Lífið

Austur­bæjar­skóli og Ár­bæjar­skóli í úr­slit Skrekks

Atli Ísleifsson skrifar
Nemendurnir buðu upp á flott atriði í gærkvöldi.
Nemendurnir buðu upp á flott atriði í gærkvöldi. Aðsend/Anton Bjarni

Þriðja undanúrslitakvöld Skrekks 2021 fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld og fór svo að Austurbæjarskóli og Árbæjarskóli komust áfram.

Alls tóku átta grunnskólar þátt í görkvöldi: Hólabrekkuskóli, Klettaskóli, Víkurskóli, Árbæjarskóli, Austurbæjarskóli, Rimaskóli, Ingunnarskóli og Hlíðaskóli. 

220 ungmenni úr Reykjavík tóku þátt í atriðunum í kvöld.

Á fyrri tveimur undanúrslitakvöldum Skrekks komust Laugalækjarskóli, Fellaskóli, Hagaskóli og Seljaskóli áfram. 

Aðsend/Anton Bjarni

Atriði kvöldsins voru

  • Hólabrekkuskóli – Draumalandið
  • Klettaskóli - Við erum við
  • Víkurskóli - Af hverju ég?
  • Árbæjarskóli – Annað viðhorf
  • Austurbæjarskóli - Í skugga ofbeldis
  • Rimaskóli - Það er allt í lagi með mig
  • Ingunnarskóli - „Strákarnir okka
  • Hlíðaskóli - Öll þessi orð
Aðsend/Anton Bjarni

Lokakeppni Skrekks fer fram þann 8. nóvember.


Tengdar fréttir

Seljaskóli og Hagaskóli áfram í úrslit Skrekks

Hagaskóli og Seljaskóli voru hlutskarpastir á öðru undanúrslitakvöldi Skrekks, árlegrar hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík í kvöld. Tvö hundruð og tuttugu ungmenni frá átta grunnskólum tóku þátt í kvöld.

Fella­skóli og Lauga­lækjar­skóli komust í úr­slit Skrekks

Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks, árlegrar hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Sjö grunnskólar tóku þátt í kvöld og komust Fellaskóli með atriðið Hvað er að gerast sem fjallaði um Covid-19 og Laugalækjarskóli með atriðið Á bak við brosið sem fjallar líkamsvirðingu áfram í úrslit.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.