„Ég held að það sé til eitthvað sem heitir nauðgun af gáleysi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2021 10:30 Hann Björg er kynjafræðikennari við Borgarholtsskóla. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari í Borgarholtsskóla, hefur í yfir áratug reynt að bæta samskipti kynjanna, reynt að fá börn til að skilja betur hvar þeirra mörk liggja sem og virða annarra. Hún hefur barist fyrir því að kynjafræði sé kennd í öllum skólum og að karlmennskuímynd sé rót vandans í samskiptum kynjanna. Sindri Sindrason ræddi við Hönnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Karlmennskan er fangelsi, það er svolítið þannig. Hún leyfir lítið. Vegna þess að ef þú ferð út fyrir boxið þá ert þú farinn að detta í bleika boxið, þá ert þú bara kelling,“ segir Hanna og heldur áfram. „Vissulega fögnum við fjölbreytileikanum á svo marga vegu en við eigum langt í land, það er bara þannig.“ Sjö ára þegar þeir sjá fyrst klám Hanna er ekki í minnsta vafa um að klám eigi stóran þátt í því að samskipti kynjanna séu ekki nógu góð og geti farið mjög illa ef krakkarnir eru ekki nægilega vel upplýstir. „Rannsóknir sýna okkur að íslenskri strákar sjá fyrst klám að meðaltali sjö ára. Strákarnir hafa sagt við mig í tíma að þeir séu hættir að horfa á klám þar sem þeir voru orðnir fíklar. En ef maður ímyndar sér að strákur horfi fyrst á klám sjö ár, hann byrjar að örva sig fyrst yfir því 11, 12 ára og síðan stundar hann fyrst kynlíf 17 ára. Sérðu allt klámið sem hann er búinn að horfa á áður og örva sig með, og hvaða hugmyndir hann hefur hvernig kynlíf er. Við skulum hafa það í huga að klám er skilgreint sem kynferðislega örvandi efni sem inniheldur ofbeldi og niðurlægingu.“ Hanna segir að sumar ungar stúlkur horfi á klám til þess að læra. „Það er náttúrulega algjör skelfing en þau sogast inn í þessa menningu og með þessar hugmyndir hvernig kynlíf er. Þetta er stórslys og við ættum öll að vera öskra á eftir alvöru kynfræðslu og hún þarf að vera vönduð og hún þarf að vera ítrekuð og þarf að byrja mjög snemma.“ Fara yfir mörk í gáleysi Hanna segist hafa lent í nokkrum atvikum þar sem stelpur hreinlega brotni niður þegar þær átta sig á því hvernig kynlíf þær eru búnar að stunda með kærastanum sínum. „Ég hef haft milligöngu um það að þær fari til Stígamóta, það er bara þannig. Ég held að það sé til eitthvað sem heitir nauðgun af gáleysi. Þú ert bara sósaður af hugmyndum sem eru ofbeldisfullar og þú ert bara ekki að gera þér grein fyrir því og heldur að svona eigi þetta bara að vera. Og þú heldur bara að stelpunum finnist þetta gott. Að fara yfir mörk í gáleysi er til. Við getum ekki kallað þá stráka nauðgara. Þetta eru strákar sem vaða í villu og svima og við þurfum bara að grípa í taumana. Það er bara eitt sem við getum gert, og það er að byrja fræðslu og hún þarf að byrja snemma.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Kynferðisofbeldi Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
Hún hefur barist fyrir því að kynjafræði sé kennd í öllum skólum og að karlmennskuímynd sé rót vandans í samskiptum kynjanna. Sindri Sindrason ræddi við Hönnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Karlmennskan er fangelsi, það er svolítið þannig. Hún leyfir lítið. Vegna þess að ef þú ferð út fyrir boxið þá ert þú farinn að detta í bleika boxið, þá ert þú bara kelling,“ segir Hanna og heldur áfram. „Vissulega fögnum við fjölbreytileikanum á svo marga vegu en við eigum langt í land, það er bara þannig.“ Sjö ára þegar þeir sjá fyrst klám Hanna er ekki í minnsta vafa um að klám eigi stóran þátt í því að samskipti kynjanna séu ekki nógu góð og geti farið mjög illa ef krakkarnir eru ekki nægilega vel upplýstir. „Rannsóknir sýna okkur að íslenskri strákar sjá fyrst klám að meðaltali sjö ára. Strákarnir hafa sagt við mig í tíma að þeir séu hættir að horfa á klám þar sem þeir voru orðnir fíklar. En ef maður ímyndar sér að strákur horfi fyrst á klám sjö ár, hann byrjar að örva sig fyrst yfir því 11, 12 ára og síðan stundar hann fyrst kynlíf 17 ára. Sérðu allt klámið sem hann er búinn að horfa á áður og örva sig með, og hvaða hugmyndir hann hefur hvernig kynlíf er. Við skulum hafa það í huga að klám er skilgreint sem kynferðislega örvandi efni sem inniheldur ofbeldi og niðurlægingu.“ Hanna segir að sumar ungar stúlkur horfi á klám til þess að læra. „Það er náttúrulega algjör skelfing en þau sogast inn í þessa menningu og með þessar hugmyndir hvernig kynlíf er. Þetta er stórslys og við ættum öll að vera öskra á eftir alvöru kynfræðslu og hún þarf að vera vönduð og hún þarf að vera ítrekuð og þarf að byrja mjög snemma.“ Fara yfir mörk í gáleysi Hanna segist hafa lent í nokkrum atvikum þar sem stelpur hreinlega brotni niður þegar þær átta sig á því hvernig kynlíf þær eru búnar að stunda með kærastanum sínum. „Ég hef haft milligöngu um það að þær fari til Stígamóta, það er bara þannig. Ég held að það sé til eitthvað sem heitir nauðgun af gáleysi. Þú ert bara sósaður af hugmyndum sem eru ofbeldisfullar og þú ert bara ekki að gera þér grein fyrir því og heldur að svona eigi þetta bara að vera. Og þú heldur bara að stelpunum finnist þetta gott. Að fara yfir mörk í gáleysi er til. Við getum ekki kallað þá stráka nauðgara. Þetta eru strákar sem vaða í villu og svima og við þurfum bara að grípa í taumana. Það er bara eitt sem við getum gert, og það er að byrja fræðslu og hún þarf að byrja snemma.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Kynferðisofbeldi Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira