„Er orðinn svo vanur þessu og það er frekar sorglegt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2021 10:31 Arnar fékk yfir sig mjög alvarlegar hótanir fyrir það eitt að vera samkynhneigður. Síðustu vikur og mánuði hefur borið á aukinni haturorðræðu og hótunum í garð hinsegin fólks hér á landi og hefur ótti um ákveðið bakslag kviknað innan hinsegin samfélagsins að undanförnu. Bæði hefur verið veist að hinsegin ungmennum auk þess sem þau hafa orðið fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi í skólum. Nýverið fór þá einnig að bera á nafnlausum símtölum í gegnum samfélagsmiðla en hinn 22 ára Arnar Máni Ingólfsson varð fyrir barðinu á slíkum símtölum. Rætt var við Arnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Mér var bætt inn í svona hópspjall á Facebook og það af tveimur einstaklingum sem voru að þykjast vera mormónar. Til að byrja með voru þeir að senda endalaust og ég setti því samtalið á mute. Ég var búinn að vera í þessu spjalli í nokkra daga þegar þeir byrja að hringja í mig bæði í hópsamtalinu og mig persónulega. Ég skellti alltaf á þá en síðan ákvað ég að svara bara,“ segir Arnar sem bað þá vinsamlegast um að hætta þessu. „Þegar ég loksins svara byrja þeir að drulla yfir mig. Þarna var ég heima hjá vini mínum og hann tekur bara símann af mér og byrjar að tala við þá, því mér fannst þetta mjög erfitt að heyra þetta og fór alveg að gráta og það mikið. Þeir fara að tala við vin minn og byrja segja að ég sé barnaperri og að þeir ætli að lemja mig.“ Leitaði til lögreglunnar Arnar segist hafa ákveðnar grunsemdir um það hverjir voru þarna að verki, en hann hafi látið málið í hendur lögreglu og muni leyfa henni að vinna sína vinnu. „Ég var búinn að segja þeim að ég myndi fara til lögreglunnar ef þeir myndu ekki láta mig vera. Þeir héldu að ég væri að grínast en svo var svo sannarlega ekki. Ég birti þetta á netinu og bjóst ekki við svona mikilli athygli. Fólk hefur verið að senda mér skilaboð og segja mér að það hafi upplifað svipað. Ég er orðinn svo vanur þessu og það er frekar sorglegt. Þetta fer eiginlega inn um eitt og út um hitt eyrað. Ég hef verið kallaður faggi, ég hef verið laminn, og það eru svona tvö ár síðan ég byrjaði að svara fyrir mig,“ segir Arnar sem telur að umræðan hafi það í för með sér að ungt fólk sé hræddara við það að koma út úr skápnum. Nú eru liðnar nokkrar vikur frá skilaboðunum, svo hvernig líður Arnari í dag þegar komin er smá fjarlægð? „Ég hugsa að þetta séu bara lítil grey fyrir mér sem þurfa bara að fræða sig og ég vona innilega að þessir strákar sjái að sér.“ Þorbjörg segir að staðan sé einfaldlega ekki nægilega góð. Arnar er því miður ekki sá eini sem hefur þurft að sitja undir hatursorðræðu og hótunum að undanförnu. En hvernig er staðan almennt í þessum málum að mati Þorbjargar Þorvaldsdóttur formanns Samtakanna 78? „Hún er ekkert rosalega góð. Við höfum séð ákveðna aukningu á því hvað fólk leyfir sér að segja á opinberum vettvangi og jafnvel undir nafni. Við höfum verið að sjá gróf ofbeldismál jafnvel innan úr skólunum,“ segir Þorbjörg og heldur áfram. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Hinsegin Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Bæði hefur verið veist að hinsegin ungmennum auk þess sem þau hafa orðið fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi í skólum. Nýverið fór þá einnig að bera á nafnlausum símtölum í gegnum samfélagsmiðla en hinn 22 ára Arnar Máni Ingólfsson varð fyrir barðinu á slíkum símtölum. Rætt var við Arnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Mér var bætt inn í svona hópspjall á Facebook og það af tveimur einstaklingum sem voru að þykjast vera mormónar. Til að byrja með voru þeir að senda endalaust og ég setti því samtalið á mute. Ég var búinn að vera í þessu spjalli í nokkra daga þegar þeir byrja að hringja í mig bæði í hópsamtalinu og mig persónulega. Ég skellti alltaf á þá en síðan ákvað ég að svara bara,“ segir Arnar sem bað þá vinsamlegast um að hætta þessu. „Þegar ég loksins svara byrja þeir að drulla yfir mig. Þarna var ég heima hjá vini mínum og hann tekur bara símann af mér og byrjar að tala við þá, því mér fannst þetta mjög erfitt að heyra þetta og fór alveg að gráta og það mikið. Þeir fara að tala við vin minn og byrja segja að ég sé barnaperri og að þeir ætli að lemja mig.“ Leitaði til lögreglunnar Arnar segist hafa ákveðnar grunsemdir um það hverjir voru þarna að verki, en hann hafi látið málið í hendur lögreglu og muni leyfa henni að vinna sína vinnu. „Ég var búinn að segja þeim að ég myndi fara til lögreglunnar ef þeir myndu ekki láta mig vera. Þeir héldu að ég væri að grínast en svo var svo sannarlega ekki. Ég birti þetta á netinu og bjóst ekki við svona mikilli athygli. Fólk hefur verið að senda mér skilaboð og segja mér að það hafi upplifað svipað. Ég er orðinn svo vanur þessu og það er frekar sorglegt. Þetta fer eiginlega inn um eitt og út um hitt eyrað. Ég hef verið kallaður faggi, ég hef verið laminn, og það eru svona tvö ár síðan ég byrjaði að svara fyrir mig,“ segir Arnar sem telur að umræðan hafi það í för með sér að ungt fólk sé hræddara við það að koma út úr skápnum. Nú eru liðnar nokkrar vikur frá skilaboðunum, svo hvernig líður Arnari í dag þegar komin er smá fjarlægð? „Ég hugsa að þetta séu bara lítil grey fyrir mér sem þurfa bara að fræða sig og ég vona innilega að þessir strákar sjái að sér.“ Þorbjörg segir að staðan sé einfaldlega ekki nægilega góð. Arnar er því miður ekki sá eini sem hefur þurft að sitja undir hatursorðræðu og hótunum að undanförnu. En hvernig er staðan almennt í þessum málum að mati Þorbjargar Þorvaldsdóttur formanns Samtakanna 78? „Hún er ekkert rosalega góð. Við höfum séð ákveðna aukningu á því hvað fólk leyfir sér að segja á opinberum vettvangi og jafnvel undir nafni. Við höfum verið að sjá gróf ofbeldismál jafnvel innan úr skólunum,“ segir Þorbjörg og heldur áfram. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Hinsegin Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira