Innlent

Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Reynisfjara er einn vinsælasti áningarstaður ferðamanna hér á landi.
Reynisfjara er einn vinsælasti áningarstaður ferðamanna hér á landi. Vísir/Friðrik Þór

Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 

Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að rétt fyrir þrjú hafi borist tilkynning um að maður hafi lent í sjónum. 

Strax hafi fjölmennt lið björgunarsveita verið kallað út. Þá er björgunarbátur úr Vestmannaeyjum á leið á svæðið ásamt fleiri viðbragðsaðilum. 

Fjögur banaslys hafa orðið í Reynisfjöru undanfarin rúman áratug. Þýsk kona fórst í Reynisfjöru í janúar 2017 og sama dag var barn á leikskólaaldri hætt komið. Um var að ræða þriðja banaslysið á áratug.

Fjallað var um slysið í janúar 2017 í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fjórða banaslysið varð í ágúst 2017 en þá var um að ræða karlmann sem féll til jarðar á svifvæng sem hann flaug. 

Að neðan má sjá hvernig aðstæður voru í Reynisfjöru í gær. Áki Pétursson tók þetta myndband í gær.

Fréttin er í vinnslu.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.