„Ég gekk eiginlega með hann á milli lækna“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 14:30 Kolbrún Huld Þórarinsdóttir var gestur í hlaðvarpinu Kviknar. Vísir/Vilhelm Í hlaðvarpinu Kviknar var fjallað um vara- og tunguhaft barna og vandamál sem því getur fylgt við brjósta og pelagjöf, fæðuinntöku og tali. Móðir með reynslu af því að barn hennar var með stíft tunguhaft, sagði þar frá reynslu sinni. „Fyrstu tvær vikurnar gekk þetta ágætlega,“ segir Kolbrún Huld Þórarinsdóttir. Strákurinn hennar fæddist árið 2019 og var vær til að byrja með, drakk vel og þyngdist vel. „Svo í kringum fimm vikna var hann orðinn rosalega óvær og grét mikið. Hann drakk vitlaust og mér fannst svo óþægilegt að gefa honum því mér fannst hann aldrei klára.“ útskýrir Kolbrún. Hún segir að drengurinn hafi þurft að hafa mikið fyrir hverri gjöf og því einfaldlega sofnað á brjóstinu, búinn á því. „Hann svaf kannski í hálftíma, vaknaði aftur og vildi aftur drekka.“ Prófuðu nokkur lyf Kolbrún segir að hún hafi mætt skilningsleysi í Mæðraverndinni þegar hún bar upp vandamálið og var henni sagt að þetta væri eðlilegt, sennilega væri drengurinn að taka vaxtakipp. „Maður var svo þreyttur og svo um sex vikna hætti hann að þyngjast.“ Henni var ráðlagt að gefa barninu ábót en það gekk illa þar sem hann kastaði upp ábótinni. „Ég gekk eiginlega með hann á milli lækna því að við vorum alltaf með hann grátandi, ég labbaði um gólf á næturna. Labbaði með hann á brjósti á gólfinu, vissi ekki hvað ég ætti að gera.“ Meðal annars var prófað að setja drenginn á kveisulyf og tvö mismunandi bakflæðislyf. Kolbrún var sjálf látin taka út mjólkurvörur úr fæðinu en ekkert virkaði. Einnig var farið með barnið til kírópraktors. „Þrátt fyrir allt þetta þá fundum við enga lausn.“ Lögð inn á sjúkrahús Kolbrún segir frá því í þættinum að læknir hafi sagt henni að hann væri einfaldlega ekki að ná að þrífast vel, enda þyngdist hann og léttist til skiptis. „Mér leið svo illa, ég bara grét og grét og grét. Mér leið bara eins og þetta væri mér að kenna.“ Hún segir að henni hafi verið sagt að mjólkin hennar væri kannski ekki nógu góð eða nógu feit. Mæðginin voru á endanum lögð inn á sjúkrahús. Þar var byrjað að ræða um að barnið þyrfti hugsanlega að fá sondu til að nærast og gerðar voru rannsóknir. „Það þurfti að vigta hann fyrir og eftir hverja gjöf.“ Kolbrún segir að hún hafi rætt við heilbrigðisstarfsfólk um það hvort tunguhaftið gæti verið að trufla næringu hans en fannst eins og á sig væri ekki hlustað. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er einnig rætt við talmeinafræðing. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kviknar Tengdar fréttir Tunguhaft barna getur haft áhrif á fæðuinntöku og tal „Ég er talmeinafræðingur og hef verið að sérhæfa mig svolítið í fæðuinntökuvandamálum barna,“ segir Sonja Magnúsdóttir talmeinafræðingur. Hún segir að það ætti að skoða betur vara- og tunguhaft ungbarna hér á landi strax eftir fæðingu. 1. október 2021 14:00 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
„Fyrstu tvær vikurnar gekk þetta ágætlega,“ segir Kolbrún Huld Þórarinsdóttir. Strákurinn hennar fæddist árið 2019 og var vær til að byrja með, drakk vel og þyngdist vel. „Svo í kringum fimm vikna var hann orðinn rosalega óvær og grét mikið. Hann drakk vitlaust og mér fannst svo óþægilegt að gefa honum því mér fannst hann aldrei klára.“ útskýrir Kolbrún. Hún segir að drengurinn hafi þurft að hafa mikið fyrir hverri gjöf og því einfaldlega sofnað á brjóstinu, búinn á því. „Hann svaf kannski í hálftíma, vaknaði aftur og vildi aftur drekka.“ Prófuðu nokkur lyf Kolbrún segir að hún hafi mætt skilningsleysi í Mæðraverndinni þegar hún bar upp vandamálið og var henni sagt að þetta væri eðlilegt, sennilega væri drengurinn að taka vaxtakipp. „Maður var svo þreyttur og svo um sex vikna hætti hann að þyngjast.“ Henni var ráðlagt að gefa barninu ábót en það gekk illa þar sem hann kastaði upp ábótinni. „Ég gekk eiginlega með hann á milli lækna því að við vorum alltaf með hann grátandi, ég labbaði um gólf á næturna. Labbaði með hann á brjósti á gólfinu, vissi ekki hvað ég ætti að gera.“ Meðal annars var prófað að setja drenginn á kveisulyf og tvö mismunandi bakflæðislyf. Kolbrún var sjálf látin taka út mjólkurvörur úr fæðinu en ekkert virkaði. Einnig var farið með barnið til kírópraktors. „Þrátt fyrir allt þetta þá fundum við enga lausn.“ Lögð inn á sjúkrahús Kolbrún segir frá því í þættinum að læknir hafi sagt henni að hann væri einfaldlega ekki að ná að þrífast vel, enda þyngdist hann og léttist til skiptis. „Mér leið svo illa, ég bara grét og grét og grét. Mér leið bara eins og þetta væri mér að kenna.“ Hún segir að henni hafi verið sagt að mjólkin hennar væri kannski ekki nógu góð eða nógu feit. Mæðginin voru á endanum lögð inn á sjúkrahús. Þar var byrjað að ræða um að barnið þyrfti hugsanlega að fá sondu til að nærast og gerðar voru rannsóknir. „Það þurfti að vigta hann fyrir og eftir hverja gjöf.“ Kolbrún segir að hún hafi rætt við heilbrigðisstarfsfólk um það hvort tunguhaftið gæti verið að trufla næringu hans en fannst eins og á sig væri ekki hlustað. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er einnig rætt við talmeinafræðing.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kviknar Tengdar fréttir Tunguhaft barna getur haft áhrif á fæðuinntöku og tal „Ég er talmeinafræðingur og hef verið að sérhæfa mig svolítið í fæðuinntökuvandamálum barna,“ segir Sonja Magnúsdóttir talmeinafræðingur. Hún segir að það ætti að skoða betur vara- og tunguhaft ungbarna hér á landi strax eftir fæðingu. 1. október 2021 14:00 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Tunguhaft barna getur haft áhrif á fæðuinntöku og tal „Ég er talmeinafræðingur og hef verið að sérhæfa mig svolítið í fæðuinntökuvandamálum barna,“ segir Sonja Magnúsdóttir talmeinafræðingur. Hún segir að það ætti að skoða betur vara- og tunguhaft ungbarna hér á landi strax eftir fæðingu. 1. október 2021 14:00