Innlent

Alvarlegt bílslys í hálku í Kjós

Kjartan Kjartansson skrifar
Slysið átti sér stað nærri Laxá í Kjós. Myndin er úr safni.
Slysið átti sér stað nærri Laxá í Kjós. Myndin er úr safni.

Tveir eru sagðir alvarlega slasaðir eftir að bíll þeirra lenti utan vegar í hálku við Félagsgarð í Kjós um klukkan fjögur síðdegis í dag. Þeir voru fluttir á slysadeild og er aðgerðum viðbragðsaðila á vettvangi lokið.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru tveir í bílnum og eru þeir mikið slasaðir. Eldur kviknaði í bílnum þegar hann fór út af.

Ríkisútvarpið sagði fyrst frá slysinu en í frétt þess kom fram að annar bíll hefði farið út af veginum á Kjalarnesi en að ökumaður hans virðist hafa sloppið með minniháttar meiðsli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×