Menning

RAX Augnablik: Var kominn með hælana út fyrir brúnina á tvö hundruð metra fuglabjargi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ragnar Axelsson skalf og nötraði í heilan dag eftir að hann fylgdi eftir þessum fýlaveiðimanni.
Ragnar Axelsson skalf og nötraði í heilan dag eftir að hann fylgdi eftir þessum fýlaveiðimanni. RAX

Færeyingar eru að mörgu leyti í sterkum tengslum við náttúruna og Ragnar Axelsson elti eitt sinn mann að nafni Heine upp á fuglabjarg til þess að fylgjast með honum veiða fýl með háfi.

Lífið í Færeyjum er í öðrum takti en við eigum að venjast sem Ragnar segir að sé stór hluti af sjarma eyjanna.

Færeyingar eru sennilega draumaþjóð ljósmyndara. RAX hefur ferðast mikið til Færeyja og myndað mannlífið og auðvitað dýrin og náttúruna líka. Hann hefur myndað mikið af áhugaverðum og skrautlegum karakterum og í nýjasta þættinum af RAX Augnablik kom í ljós af hverju hann á svona margar flottar myndir af Færeyingum.

„Ef maður spyr einhvern, má ég taka mynd? Þá er það í góðu lagi, það er aldrei vandamál,“ útskýrir RAX. Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir hann frá fýlaveiðimanninum Heine. 

„Hann sagði ekki mikið, bara brosti og glotti. Svo var ég að mynda og einbeita mér að því sem var að gerast og bakka rólega aftur á bak. Þá allt í einu kemur svipur á hann og hann segir, bara rólega, nei þú skalt ekki fara lengra.“

Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og þátturinn Á fýlaveiðum er tæpar fjórar mínútur.

Klippa: RAX Augnablik - Á fýlaveiðum

Tengdar fréttir

RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“

Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997.

Sjarmerandi kosningabarátta í Færeyjum

„Að upplifa kosningar í Færeyjum er alveg stórkostlegt,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sem hefur farið margar ferðir til Færeyjar að mynda á sínum ferli.

Skildi Skúla Mogensen eftir á jökli á Grænlandi: „Ég sæki ykkur í haust“

„Þegar ég er að skrásetja það sem ég er að gera þá er það yfirleitt í svarthvítu en það var ein ferð sem varð að vera í lit,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Hann náði stórkostlegum myndum af bláum vötnum á jökli á Grænlandi og fannst nauðsynlegt að sína fólki litadýrðina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.