Varar við mikilli hættu í vetur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. október 2021 14:53 Gunnar Geir Gunnarsson deilarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Aðsend Á síðustu árum hefur reglulega verið hamrað á mikilvægi þess að nota hjálm við hjólreiðar. Hjólreiðamenn virðast nota hjálm í auknum mæli en nýtt og jafnvel stærra vandamál hefur nú skotið upp kollinum; rafhlaupahjól. Nú er vetur genginn í garð með tilheyrandi myrkri og hálku á götum borgarinnar. Fyrir notendur rafhlaupahjóla getur færð því orðið reglulega varasöm. „Minnsta hálka getur valdið mjög slæmum slysum á rafhlaupahjólum,“ segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu, og telur bagalegt að rafhlaupahjólin séu ekki á nagladekkjum. „Þau [rafmagnshlaupahjólin] eru þannig, að minnstu misfellur láta fólk missa jafnvægið. Það er í raun og veru miklu meiri hætta á að detta á þeim hjólum, af því dekkin eru svo lítil. Þá má lítið út af bregða af því handföngin eru svo stutt. Fólk er með hendurnar svo þétt upp að líkamanum að það nær jafnvel ekki að bera þær fyrir sig ef það dettur,“ segir Gunnar. „Stærra vandamál en reiðhjólin“ Gunnar segir að mikilvægt að allir noti hjálm, hvort sem um reiðhjól eða rafhlaupahjól sé um að ræða. Hjálmnotkun virðist ívið minni þegar rafhlaupahjól eiga í hlut en Gunnar segir að notkun hjálma á „leiguhjólum“ sé nánast engin. Fólk eigi að nota hjálm við öll tilefni. „Við erum að sjá miklu fleiri slys núna, alvarlegri slys, á rafhlaupahjólum heldur en reiðhjólum, sem segir okkur að þetta er orðið í raun stærra vandamál heldur en reiðhjólin. Þar af leiðandi er enn meira áríðandi að menn noti hjálm á þessum tækjum,“ segir Gunnar. Síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttöku vegna slysa á rafhlaupahjólum á degi hverjum. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Það er því ekki að ástæðulausu að Gunnar hafi áhyggjur af komandi vetri, þar sem færð verður líklega töluvert verri en var yfir sumarið. Umferð Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Fékk heilablæðingu og flogakast eftir slys á rafhlaupahjóli „Þetta er víst allt á réttri leið núna. En ég er mjög vönkuð og stundum hringsnýst allt. Ég er samt betri í dag en í gær og er sátt svo lengi sem að gólfið er á réttum stað,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir (Cell 7) í samtali við Vísi. 3. ágúst 2021 20:25 Telja að andlát hjólreiðamanns megi rekja til hjálmleysis Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að andlát sextíu og fimm ára gamals hjólreiðamanns megi líklega rekja til hjálmleysis. Maðurinn féll af reiðhjóli sínu í Breiðholti snemma morguns í janúar síðastliðnum og lést á sjúkrahúsi degi síðar. 30. október 2021 07:57 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Sjá meira
Nú er vetur genginn í garð með tilheyrandi myrkri og hálku á götum borgarinnar. Fyrir notendur rafhlaupahjóla getur færð því orðið reglulega varasöm. „Minnsta hálka getur valdið mjög slæmum slysum á rafhlaupahjólum,“ segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu, og telur bagalegt að rafhlaupahjólin séu ekki á nagladekkjum. „Þau [rafmagnshlaupahjólin] eru þannig, að minnstu misfellur láta fólk missa jafnvægið. Það er í raun og veru miklu meiri hætta á að detta á þeim hjólum, af því dekkin eru svo lítil. Þá má lítið út af bregða af því handföngin eru svo stutt. Fólk er með hendurnar svo þétt upp að líkamanum að það nær jafnvel ekki að bera þær fyrir sig ef það dettur,“ segir Gunnar. „Stærra vandamál en reiðhjólin“ Gunnar segir að mikilvægt að allir noti hjálm, hvort sem um reiðhjól eða rafhlaupahjól sé um að ræða. Hjálmnotkun virðist ívið minni þegar rafhlaupahjól eiga í hlut en Gunnar segir að notkun hjálma á „leiguhjólum“ sé nánast engin. Fólk eigi að nota hjálm við öll tilefni. „Við erum að sjá miklu fleiri slys núna, alvarlegri slys, á rafhlaupahjólum heldur en reiðhjólum, sem segir okkur að þetta er orðið í raun stærra vandamál heldur en reiðhjólin. Þar af leiðandi er enn meira áríðandi að menn noti hjálm á þessum tækjum,“ segir Gunnar. Síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttöku vegna slysa á rafhlaupahjólum á degi hverjum. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Það er því ekki að ástæðulausu að Gunnar hafi áhyggjur af komandi vetri, þar sem færð verður líklega töluvert verri en var yfir sumarið.
Umferð Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Fékk heilablæðingu og flogakast eftir slys á rafhlaupahjóli „Þetta er víst allt á réttri leið núna. En ég er mjög vönkuð og stundum hringsnýst allt. Ég er samt betri í dag en í gær og er sátt svo lengi sem að gólfið er á réttum stað,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir (Cell 7) í samtali við Vísi. 3. ágúst 2021 20:25 Telja að andlát hjólreiðamanns megi rekja til hjálmleysis Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að andlát sextíu og fimm ára gamals hjólreiðamanns megi líklega rekja til hjálmleysis. Maðurinn féll af reiðhjóli sínu í Breiðholti snemma morguns í janúar síðastliðnum og lést á sjúkrahúsi degi síðar. 30. október 2021 07:57 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Sjá meira
Fékk heilablæðingu og flogakast eftir slys á rafhlaupahjóli „Þetta er víst allt á réttri leið núna. En ég er mjög vönkuð og stundum hringsnýst allt. Ég er samt betri í dag en í gær og er sátt svo lengi sem að gólfið er á réttum stað,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir (Cell 7) í samtali við Vísi. 3. ágúst 2021 20:25
Telja að andlát hjólreiðamanns megi rekja til hjálmleysis Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að andlát sextíu og fimm ára gamals hjólreiðamanns megi líklega rekja til hjálmleysis. Maðurinn féll af reiðhjóli sínu í Breiðholti snemma morguns í janúar síðastliðnum og lést á sjúkrahúsi degi síðar. 30. október 2021 07:57
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent