Innlent

Hafði í hótunum vopnaður öxi og klippum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Maðurinn hótaði fólki í Hlíðahverfi.
Maðurinn hótaði fólki í Hlíðahverfi. Vísir/Villi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann í annarlegu ástandi í Hlíðahverfi en hann var vopnaður öxi og stórum klippum og hafði í hótunum við fólk. Maðurinn var vistaður í fangageymslu og verður tekin skýrsla af honum þegar bráir af honum.

Fjöldi ökumanna var stöðvaður í höfuðborginni í gær, flestir vegna vímuaksturs og þó nokkrir án ökuréttinda. 

Einn reyndi að villa á sér heimildir með því að gefa upp ranga kennitölu þar sem hann var sviptur ökuréttindum en varð ekki kápan úr því klæðinu.

Annar reyndist vera undir áhrifum áfengis, á ótryggðri bifreið, auk þess sem hann gat ekki framvísað skilríkjum til að staðfesta hver hann væri. 

Viðkomandi var vistaður í fangageymslu og bíður skýrslutöku.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.