Innlent

Mjög alvarlegt slys á göngustíg við Sæbraut

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slysið varð á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar.
Slysið varð á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Tveir voru fluttir slasaðir á slysadeild Landspítalans eftir árekstur tveggja farartækja á göngustíg við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun. Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu.

Um var að ræða árekstur rafmagnsvespu og rafhlaupahjóls. Slökkviliðið vísaði á lögreglu varðandi upplýsingar um líðan hinna slösuðu. 

Guðbrandur Sigurðsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir tilkynninguna um slysið hafa borist klukkan 8:08 í morgun. Malbik hafi verið blautt og myrkur.

Rafmagnsvespa og rafhlaupahjól skullu saman við gatnamótin á níunda tímanum í morgun. Vísir/Sigurjón

Allur viðbúnaður lögreglu vegna slyssins miði við alvarlegt umferðarslys. Þá hafi rannsóknarnefnd samgönguslysa verið tilkynnt um atvikið.

Guðbrandur vildi ekki tjá sig um líðan þeirra sem lentu í slysinu.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×