Viðvarandi óvissustig á Siglufjarðarvegi vegna jarðskriðs Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. október 2021 18:15 Sveinn Zophaníasson er fyrrverandi eftirlitsmaður á Siglufjarðarvegi. Stöð 2/Óttar Viðvarandi óvissustigi hefur verið lýst yfir á Siglufjarðarvegi vegna jarðskriðs og hættu á grjóthruni allt árið um kring. Fyrrverandi eftirlitsmaður segir aldrei muni vera hægt að laga veginn almennilega, finna verði varanlegri lausn. Það var í byrjun mánaðar sem Vegagerðin ákvað í fyrsta skipti að lýsa yfir viðvarandi óvissustigi á veginum. Siglfirðingar hafa lengi kvartað undan ástandinu en vegurinn er helsta leið milli bæjarins og Reykjavíkur. Allur hluti vegarinns sem liggur um Almenninga er flokkaður sem skriðuhættusvæði og þegar því lýkur við Mánárskriður tekur við grjóthrunssvæði alla leið inn í bæinn. Tvisvar til þrisvar sinnum fleiri slys Í viðbragðsáætlun Vegagerðarinnar vegna hættu á veginum segir að þar aki að meðaltali 295 bílar á sólarhring. Þeir eru mun fleiri yfir sumartímann; 510 að meðaltali á dag en 130 á veturna. Hætta er á jarðsigi á löngum kafla á Siglufjarðarvegi.Vísir/Óttar Á árunum 2010 til 2016 urðu tvö slys á veginum á ári að meðaltali en það er 2,3 sinnum hærri tíðni en gerist að meðaltali á þjóðvegum landsins. Og á stuttum vegarkafla sem nær inn fyrir Strákagöng er slysatíðnin orðin tæplega þrisvar sinnum hærri og er sá kafli flokkaður með hættulegustu vegum landsins. Ástandið verður sérstaklega slæmt í miklum rigningum og í dag varaði Vegagerðin ökumenn við hættu á grjótskriðum. Norðurland: ATH Vegna mikillar úrkomu á Siglufjarðarvegi og þar i kring er hætta á grjótskriðum við Strákagöng og í Mánaskriðunum. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 29, 2021 Við hittum fyrrverandi eftirlitsmann á einum af verri köflum vegarins. „Það er þetta jarðsig sem að er hérna á bak við okkur. Þetta er stöðugt á ferðinni. Hér er þar sem vegurinn sígur einna mest af þessum svæðum hérna," segir Sveinn Zophaníasson. Farið er í daglega eftirlitsferð á svæðinu og sá Sveinn um þær lengi áður en hann hætti störfum og seldi fyrirtæki sitt „Ég myndi nú segja að síðustu 12 til 15 árin þá hefur maður séð breytingar. Kannski meiri en áður. Það er kannski fyrst og fremst tíðarfar. Og svo aukinn umferðarþungi,“ segir Sveinn. Hann telur veginn engan veginn ganga til lengdar enda sé allt svæðið á hreyfingu og mun stór hluti þess enda úti í sjó á næstu áratugum. Hann telur að grafa verði göng inn til Siglufjarðar eins og kallað hefur verið eftir. En er hætta á að stórslys verði á veginum og að hluti hans hreynlega hrynji niður í skriðu? „Eini staðurinn sem ég væri kannski svoldið smeykur við að það er þar sem að skýlið var, gamla. Þar er ekkert undirlendi, það er mjög bratt fram í sjó. Þannig að það er eini staðurinn sem maður gæti ímyndað sér að eitthvað gerðist snögglega,“ segir Sveinn Zophaníasson Fjallabyggð Samgöngur Samgönguslys Vegagerð Náttúruhamfarir Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Það var í byrjun mánaðar sem Vegagerðin ákvað í fyrsta skipti að lýsa yfir viðvarandi óvissustigi á veginum. Siglfirðingar hafa lengi kvartað undan ástandinu en vegurinn er helsta leið milli bæjarins og Reykjavíkur. Allur hluti vegarinns sem liggur um Almenninga er flokkaður sem skriðuhættusvæði og þegar því lýkur við Mánárskriður tekur við grjóthrunssvæði alla leið inn í bæinn. Tvisvar til þrisvar sinnum fleiri slys Í viðbragðsáætlun Vegagerðarinnar vegna hættu á veginum segir að þar aki að meðaltali 295 bílar á sólarhring. Þeir eru mun fleiri yfir sumartímann; 510 að meðaltali á dag en 130 á veturna. Hætta er á jarðsigi á löngum kafla á Siglufjarðarvegi.Vísir/Óttar Á árunum 2010 til 2016 urðu tvö slys á veginum á ári að meðaltali en það er 2,3 sinnum hærri tíðni en gerist að meðaltali á þjóðvegum landsins. Og á stuttum vegarkafla sem nær inn fyrir Strákagöng er slysatíðnin orðin tæplega þrisvar sinnum hærri og er sá kafli flokkaður með hættulegustu vegum landsins. Ástandið verður sérstaklega slæmt í miklum rigningum og í dag varaði Vegagerðin ökumenn við hættu á grjótskriðum. Norðurland: ATH Vegna mikillar úrkomu á Siglufjarðarvegi og þar i kring er hætta á grjótskriðum við Strákagöng og í Mánaskriðunum. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 29, 2021 Við hittum fyrrverandi eftirlitsmann á einum af verri köflum vegarins. „Það er þetta jarðsig sem að er hérna á bak við okkur. Þetta er stöðugt á ferðinni. Hér er þar sem vegurinn sígur einna mest af þessum svæðum hérna," segir Sveinn Zophaníasson. Farið er í daglega eftirlitsferð á svæðinu og sá Sveinn um þær lengi áður en hann hætti störfum og seldi fyrirtæki sitt „Ég myndi nú segja að síðustu 12 til 15 árin þá hefur maður séð breytingar. Kannski meiri en áður. Það er kannski fyrst og fremst tíðarfar. Og svo aukinn umferðarþungi,“ segir Sveinn. Hann telur veginn engan veginn ganga til lengdar enda sé allt svæðið á hreyfingu og mun stór hluti þess enda úti í sjó á næstu áratugum. Hann telur að grafa verði göng inn til Siglufjarðar eins og kallað hefur verið eftir. En er hætta á að stórslys verði á veginum og að hluti hans hreynlega hrynji niður í skriðu? „Eini staðurinn sem ég væri kannski svoldið smeykur við að það er þar sem að skýlið var, gamla. Þar er ekkert undirlendi, það er mjög bratt fram í sjó. Þannig að það er eini staðurinn sem maður gæti ímyndað sér að eitthvað gerðist snögglega,“ segir Sveinn Zophaníasson
Fjallabyggð Samgöngur Samgönguslys Vegagerð Náttúruhamfarir Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira