Metnaðarfullt hrekkjavökuball Hrafnistu: „Ég er á sex stjörnu hóteli“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. október 2021 21:31 Metnaðarfullt hrekkjavökupartí á Hrafnistu. vísir Heimilismenn á Hrafnistu klæddu sig í búninga í tilefni hrekkjavökuballs. Heimilismenn skemmtu sér konunglega og skáluðu í eiturgrænum hrekkjavökudrykk. Það er óhætt að segja að hrekkjavakan sé komin til að vera á Íslandi. Ein sönnun þess er árlegt hrekkjavökuball á Hrafnistu og fréttastofa leit að sjálfsögðu við. Árdís Hulda Eiríksdóttir.vísir „Við reynum að nota hvert tækifæri sem við getum til þess að brjóta upp hversdagsleikann hjá okkur og erum ótrúlega dugleg að gera eitthvað skemmtilegt eins og í dag. Það sem er svo skemmtilegt er að íbúarnir eru algjörlega tilbúnir að vera með okkur í þessu og það er það sem gerir þetta svo skemmtilegt,“ sagði Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður á Hrafnistu Hraunvangi. „Það er alltaf gaman hérna, það er dansað á hverjum einasta föstudegi,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir. Jóel Hreiðar Georgsson.vísir „Þegar ég kom hingað fyrir nokkrum vikum þá sagði ég: „Ég er á sex stjörnu hóteli og ég er enn á sex stjörnu hóteli,“ sagði Jóel Hreiðar Georgsson. Það er svona gaman? „Þetta er svo gaman að vera hér. Alveg dásamlegt.“ Íbúar voru hvattir til að mæta í búningi á ballið en engin formleg búningakeppni fór þó fram. „Nei en það er samt innri samkeppni, það er ekki hægt að neita því. Þó að það sé ekki formlegt þá að sjálfsögðu er keppni á milli manna,“ sagði Árdís. Bryndís Sigurðardóttir.vísir Í hvaða búningi ert þú, hver ert þú? „Ég er bara ég, þetta er bara hárkolla,“ sagði Bryndís. Varstu búin að hugsa mikið út í búninginn? „Nei þetta kom bara að sjálfu sér. Tengdadóttir mín útvegaði mér þetta.“ En þú ert ekki í neinum búningi? „Nei ég er bara með þessa hendi,“ sagði Jóel og hlær. Flestir heimilismenn stigu dans.arnar halldórsson Og auðvitað var fólki var boðið upp á eiturgrænan drykk. „Heyrðu þetta er alveg baneitrað. Ég myndi ekki fá mér í þínum sporum,“ sagði Árdís í gríni. Er í lagi með þennan drykk? „Nei þetta er hræðilega vont,“ sagði Bryndís. „Íslendingar eru sjúkir i Halloween og þar eru heimilismenn á Hrafnistu engin undantekning. Við erum á trylltu dansiballi.“ Hið eina sanna DAS band.ARNAR HALLDÓRSSON Heimilismenn stigu flestir dans en það var DAS bandið sem hélt uppi fjörinu. „Þetta er hið eina sanna DAS band sem spilar hér alla föstudaga. Þau gefa vinnu sína til okkar. Algjörlega frábært band sem heldur uppi stemningunni hjá okkur og eru akkúrat með ef það er þema hjá okkur, þá eru þau komin í þemabúninga,“ sagði Árdís. Fólk er að skemmta sér vel? „Mjög vel. Þetta er frábær dagur.“ DAS bandið tók þekkt lög.arnar halldórsson Alla föstudaga er sungið og dansað á Hrafnistu.arnar halldórsson Hljómsveitarmeðlimir klæddust að sjálfsögðu hrekkjavökubúningum.arnar halldórsson Metnaðarfullar skreytingar.arnar halldórsson Eldri borgarar Hrekkjavaka Hafnarfjörður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Það er óhætt að segja að hrekkjavakan sé komin til að vera á Íslandi. Ein sönnun þess er árlegt hrekkjavökuball á Hrafnistu og fréttastofa leit að sjálfsögðu við. Árdís Hulda Eiríksdóttir.vísir „Við reynum að nota hvert tækifæri sem við getum til þess að brjóta upp hversdagsleikann hjá okkur og erum ótrúlega dugleg að gera eitthvað skemmtilegt eins og í dag. Það sem er svo skemmtilegt er að íbúarnir eru algjörlega tilbúnir að vera með okkur í þessu og það er það sem gerir þetta svo skemmtilegt,“ sagði Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður á Hrafnistu Hraunvangi. „Það er alltaf gaman hérna, það er dansað á hverjum einasta föstudegi,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir. Jóel Hreiðar Georgsson.vísir „Þegar ég kom hingað fyrir nokkrum vikum þá sagði ég: „Ég er á sex stjörnu hóteli og ég er enn á sex stjörnu hóteli,“ sagði Jóel Hreiðar Georgsson. Það er svona gaman? „Þetta er svo gaman að vera hér. Alveg dásamlegt.“ Íbúar voru hvattir til að mæta í búningi á ballið en engin formleg búningakeppni fór þó fram. „Nei en það er samt innri samkeppni, það er ekki hægt að neita því. Þó að það sé ekki formlegt þá að sjálfsögðu er keppni á milli manna,“ sagði Árdís. Bryndís Sigurðardóttir.vísir Í hvaða búningi ert þú, hver ert þú? „Ég er bara ég, þetta er bara hárkolla,“ sagði Bryndís. Varstu búin að hugsa mikið út í búninginn? „Nei þetta kom bara að sjálfu sér. Tengdadóttir mín útvegaði mér þetta.“ En þú ert ekki í neinum búningi? „Nei ég er bara með þessa hendi,“ sagði Jóel og hlær. Flestir heimilismenn stigu dans.arnar halldórsson Og auðvitað var fólki var boðið upp á eiturgrænan drykk. „Heyrðu þetta er alveg baneitrað. Ég myndi ekki fá mér í þínum sporum,“ sagði Árdís í gríni. Er í lagi með þennan drykk? „Nei þetta er hræðilega vont,“ sagði Bryndís. „Íslendingar eru sjúkir i Halloween og þar eru heimilismenn á Hrafnistu engin undantekning. Við erum á trylltu dansiballi.“ Hið eina sanna DAS band.ARNAR HALLDÓRSSON Heimilismenn stigu flestir dans en það var DAS bandið sem hélt uppi fjörinu. „Þetta er hið eina sanna DAS band sem spilar hér alla föstudaga. Þau gefa vinnu sína til okkar. Algjörlega frábært band sem heldur uppi stemningunni hjá okkur og eru akkúrat með ef það er þema hjá okkur, þá eru þau komin í þemabúninga,“ sagði Árdís. Fólk er að skemmta sér vel? „Mjög vel. Þetta er frábær dagur.“ DAS bandið tók þekkt lög.arnar halldórsson Alla föstudaga er sungið og dansað á Hrafnistu.arnar halldórsson Hljómsveitarmeðlimir klæddust að sjálfsögðu hrekkjavökubúningum.arnar halldórsson Metnaðarfullar skreytingar.arnar halldórsson
Eldri borgarar Hrekkjavaka Hafnarfjörður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira