Innlent

Bein út­sending: Kynna 30 milljarða á­ætlun um við­hald skóla­bygginga í Reykja­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er einn þeirra sem mun kynna áætlunina.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er einn þeirra sem mun kynna áætlunina. Vísir/Vilhelm

Oddvitar þeirra flokka sem mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hafa boðað til blaðamannafundar í RáðhúsiReykjavíkur í dag þar sem áætlun um viðhald skólahúsnæðis í Reykjavík verður kynnt. Fundurinn hefst klukkan 13:15.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að áætlunin byggi á ástandsmati 136 skólabygginga í Reykjavík en kostnaður við verkefnið sé um 25 til 30 milljarða króna.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur mun taka til máls, auk oddvita annarra flokka sem mynda meirihluta í borginni, þær Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Viðreisn, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírötum og Líf Magneudóttir, Vinstri grænum.

Ástand skólabygginga í borginni, bæði grunnskóla og leikskóla, hafa mjög verið í umræðunni síðustu misserin vegna myglu sem víða hefur komið upp, meðal annars í Fossvogsskóla og víðar.

Fundurinn hefst klukkan 13:15 og verður hægt að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×