Ummæli Viðars sorgleg og skaðleg fyrir trúnaðarmenn vinnustaða Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. nóvember 2021 18:31 Lára V. Júlíusdóttir hefur skrifað mikið um vinnurétt í gegn um feril sinn. Hún varði fyrrverandi fjármálastjóra Eflingar, sem var látinn fara fyrir þremur árum. vísir/einar Hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti segir ummæli Viðars Þorsteinssonar, fráfarandi framkvæmdastjóra Eflingar, um trúnaðarmenn félagsins vera sorgleg. Hún telur að þau geti gert starf trúnaðarmanna á ýmsum vinnustöðum erfiðari. Viðar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að framferði trúnaðarmanna Eflingar hefði verið „algjörlega óverjandi“ en þeir sendu stjórnendum Eflingar, honum sjálfum og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, ályktun í júní þar sem ýmsum kvörtunum starfsmanna var lýst. Sorglegt að svona komi frá verkalýðshreyfingunni Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður sem var meðal annars lögmaður fyrrverandi fjármálastjóra Eflingar sem var látinn fara, telur ekkert óeðlilegt við að trúnaðarmenn láti yfirmenn á vinnustað sínum vita af áhyggjum eða ásökunum starfsmanna. Ummæli Viðars séu því sérkennileg. Lára hefur sérhæft sig í vinnurétti. „Ég verð nú að segja það að mér finnst svona ummæli um trúnaðarmenn, mér finnst þau afar sorgleg sérstaklega þegar þau koma úr munni þeirra sem hafa verið í forystu hreifingarinnar," segir Lára. Í umræddri ályktun var því lýst hvernig margir starfsmenn hefðu leitað til trúnaðarmanna því þeir upplifðu óöryggi á vinnustað og höfðu sífelldar áhyggjur af því að vera sagt upp fyrirvaralaust. Einhverjir töluðu þar um ótta við að lenda í óvinahópi stjórnenda eða á því sem þeir kalla aftökulista þeirra. Trúnaðarmennirnir hafi sinnt sínu hlutverki En að trúnaðarmennirnir skuli hafa komið þessu til skila gagnrýnir Viðar harðlega og segir það hreinlega hafa veriðóverjandi vinnubrögð hjá trúnaðarmönnunum að senda frá sér ályktunina. Í hádegisfréttum í dag sagði hann óeðlilegt að trúnaðarmenn settu niður á blað það sem hann kallaði grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur „vinnufélögum sínum". Þessar umkvartanir snerust þó auðvitað ekki um almenna vinnufélaga heldur um yfirmennina Viðar og Sólveigu. „Mér finnst þetta ekki bara sorglegt heldur eru þetta ákveðin öfugmæli því það er hlutverk trúnaðarmanna að taka við kvörtunum starfsmanna, fara yfir kvartanir og reyna að leiða mál til lykta sjálfir og hafa samband við atvinnurekendur í því sambandi," segir Lára „Og ég sé ekki að þessi trúnaðarmaður í sínum störfum hafi gert neitt annað en það sem honum bar." Ekkert heyrist frá verkalýðshreyfingunni Sólveig Anna, sem sagði af sér sem formaður Eflingar á laugardagskvöld, hefur þá ekki viljað svara ítrekuðum símtölum eða skilaboðum fréttastofu. Í staðinn hefur hún kosið að tjá sig í gegn um fjölda statusa á Facebook og virðist þannig ekki vilja svara spurningum um allt málið í bili. Hvorki Drífa Snædal, forseti ASÍ, né Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, vildu þá veita fréttastofu viðtal í dag til að bregðast við ummælum Viðars um trúnaðarmenn Eflingar. Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Viðar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að framferði trúnaðarmanna Eflingar hefði verið „algjörlega óverjandi“ en þeir sendu stjórnendum Eflingar, honum sjálfum og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, ályktun í júní þar sem ýmsum kvörtunum starfsmanna var lýst. Sorglegt að svona komi frá verkalýðshreyfingunni Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður sem var meðal annars lögmaður fyrrverandi fjármálastjóra Eflingar sem var látinn fara, telur ekkert óeðlilegt við að trúnaðarmenn láti yfirmenn á vinnustað sínum vita af áhyggjum eða ásökunum starfsmanna. Ummæli Viðars séu því sérkennileg. Lára hefur sérhæft sig í vinnurétti. „Ég verð nú að segja það að mér finnst svona ummæli um trúnaðarmenn, mér finnst þau afar sorgleg sérstaklega þegar þau koma úr munni þeirra sem hafa verið í forystu hreifingarinnar," segir Lára. Í umræddri ályktun var því lýst hvernig margir starfsmenn hefðu leitað til trúnaðarmanna því þeir upplifðu óöryggi á vinnustað og höfðu sífelldar áhyggjur af því að vera sagt upp fyrirvaralaust. Einhverjir töluðu þar um ótta við að lenda í óvinahópi stjórnenda eða á því sem þeir kalla aftökulista þeirra. Trúnaðarmennirnir hafi sinnt sínu hlutverki En að trúnaðarmennirnir skuli hafa komið þessu til skila gagnrýnir Viðar harðlega og segir það hreinlega hafa veriðóverjandi vinnubrögð hjá trúnaðarmönnunum að senda frá sér ályktunina. Í hádegisfréttum í dag sagði hann óeðlilegt að trúnaðarmenn settu niður á blað það sem hann kallaði grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur „vinnufélögum sínum". Þessar umkvartanir snerust þó auðvitað ekki um almenna vinnufélaga heldur um yfirmennina Viðar og Sólveigu. „Mér finnst þetta ekki bara sorglegt heldur eru þetta ákveðin öfugmæli því það er hlutverk trúnaðarmanna að taka við kvörtunum starfsmanna, fara yfir kvartanir og reyna að leiða mál til lykta sjálfir og hafa samband við atvinnurekendur í því sambandi," segir Lára „Og ég sé ekki að þessi trúnaðarmaður í sínum störfum hafi gert neitt annað en það sem honum bar." Ekkert heyrist frá verkalýðshreyfingunni Sólveig Anna, sem sagði af sér sem formaður Eflingar á laugardagskvöld, hefur þá ekki viljað svara ítrekuðum símtölum eða skilaboðum fréttastofu. Í staðinn hefur hún kosið að tjá sig í gegn um fjölda statusa á Facebook og virðist þannig ekki vilja svara spurningum um allt málið í bili. Hvorki Drífa Snædal, forseti ASÍ, né Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, vildu þá veita fréttastofu viðtal í dag til að bregðast við ummælum Viðars um trúnaðarmenn Eflingar.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira