Starfsfólk Eflingar óttaslegið og finnst Sólveig Anna gefa opið skotleyfi á það Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. nóvember 2021 14:54 Sólveig Anna sagði af sér formennsku fyrir Eflingu í gær eftir að hafa gefið starfsliði félagsins afarkosti. vísir/vilhelm Yfirlýsing sem Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, sendi frá sér á Facebook í gær hleypti illu blóði í marga starfsmenn stéttarfélagsins. Á starfsmannafundi sem haldinn var í morgun lýstu margir óánægju sinni með það hvernig hún sakaði starfsliðið um að hafa hrakið sig úr starfi. Sumir eru hreinlega óttaslegnir eftir hörð viðbrögð og hálfgerðar hótanir margra stuðningsmanna Sólveigar Önnu úr kommentakerfinu. Mikil ólga hefur verið innan starfsliðsins í allan dag en fréttastofa hefur rætt við nokkra þaðan. Enginn starfsmannanna er tilbúinn til að stíga fram undir nafni í bili, enda segja þeir algjöra óvissu ríkja innan sambandsins til dæmis um það hverjir haldi um stjórnartaumana einmitt núna. „Opið skotleyfi á starfsmenn“ Hvorki Sólveig Anna né Viðar Þorsteinsson, sem hefur sagst ætla að fylgja Sólveigu út og segja upp, voru viðstödd starfsmannafundinn heldur var þar almennt starfsfólk og millistjórnendur. Samkvæmt heimildum fréttastofu var færsla Sólveigar Önnu mikið rædd á fundinum og fæstir sáttir með hana og fannst hún þar „gefa opið skotleyfi á starfsmenn“ eins og einn, sem sat fundinn, komst að orði. „Mér þykir það ótrúlegt að það sé starfsfólk Eflingar sem í reynd hrekur mig úr starfi, með því að leyfa andstæðingum félagsins að hossa sér á ýkjum, lygum og rangfærslum um mig og samverkafólk mitt. Starfsfólk Eflingar hefur kosið að svipta mig því vopni sem hefur gert mér mögulegt að leiða sögulega og árangursríka baráttu verka- og láglaunafólks síðustu ár, mannorði mínu og trúverðugleika,“ segir Sólveig Anna meðal annars í færslunni í gær. Sólveig Anna hefur ekki viljað svarað ítrekuðum símtölum frá blaðamönnum fréttastofu hvorki í gær né í dag. Grátið og margir smeykir Færsla Sólveigar Önnu hefur vakið hörð viðbrögð margra og hafa margir látið starfsfólk Eflingar sem „hrakti hana úr starfi“, eins og hún kemst að orði, heyra það. Má sjá viðbrögðin á samfélagsmiðlum og athugasemdakerfum vefmiðlanna. Margt starfsfólkið lýsti því á starfsmannafundinum í morgun hvernig það fyndi hreinlega fyrir ótta vegna sumra harðorðra kommentanna og þá hefur starfsliðinu borist nokkrir orðljótir póstar þar sem skömmum er ausið yfir það. Nokkrir brustu hreinlega í grát á fundinum og eftir fundinn. Andrúmsloftið á skrifstofum stéttarfélagsins hefur verið þrungið í dag. Arnar Guðmundsson, eiginmaður Guðrúnar Katrínar Bryndísardóttur, kjaramálafulltrúa hjá Eflingu, sagði til dæmis á Facebook í morgun að kynt hefði verið undir reiði og fordæmingu í netheimum vegna þessa máls og að það væri „enn skuggalegri hlið sem snýr að persónulegu öryggi starfsfólksins.“ Hvorki náðist í hann né Guðrúnu Katrínu við gerð fréttarinnar. Vildu ekki afneita upplifun samstarfsmanna sinna Starfsfólkinu þykir mörgu skýring Sólveigar Önnu á málinu „hreint út sagt fáránleg“. Málið hófst þannig að nokkrir starfsmenn leituðu til trúnaðarmanna vegna upplifana sinna á vinnustaðnum og þá sérstaklega vegna óánægju sinnar með stjórnarhætti Sólveigar Önnu og Viðars Þorsteinssonar. Einn starfsmaðurinn sagði við blaðamann í dag að margir hefðu verið hræddir við að tjá sig, andmæla þeim eða bera upp hugmyndir á fundum því það hefði áður gerst að þeir sem hefðu gert það væru reknir úr starfi skömmu síðar. Sá sami sagði það þá oft hafa gerst að Sólveig missti stjórn á skapi sínu og „margoft sparkað í hurðar og gargað“. Í kjölfarið hafi trúnaðarmennirnir óskað eftir fundi með stjórnendunum en þeir lattir til þess af stjórnendunum. Í kjölfarið hafi þeir sent erindi til þeirra þar sem þessum frásögnum starfsmannanna var lýst. Það hafi síðan komið eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Sólveig steig skyndilega fram á starfsmannafundi síðasta föstudag og gaf starfsliðinu afarkosti; að allt starfsliðið lýsti yfir stuðningi við hana og drægi þessar sögur til baka eða að hún myndi hætta. „Hvernig á einhver almennur starfsmaður sem er kannski ekki inni í málinu eða nýbyrjaður að lýsa því yfir að hann trúi ekki sögum sem aðrir starfsmenn hafi sent á trúnaðarmenn sína? Þú getur ekki tekið þátt í að afneita upplifun annarra starfsmanna eða einhverju sem þú ert kannski ekki inn í eða veist ekkert um,“ sagði einn við fréttastofuna um þann fund. Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Guðmundi: Sakar Sólveigu Önnu um leynimakk Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur hafa haldið lykilupplýsingum leyndum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan starfsfólks á skrifstofu Eflingar. 