„Ég gekk eiginlega með hann á milli lækna“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 14:30 Kolbrún Huld Þórarinsdóttir var gestur í hlaðvarpinu Kviknar. Vísir/Vilhelm Í hlaðvarpinu Kviknar var fjallað um vara- og tunguhaft barna og vandamál sem því getur fylgt við brjósta og pelagjöf, fæðuinntöku og tali. Móðir með reynslu af því að barn hennar var með stíft tunguhaft, sagði þar frá reynslu sinni. „Fyrstu tvær vikurnar gekk þetta ágætlega,“ segir Kolbrún Huld Þórarinsdóttir. Strákurinn hennar fæddist árið 2019 og var vær til að byrja með, drakk vel og þyngdist vel. „Svo í kringum fimm vikna var hann orðinn rosalega óvær og grét mikið. Hann drakk vitlaust og mér fannst svo óþægilegt að gefa honum því mér fannst hann aldrei klára.“ útskýrir Kolbrún. Hún segir að drengurinn hafi þurft að hafa mikið fyrir hverri gjöf og því einfaldlega sofnað á brjóstinu, búinn á því. „Hann svaf kannski í hálftíma, vaknaði aftur og vildi aftur drekka.“ Prófuðu nokkur lyf Kolbrún segir að hún hafi mætt skilningsleysi í Mæðraverndinni þegar hún bar upp vandamálið og var henni sagt að þetta væri eðlilegt, sennilega væri drengurinn að taka vaxtakipp. „Maður var svo þreyttur og svo um sex vikna hætti hann að þyngjast.“ Henni var ráðlagt að gefa barninu ábót en það gekk illa þar sem hann kastaði upp ábótinni. „Ég gekk eiginlega með hann á milli lækna því að við vorum alltaf með hann grátandi, ég labbaði um gólf á næturna. Labbaði með hann á brjósti á gólfinu, vissi ekki hvað ég ætti að gera.“ Meðal annars var prófað að setja drenginn á kveisulyf og tvö mismunandi bakflæðislyf. Kolbrún var sjálf látin taka út mjólkurvörur úr fæðinu en ekkert virkaði. Einnig var farið með barnið til kírópraktors. „Þrátt fyrir allt þetta þá fundum við enga lausn.“ Lögð inn á sjúkrahús Kolbrún segir frá því í þættinum að læknir hafi sagt henni að hann væri einfaldlega ekki að ná að þrífast vel, enda þyngdist hann og léttist til skiptis. „Mér leið svo illa, ég bara grét og grét og grét. Mér leið bara eins og þetta væri mér að kenna.“ Hún segir að henni hafi verið sagt að mjólkin hennar væri kannski ekki nógu góð eða nógu feit. Mæðginin voru á endanum lögð inn á sjúkrahús. Þar var byrjað að ræða um að barnið þyrfti hugsanlega að fá sondu til að nærast og gerðar voru rannsóknir. „Það þurfti að vigta hann fyrir og eftir hverja gjöf.“ Kolbrún segir að hún hafi rætt við heilbrigðisstarfsfólk um það hvort tunguhaftið gæti verið að trufla næringu hans en fannst eins og á sig væri ekki hlustað. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er einnig rætt við talmeinafræðing. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kviknar Tengdar fréttir Tunguhaft barna getur haft áhrif á fæðuinntöku og tal „Ég er talmeinafræðingur og hef verið að sérhæfa mig svolítið í fæðuinntökuvandamálum barna,“ segir Sonja Magnúsdóttir talmeinafræðingur. Hún segir að það ætti að skoða betur vara- og tunguhaft ungbarna hér á landi strax eftir fæðingu. 1. október 2021 14:00 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
„Fyrstu tvær vikurnar gekk þetta ágætlega,“ segir Kolbrún Huld Þórarinsdóttir. Strákurinn hennar fæddist árið 2019 og var vær til að byrja með, drakk vel og þyngdist vel. „Svo í kringum fimm vikna var hann orðinn rosalega óvær og grét mikið. Hann drakk vitlaust og mér fannst svo óþægilegt að gefa honum því mér fannst hann aldrei klára.“ útskýrir Kolbrún. Hún segir að drengurinn hafi þurft að hafa mikið fyrir hverri gjöf og því einfaldlega sofnað á brjóstinu, búinn á því. „Hann svaf kannski í hálftíma, vaknaði aftur og vildi aftur drekka.“ Prófuðu nokkur lyf Kolbrún segir að hún hafi mætt skilningsleysi í Mæðraverndinni þegar hún bar upp vandamálið og var henni sagt að þetta væri eðlilegt, sennilega væri drengurinn að taka vaxtakipp. „Maður var svo þreyttur og svo um sex vikna hætti hann að þyngjast.“ Henni var ráðlagt að gefa barninu ábót en það gekk illa þar sem hann kastaði upp ábótinni. „Ég gekk eiginlega með hann á milli lækna því að við vorum alltaf með hann grátandi, ég labbaði um gólf á næturna. Labbaði með hann á brjósti á gólfinu, vissi ekki hvað ég ætti að gera.“ Meðal annars var prófað að setja drenginn á kveisulyf og tvö mismunandi bakflæðislyf. Kolbrún var sjálf látin taka út mjólkurvörur úr fæðinu en ekkert virkaði. Einnig var farið með barnið til kírópraktors. „Þrátt fyrir allt þetta þá fundum við enga lausn.“ Lögð inn á sjúkrahús Kolbrún segir frá því í þættinum að læknir hafi sagt henni að hann væri einfaldlega ekki að ná að þrífast vel, enda þyngdist hann og léttist til skiptis. „Mér leið svo illa, ég bara grét og grét og grét. Mér leið bara eins og þetta væri mér að kenna.“ Hún segir að henni hafi verið sagt að mjólkin hennar væri kannski ekki nógu góð eða nógu feit. Mæðginin voru á endanum lögð inn á sjúkrahús. Þar var byrjað að ræða um að barnið þyrfti hugsanlega að fá sondu til að nærast og gerðar voru rannsóknir. „Það þurfti að vigta hann fyrir og eftir hverja gjöf.“ Kolbrún segir að hún hafi rætt við heilbrigðisstarfsfólk um það hvort tunguhaftið gæti verið að trufla næringu hans en fannst eins og á sig væri ekki hlustað. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er einnig rætt við talmeinafræðing.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kviknar Tengdar fréttir Tunguhaft barna getur haft áhrif á fæðuinntöku og tal „Ég er talmeinafræðingur og hef verið að sérhæfa mig svolítið í fæðuinntökuvandamálum barna,“ segir Sonja Magnúsdóttir talmeinafræðingur. Hún segir að það ætti að skoða betur vara- og tunguhaft ungbarna hér á landi strax eftir fæðingu. 1. október 2021 14:00 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Tunguhaft barna getur haft áhrif á fæðuinntöku og tal „Ég er talmeinafræðingur og hef verið að sérhæfa mig svolítið í fæðuinntökuvandamálum barna,“ segir Sonja Magnúsdóttir talmeinafræðingur. Hún segir að það ætti að skoða betur vara- og tunguhaft ungbarna hér á landi strax eftir fæðingu. 1. október 2021 14:00