Innlent

Bein útsending: Katrín ávarpar gesti á COP26 í Glasgow

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín Jakobsdóttir heilsar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands að Covid-sið á ráðstefnuninni í gær.
Katrín Jakobsdóttir heilsar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands að Covid-sið á ráðstefnuninni í gær. Getty/Christopher Furlong

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. 

Ríki heims ræða hvernig þau ætla að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan 2°C og helst 1,5°C á þessari öld miðað við fyrir iðnbyltingu á COP26-ráðstefnunni.

Miðað við núverandi losun heimsbyggðarinnar stefnir í að hlýnunin verði mun meiri grípi ríki ekki skjótt til aðgerða. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í ágúst var varað við því að 1,5°C markmiðið gæti verið fyrir bí strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun.

Leiðtogar heims hafa hver á fætur öðrum stigið í pontu á ráðstefnunni í morgun.

Streymi frá ráðstefnunni má sjá að neðan.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×