fjölmörgum útköllum í nótt. Mikill erill var á höfuðborgarsvæðinu.
Lögregla sinnti fjölmörgum útköllum í nótt. Mikill erill var á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Talsvert var um hávaðakvartanir en lögreglu tókst ekki að sinna öllum kvörtunum vegna anna.

Maður í annarlegu ástandi skallaði lögreglumann í andlitið í Kópavogi í gær og hótaði lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Þá var maður handtekinn í Grafarvogi eftir að hafa ráðist á einstakling og rotað hann. Þegar lögregla mætti á vettvang og hugðist ræða við manninn réðst hann á lögreglumann og kýldi hann í andlitið.

Rán var framið í verslun í Hlíðunum og ræningjanum tókst að flýja af vettvangi. Hann hafði á brott með sér peninga en málið er í rannsókn.

Tilkynnt var um aðila sem reyndi að brjóta sér leið inn í íbúð með barefli í Mosfellsbæ. Maðurinn hafði yfirgefið vettvang þegar lögregla kom á staðinn.

Lögregla sinnti einnig útkalli vegna slagsmála í Garðabæ. Tveir hlutu stungusár í átökunum en eru ekki lífshættulega slasaðir.

Þá voru fjölmargir ökumenn voru stöðvaðir, ýmist undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.


Tengdar fréttir

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hagkaup í Garðabæ

Lögregla og sjúkrateymi var kallað út í Hagkaupum í Garðabæ á öðrum tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki Hagkaupa var um að ræða slagsmál fyrir utan verslunina. Tveir hlutu stungusár í átökunum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.