Lífið

Sonur Valdimars og Önnu Bjarkar kominn með nafn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Fjölskyldan Anna Björk, Valdimar og Sigurjón Tumi.
Fjölskyldan Anna Björk, Valdimar og Sigurjón Tumi. Facebook/Valdimar Guðmundsson

Fyrsta barn söngvarans Valdimars Guðmundssonar og unnustu hans, Önnu Bjarkar Sigurjónsdóttir, hefur fengið nafn. Drengurinn fékk nafnið Sigurjón Tumi.

Frá þessu greinir Valdimar á Facebook-síðu sinni.

„Yndislegi, ljúfi og hlýji strákurinn okkar fékk nafnið sitt í dag, nákvæmlega ári eftir að við komumst að því að við ættum von á honum. Sigurjón Tumi stóð sig ótrúlega vel á meðan á öllu þessu stóð og foreldrar hans grétu töluvert meira en hann,“ skrifar Valdimar.

Hann bætir því við að dagurinn hafi verið yndislegur og honum varið í faðmi nánustu fjölskyldu, hvort sem er í raunheimum eða með hjálp fjarfundabúnaðar.

„Við erum óskaplega þakklát fyrir lífið og fólkið okkar sem gefur því lit.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.