Samfylking og Sjálfstæðisflokkur fengju nýja þingmenn á kostnað Framsóknar og Pírata Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2021 19:32 Undirbúningskjörbréfanefnd stefnir að því að ljúka skoðun sinni á meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi fyrir lok næstu viku. vísir/egill Samfylkingin fengi kjördæmakjörinn þingmann í Norðvesturkjördæmi á kostnað þriðja þingmanns Framsóknarflokksins í kjördæminu ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig uppbótarþingmanni. Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis lýkur væntanlega innan viku skoðun sinni á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi þar sem í megindráttum má sjá fyrir sér þrjár mögulegar niðurstöður. Að fyrri talning atkvæða í kjördæminu verði látin gilda, seinni talningin gildi eða að boðað verði til uppkosninga í kjördæminum. Slík kosning færi fram á sömu forsendum og kosningarnar hinn 25. september, sömu framboðslistar yrðu í boði og farið yrði eftir sömu kjörskrá og þá var í gildi. Ef boðað yrði til uppkosninga gætu úrslitin að sjálfsögðu orðið önnur en í nýliðnum alþingiskosningum. Það þýðir að breyting gæti orðið á skiptingu kjördæmakjörinna þingmanna í kjördæminu og á útdeilingu jöfnunarþingmanna á landsvísu. Og það yrði einmitt raunin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Hér sést fjöldi þingmanna hvers flokks eins og hann er núna eftir kosningarnar í dökklituðu súlunum og eins og fjöldinn yrði samkvæmt könnun Maskínu í ljósari súlunum.Grafík/Helgi Samkvæmt könnuninni sem gerð var frá 26. október til 4. nóvember breytist fylgi flestra flokka í kjördæminu lítið nema fylgi Samfylkingarinnar sem eykst úr 6,9 prósentum í 8,9 eða um tvö prósentustig. Það dygði Samfylkingunni til að ná inn manni í kjördæminu sem hún hafði ekki áður og Framsóknarflokkurinn missir þriðja þingmann sinn þar. Þannig myndi Halla Signý Kristjánsdóttir víkja af þingi fyrir Valgarði Lyngdal Jónssyni. Svona lítur listi kjördæmakjörinna þingmanna Norðvesturkjördæmis út í dag þar sem Bergþór Ólason er að auki jöfnunarþingmaður. Samkvæmt könnun Maskínu dytti Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki út af þingi og Valgarður Lyngdal Jónsson Samfylkingu kæmi inn í hennar stað.Grafík/Helgi Ef könnun Maskínu gengi eftir yrði líka breyting á jöfnunarþingönnum í Suðvesturkjördæmi. Píratinn Gísli Rafn Ólafsson dytti út af þingi og í hans stað kæmi Arnar Þór Jónsson inn á þing sem fimmti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Svona liti þingmannalistinn í Suðvesturkjördæmi út samkvæmt könnun Maskínu. Arnar Þór Jónsson Sjálfstæðisflokki kæmi inn sem annar jöfnunarþingmaður kjördæmisins og tæki þar með sæti Gísla Rafns Ólafssonar Pírata.Grafík/Helgi Þetta myndi þó ekki breyta samanlögðum þingmannafjölda stjórnarflokkanna annars vegar og stjórnarandstöðuflokkanna hins vegar. Sjálfstæðisflokkurinn færi úr 17 þingmönnum í átján, Framsóknarflokkurinn úr þrettán í tólf stjórnarmeginn og Píratar færu úr sex þingmönnum í fimm en Samfylkingin úr sex í sjö stjórnarandstöðumeginn. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11 Undirbúningskjörbréfanefnd á vettvang talningar í Borgarnesi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fundar í dag á hótel Borgarnesi þar sem talning fór fram í Norðvesturkjördæmi í nýafstaðnum alþingiskosningum. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að nefndin vandi til verka þótt æskilegt væri að uppkosning færi fram sem fyrst ef niðurstaðan yrði að endurtaka þyrfti kosningarnar í kjördæminu. 19. október 2021 11:44 Yfirstjórn í NV biður kjósendur og frambjóðendur afsökunar Yfirkjörstórn í Norðvesturkjördæmi biður frambjóðendur til Alþingis og kjósendur afsökunar á þeim mistökum sem áttu sér stað við talningu atkvæða í kjördæminu. Yfirkjörstjórnin harmar þá stöðu sem upp er komin. Framkvæmd kosninga hefur bæði verið kærð til lögreglu og kjörbréfanefndar. 