Alþingi kallað saman í fyrsta lagi undir lok næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2021 19:31 Niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar varðandi gildi kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi liggja ekki fyrir fyrr en í fyrsta lagi um eða upp úr miðri næstu viku. Vísir/Vilhelm Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort nefndin komist að sameiginlegri niðurstöðu varðandi gildi útgefinna kjörbréfa Landskjörstjórnar til þingmanna. Nefndin muni ekki ljúka störfum fyrr en í næstu viku. Birgir Ámannsson formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir að á fundi nefndarinnar í dag hafi verið ákveðið var að hluti nefndarinnar fari aftur í vettvangsferð á talningarstaðinn í Norðvesturkjördæmi á hótel Borgarnesi á morgun. „Til að fara í gegnum atriði sem varða afstemmingu bunka og þess háttar. Við erum auðvitað við það að ljúka gagnaöflun í málinu,“ segir Birgir. Aðeins eigi eftir að binda nokkra lausa enda varðandi gagnaöflunina. Nefndin hafi skoðað fjölmörg álitamál og vinna hennar sé langt komin. Birgir Ármannsson segir áherslu hafa verið lagða á að nefndarfólk væri samstíga í gagnaöfluninni. Það komi væntanlega í ljós í næstu viku hvort samstaða verði um niðurstöðuna.Stöð 2/Arnar „En við eigum hins vegar eftir að ræða þessa erfiðustu þætti sem lúta að mati. Bæði mati á þeim upplýsingum sem við höfum þegar fyrir hendi varðandi atburðarás en líka mat á lagaatriðum,“ segir Birgir. Í grunninn væri verkefnið að meta hvort kjörbréf þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út skuli teljast gild eða ógild. Reynt hafi verið að haga nefndarstörfum þannig að allir væru nokkurn veginn samstíga og þannig hafi það verið varðandi málsmeðferðina. „Nú á hins vegar eftir að reyna á hvort það helst í gegnum allt ferlið. Hvort fólk metur hlutina með sama hætti eða mismunandi. Fyrirfram er auðvitað ekkert hægt að segja um það en við munum hins vegar leitast við að ná sameiginlegri niðurstöðu,“ segir formaðurinn. Nefndin muni ekki ljúka störfum fyrr en í næstu viku. Um leið og niðurstaða hennar liggur fyrir verður þing kallað saman og formleg kjörbréfanefnd kosinn. Reiknað er með að hlé verði gert á fyrsta þingfundi kjörtímabilsins á meðan nefndin mótar tillögur sínar sem fara síðan til atkvæðagreiðslu á Alþingi. „Þannig að sú atkvæðagreiðsla sem ræður úrslitum í málinu fer fram í þingsal,“ segir Birgir Ármannsson. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55 Ætla aftur í Borgarnes að skoða atkvæðin betur Undirbúningskjörbréfanefnd ætlar aftur í vettvangsferð í Borgarnes, helst strax í þessari viku, til að fara aftur yfir frágang kjörgagna. Formaður nefndarinnar vill ekki gera grein fyrir því hvaða atriði þurfi að skoða nánar. 9. nóvember 2021 18:58 Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Birgir Ámannsson formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir að á fundi nefndarinnar í dag hafi verið ákveðið var að hluti nefndarinnar fari aftur í vettvangsferð á talningarstaðinn í Norðvesturkjördæmi á hótel Borgarnesi á morgun. „Til að fara í gegnum atriði sem varða afstemmingu bunka og þess háttar. Við erum auðvitað við það að ljúka gagnaöflun í málinu,“ segir Birgir. Aðeins eigi eftir að binda nokkra lausa enda varðandi gagnaöflunina. Nefndin hafi skoðað fjölmörg álitamál og vinna hennar sé langt komin. Birgir Ármannsson segir áherslu hafa verið lagða á að nefndarfólk væri samstíga í gagnaöfluninni. Það komi væntanlega í ljós í næstu viku hvort samstaða verði um niðurstöðuna.Stöð 2/Arnar „En við eigum hins vegar eftir að ræða þessa erfiðustu þætti sem lúta að mati. Bæði mati á þeim upplýsingum sem við höfum þegar fyrir hendi varðandi atburðarás en líka mat á lagaatriðum,“ segir Birgir. Í grunninn væri verkefnið að meta hvort kjörbréf þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út skuli teljast gild eða ógild. Reynt hafi verið að haga nefndarstörfum þannig að allir væru nokkurn veginn samstíga og þannig hafi það verið varðandi málsmeðferðina. „Nú á hins vegar eftir að reyna á hvort það helst í gegnum allt ferlið. Hvort fólk metur hlutina með sama hætti eða mismunandi. Fyrirfram er auðvitað ekkert hægt að segja um það en við munum hins vegar leitast við að ná sameiginlegri niðurstöðu,“ segir formaðurinn. Nefndin muni ekki ljúka störfum fyrr en í næstu viku. Um leið og niðurstaða hennar liggur fyrir verður þing kallað saman og formleg kjörbréfanefnd kosinn. Reiknað er með að hlé verði gert á fyrsta þingfundi kjörtímabilsins á meðan nefndin mótar tillögur sínar sem fara síðan til atkvæðagreiðslu á Alþingi. „Þannig að sú atkvæðagreiðsla sem ræður úrslitum í málinu fer fram í þingsal,“ segir Birgir Ármannsson.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55 Ætla aftur í Borgarnes að skoða atkvæðin betur Undirbúningskjörbréfanefnd ætlar aftur í vettvangsferð í Borgarnes, helst strax í þessari viku, til að fara aftur yfir frágang kjörgagna. Formaður nefndarinnar vill ekki gera grein fyrir því hvaða atriði þurfi að skoða nánar. 9. nóvember 2021 18:58 Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55
Ætla aftur í Borgarnes að skoða atkvæðin betur Undirbúningskjörbréfanefnd ætlar aftur í vettvangsferð í Borgarnes, helst strax í þessari viku, til að fara aftur yfir frágang kjörgagna. Formaður nefndarinnar vill ekki gera grein fyrir því hvaða atriði þurfi að skoða nánar. 9. nóvember 2021 18:58
Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01