1. nóvember 2021 13:48 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Sumir eru hreinlega óttaslegnir eftir hörð viðbrögð og hálfgerðar hótanir margra stuðningsmanna Sólveigar Önnu úr kommentakerfinu. Mikil ólga hefur verið innan starfsliðsins í allan dag en fréttastofa hefur rætt við nokkra þaðan. Enginn starfsmannanna er tilbúinn til að stíga fram undir nafni í bili, enda segja þeir algjöra óvissu ríkja innan sambandsins til dæmis um það hverjir haldi um stjórnartaumana einmitt núna. „Opið skotleyfi á starfsmenn“ Hvorki Sólveig Anna né Viðar Þorsteinsson, sem hefur sagst ætla að fylgja Sólveigu út og segja upp, voru viðstödd starfsmannafundinn heldur var þar almennt starfsfólk og millistjórnendur. Samkvæmt heimildum fréttastofu var færsla Sólveigar Önnu mikið rædd á fundinum og fæstir sáttir með hana og fannst hún þar „gefa opið skotleyfi á starfsmenn“ eins og einn, sem sat fundinn, komst að orði. „Mér þykir það ótrúlegt að það sé starfsfólk Eflingar sem í reynd hrekur mig úr starfi, með því að leyfa andstæðingum félagsins að hossa sér á ýkjum, lygum og rangfærslum um mig og samverkafólk mitt. Starfsfólk Eflingar hefur kosið að svipta mig því vopni sem hefur gert mér mögulegt að leiða sögulega og árangursríka baráttu verka- og láglaunafólks síðustu ár, mannorði mínu og trúverðugleika,“ segir Sólveig Anna meðal annars í færslunni í gær. Sólveig Anna hefur ekki viljað svarað ítrekuðum símtölum frá blaðamönnum fréttastofu hvorki í gær né í dag. Grátið og margir smeykir Færsla Sólveigar Önnu hefur vakið hörð viðbrögð margra og hafa margir látið starfsfólk Eflingar sem „hrakti hana úr starfi“, eins og hún kemst að orði, heyra það. Má sjá viðbrögðin á samfélagsmiðlum og athugasemdakerfum vefmiðlanna. Margt starfsfólkið lýsti því á starfsmannafundinum í morgun hvernig það fyndi hreinlega fyrir ótta vegna sumra harðorðra kommentanna og þá hefur starfsliðinu borist nokkrir orðljótir póstar þar sem skömmum er ausið yfir það. Nokkrir brustu hreinlega í grát á fundinum og eftir fundinn. Andrúmsloftið á skrifstofum stéttarfélagsins hefur verið þrungið í dag. Arnar Guðmundsson, eiginmaður Guðrúnar Katrínar Bryndísardóttur, kjaramálafulltrúa hjá Eflingu, sagði til dæmis á Facebook í morgun að kynt hefði verið undir reiði og fordæmingu í netheimum vegna þessa máls og að það væri „enn skuggalegri hlið sem snýr að persónulegu öryggi starfsfólksins.“ Hvorki náðist í hann né Guðrúnu Katrínu við gerð fréttarinnar. Vildu ekki afneita upplifun samstarfsmanna sinna Starfsfólkinu þykir mörgu skýring Sólveigar Önnu á málinu „hreint út sagt fáránleg“. Málið hófst þannig að nokkrir starfsmenn leituðu til trúnaðarmanna vegna upplifana sinna á vinnustaðnum og þá sérstaklega vegna óánægju sinnar með stjórnarhætti Sólveigar Önnu og Viðars Þorsteinssonar. Einn starfsmaðurinn sagði við blaðamann í dag að margir hefðu verið hræddir við að tjá sig, andmæla þeim eða bera upp hugmyndir á fundum því það hefði áður gerst að þeir sem hefðu gert það væru reknir úr starfi skömmu síðar. Sá sami sagði það þá oft hafa gerst að Sólveig missti stjórn á skapi sínu og „margoft sparkað í hurðar og gargað“. Í kjölfarið hafi trúnaðarmennirnir óskað eftir fundi með stjórnendunum en þeir lattir til þess af stjórnendunum. Í kjölfarið hafi þeir sent erindi til þeirra þar sem þessum frásögnum starfsmannanna var lýst. Það hafi síðan komið eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Sólveig steig skyndilega fram á starfsmannafundi síðasta föstudag og gaf starfsliðinu afarkosti; að allt starfsliðið lýsti yfir stuðningi við hana og drægi þessar sögur til baka eða að hún myndi hætta. „Hvernig á einhver almennur starfsmaður sem er kannski ekki inni í málinu eða nýbyrjaður að lýsa því yfir að hann trúi ekki sögum sem aðrir starfsmenn hafi sent á trúnaðarmenn sína? Þú getur ekki tekið þátt í að afneita upplifun annarra starfsmanna eða einhverju sem þú ert kannski ekki inn í eða veist ekkert um,“ sagði einn við fréttastofuna um þann fund.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Guðmundi: Sakar Sólveigu Önnu um leynimakk Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur hafa haldið lykilupplýsingum leyndum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan starfsfólks á skrifstofu Eflingar. 1. nóvember 2021 13:48 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Yfirlýsing frá Guðmundi: Sakar Sólveigu Önnu um leynimakk Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur hafa haldið lykilupplýsingum leyndum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan starfsfólks á skrifstofu Eflingar. 1. nóvember 2021 13:48