Innlent

Grunur um að fjórir séu smitaðir um borð í Málmey

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Málmey er nú á leið í land og verður komin til Skagafjarðar í nótt. Skipverjar fara í skimun í fyrramálið.
Málmey er nú á leið í land og verður komin til Skagafjarðar í nótt. Skipverjar fara í skimun í fyrramálið. FISK

Grunur er uppi um að fjórir skipverjar á Málmey SK-1, sem gerð er út af útgerðinni FISK á Sauðárkróki, séu smitaðir af Covid-19. Togarinn er nú á leið í land á Sauðárkróki og mun áhöfn fara í skimun í fyrramálið. 

Þetta staðfestir Þórarinn Hlöðversson, skipstjóri Málmeyjar, í samtali við fréttastofu. Grunur kviknaði um mögulegt smit hjá fjórum skipverjum sem allir hafa sýnt kvefeinkenni. Áhöfnin tók þá öll hraðpróf að sögn Þórarins og kom jákvæð niðurstaða hjá mönnunum fjórum. 

Þeir eru nú allir komnir í einangrun á skipinu og það á leið í land. 

„Við erum að koma um hálf tvö í nótt á Krókinn og munum halda til í skipinu þar til við fáum niðurstöðu úr skimun. Það kemur gengi um borð í fyrramálið og svo verður það sent í greiningu. Við verðum hér þar til kemur úr því,“ segir Þórarinn. 

Fimmtán áhafnarmeðlimir eru nú um borð en allir aðrir en þeir fjóru, sem taldir eru smitaðir, hressir. Þeir voru á miðjum veiðum þegar mennirnir fóru að sýna einkenni og þurftu að snúa aftur í land. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.