1. október 2021 15:39 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis lýkur væntanlega innan viku skoðun sinni á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi þar sem í megindráttum má sjá fyrir sér þrjár mögulegar niðurstöður. Að fyrri talning atkvæða í kjördæminu verði látin gilda, seinni talningin gildi eða að boðað verði til uppkosninga í kjördæminum. Slík kosning færi fram á sömu forsendum og kosningarnar hinn 25. september, sömu framboðslistar yrðu í boði og farið yrði eftir sömu kjörskrá og þá var í gildi. Ef boðað yrði til uppkosninga gætu úrslitin að sjálfsögðu orðið önnur en í nýliðnum alþingiskosningum. Það þýðir að breyting gæti orðið á skiptingu kjördæmakjörinna þingmanna í kjördæminu og á útdeilingu jöfnunarþingmanna á landsvísu. Og það yrði einmitt raunin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Hér sést fjöldi þingmanna hvers flokks eins og hann er núna eftir kosningarnar í dökklituðu súlunum og eins og fjöldinn yrði samkvæmt könnun Maskínu í ljósari súlunum.Grafík/Helgi Samkvæmt könnuninni sem gerð var frá 26. október til 4. nóvember breytist fylgi flestra flokka í kjördæminu lítið nema fylgi Samfylkingarinnar sem eykst úr 6,9 prósentum í 8,9 eða um tvö prósentustig. Það dygði Samfylkingunni til að ná inn manni í kjördæminu sem hún hafði ekki áður og Framsóknarflokkurinn missir þriðja þingmann sinn þar. Þannig myndi Halla Signý Kristjánsdóttir víkja af þingi fyrir Valgarði Lyngdal Jónssyni. Svona lítur listi kjördæmakjörinna þingmanna Norðvesturkjördæmis út í dag þar sem Bergþór Ólason er að auki jöfnunarþingmaður. Samkvæmt könnun Maskínu dytti Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki út af þingi og Valgarður Lyngdal Jónsson Samfylkingu kæmi inn í hennar stað.Grafík/Helgi Ef könnun Maskínu gengi eftir yrði líka breyting á jöfnunarþingönnum í Suðvesturkjördæmi. Píratinn Gísli Rafn Ólafsson dytti út af þingi og í hans stað kæmi Arnar Þór Jónsson inn á þing sem fimmti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Svona liti þingmannalistinn í Suðvesturkjördæmi út samkvæmt könnun Maskínu. Arnar Þór Jónsson Sjálfstæðisflokki kæmi inn sem annar jöfnunarþingmaður kjördæmisins og tæki þar með sæti Gísla Rafns Ólafssonar Pírata.Grafík/Helgi Þetta myndi þó ekki breyta samanlögðum þingmannafjölda stjórnarflokkanna annars vegar og stjórnarandstöðuflokkanna hins vegar. Sjálfstæðisflokkurinn færi úr 17 þingmönnum í átján, Framsóknarflokkurinn úr þrettán í tólf stjórnarmeginn og Píratar færu úr sex þingmönnum í fimm en Samfylkingin úr sex í sjö stjórnarandstöðumeginn.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11 Undirbúningskjörbréfanefnd á vettvang talningar í Borgarnesi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fundar í dag á hótel Borgarnesi þar sem talning fór fram í Norðvesturkjördæmi í nýafstaðnum alþingiskosningum. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að nefndin vandi til verka þótt æskilegt væri að uppkosning færi fram sem fyrst ef niðurstaðan yrði að endurtaka þyrfti kosningarnar í kjördæminu. 19. október 2021 11:44 Yfirstjórn í NV biður kjósendur og frambjóðendur afsökunar Yfirkjörstórn í Norðvesturkjördæmi biður frambjóðendur til Alþingis og kjósendur afsökunar á þeim mistökum sem áttu sér stað við talningu atkvæða í kjördæminu. Yfirkjörstjórnin harmar þá stöðu sem upp er komin. Framkvæmd kosninga hefur bæði verið kærð til lögreglu og kjörbréfanefndar. 1. október 2021 15:39 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11
Undirbúningskjörbréfanefnd á vettvang talningar í Borgarnesi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fundar í dag á hótel Borgarnesi þar sem talning fór fram í Norðvesturkjördæmi í nýafstaðnum alþingiskosningum. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að nefndin vandi til verka þótt æskilegt væri að uppkosning færi fram sem fyrst ef niðurstaðan yrði að endurtaka þyrfti kosningarnar í kjördæminu. 19. október 2021 11:44
Yfirstjórn í NV biður kjósendur og frambjóðendur afsökunar Yfirkjörstórn í Norðvesturkjördæmi biður frambjóðendur til Alþingis og kjósendur afsökunar á þeim mistökum sem áttu sér stað við talningu atkvæða í kjördæminu. Yfirkjörstjórnin harmar þá stöðu sem upp er komin. Framkvæmd kosninga hefur bæði verið kærð til lögreglu og kjörbréfanefndar. 1. október 2021 15:39