„Ég held að það sé til eitthvað sem heitir nauðgun af gáleysi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2021 10:30 Hann Björg er kynjafræðikennari við Borgarholtsskóla. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari í Borgarholtsskóla, hefur í yfir áratug reynt að bæta samskipti kynjanna, reynt að fá börn til að skilja betur hvar þeirra mörk liggja sem og virða annarra. Hún hefur barist fyrir því að kynjafræði sé kennd í öllum skólum og að karlmennskuímynd sé rót vandans í samskiptum kynjanna. Sindri Sindrason ræddi við Hönnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Karlmennskan er fangelsi, það er svolítið þannig. Hún leyfir lítið. Vegna þess að ef þú ferð út fyrir boxið þá ert þú farinn að detta í bleika boxið, þá ert þú bara kelling,“ segir Hanna og heldur áfram. „Vissulega fögnum við fjölbreytileikanum á svo marga vegu en við eigum langt í land, það er bara þannig.“ Sjö ára þegar þeir sjá fyrst klám Hanna er ekki í minnsta vafa um að klám eigi stóran þátt í því að samskipti kynjanna séu ekki nógu góð og geti farið mjög illa ef krakkarnir eru ekki nægilega vel upplýstir. „Rannsóknir sýna okkur að íslenskri strákar sjá fyrst klám að meðaltali sjö ára. Strákarnir hafa sagt við mig í tíma að þeir séu hættir að horfa á klám þar sem þeir voru orðnir fíklar. En ef maður ímyndar sér að strákur horfi fyrst á klám sjö ár, hann byrjar að örva sig fyrst yfir því 11, 12 ára og síðan stundar hann fyrst kynlíf 17 ára. Sérðu allt klámið sem hann er búinn að horfa á áður og örva sig með, og hvaða hugmyndir hann hefur hvernig kynlíf er. Við skulum hafa það í huga að klám er skilgreint sem kynferðislega örvandi efni sem inniheldur ofbeldi og niðurlægingu.“ Hanna segir að sumar ungar stúlkur horfi á klám til þess að læra. „Það er náttúrulega algjör skelfing en þau sogast inn í þessa menningu og með þessar hugmyndir hvernig kynlíf er. Þetta er stórslys og við ættum öll að vera öskra á eftir alvöru kynfræðslu og hún þarf að vera vönduð og hún þarf að vera ítrekuð og þarf að byrja mjög snemma.“ Fara yfir mörk í gáleysi Hanna segist hafa lent í nokkrum atvikum þar sem stelpur hreinlega brotni niður þegar þær átta sig á því hvernig kynlíf þær eru búnar að stunda með kærastanum sínum. „Ég hef haft milligöngu um það að þær fari til Stígamóta, það er bara þannig. Ég held að það sé til eitthvað sem heitir nauðgun af gáleysi. Þú ert bara sósaður af hugmyndum sem eru ofbeldisfullar og þú ert bara ekki að gera þér grein fyrir því og heldur að svona eigi þetta bara að vera. Og þú heldur bara að stelpunum finnist þetta gott. Að fara yfir mörk í gáleysi er til. Við getum ekki kallað þá stráka nauðgara. Þetta eru strákar sem vaða í villu og svima og við þurfum bara að grípa í taumana. Það er bara eitt sem við getum gert, og það er að byrja fræðslu og hún þarf að byrja snemma.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Kynferðisofbeldi Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira
Hún hefur barist fyrir því að kynjafræði sé kennd í öllum skólum og að karlmennskuímynd sé rót vandans í samskiptum kynjanna. Sindri Sindrason ræddi við Hönnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Karlmennskan er fangelsi, það er svolítið þannig. Hún leyfir lítið. Vegna þess að ef þú ferð út fyrir boxið þá ert þú farinn að detta í bleika boxið, þá ert þú bara kelling,“ segir Hanna og heldur áfram. „Vissulega fögnum við fjölbreytileikanum á svo marga vegu en við eigum langt í land, það er bara þannig.“ Sjö ára þegar þeir sjá fyrst klám Hanna er ekki í minnsta vafa um að klám eigi stóran þátt í því að samskipti kynjanna séu ekki nógu góð og geti farið mjög illa ef krakkarnir eru ekki nægilega vel upplýstir. „Rannsóknir sýna okkur að íslenskri strákar sjá fyrst klám að meðaltali sjö ára. Strákarnir hafa sagt við mig í tíma að þeir séu hættir að horfa á klám þar sem þeir voru orðnir fíklar. En ef maður ímyndar sér að strákur horfi fyrst á klám sjö ár, hann byrjar að örva sig fyrst yfir því 11, 12 ára og síðan stundar hann fyrst kynlíf 17 ára. Sérðu allt klámið sem hann er búinn að horfa á áður og örva sig með, og hvaða hugmyndir hann hefur hvernig kynlíf er. Við skulum hafa það í huga að klám er skilgreint sem kynferðislega örvandi efni sem inniheldur ofbeldi og niðurlægingu.“ Hanna segir að sumar ungar stúlkur horfi á klám til þess að læra. „Það er náttúrulega algjör skelfing en þau sogast inn í þessa menningu og með þessar hugmyndir hvernig kynlíf er. Þetta er stórslys og við ættum öll að vera öskra á eftir alvöru kynfræðslu og hún þarf að vera vönduð og hún þarf að vera ítrekuð og þarf að byrja mjög snemma.“ Fara yfir mörk í gáleysi Hanna segist hafa lent í nokkrum atvikum þar sem stelpur hreinlega brotni niður þegar þær átta sig á því hvernig kynlíf þær eru búnar að stunda með kærastanum sínum. „Ég hef haft milligöngu um það að þær fari til Stígamóta, það er bara þannig. Ég held að það sé til eitthvað sem heitir nauðgun af gáleysi. Þú ert bara sósaður af hugmyndum sem eru ofbeldisfullar og þú ert bara ekki að gera þér grein fyrir því og heldur að svona eigi þetta bara að vera. Og þú heldur bara að stelpunum finnist þetta gott. Að fara yfir mörk í gáleysi er til. Við getum ekki kallað þá stráka nauðgara. Þetta eru strákar sem vaða í villu og svima og við þurfum bara að grípa í taumana. Það er bara eitt sem við getum gert, og það er að byrja fræðslu og hún þarf að byrja snemma.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Kynferðisofbeldi Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira