Viðvarandi óvissustig á Siglufjarðarvegi vegna jarðskriðs Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. október 2021 18:15 Sveinn Zophaníasson er fyrrverandi eftirlitsmaður á Siglufjarðarvegi. Stöð 2/Óttar Viðvarandi óvissustigi hefur verið lýst yfir á Siglufjarðarvegi vegna jarðskriðs og hættu á grjóthruni allt árið um kring. Fyrrverandi eftirlitsmaður segir aldrei muni vera hægt að laga veginn almennilega, finna verði varanlegri lausn. Það var í byrjun mánaðar sem Vegagerðin ákvað í fyrsta skipti að lýsa yfir viðvarandi óvissustigi á veginum. Siglfirðingar hafa lengi kvartað undan ástandinu en vegurinn er helsta leið milli bæjarins og Reykjavíkur. Allur hluti vegarinns sem liggur um Almenninga er flokkaður sem skriðuhættusvæði og þegar því lýkur við Mánárskriður tekur við grjóthrunssvæði alla leið inn í bæinn. Tvisvar til þrisvar sinnum fleiri slys Í viðbragðsáætlun Vegagerðarinnar vegna hættu á veginum segir að þar aki að meðaltali 295 bílar á sólarhring. Þeir eru mun fleiri yfir sumartímann; 510 að meðaltali á dag en 130 á veturna. Hætta er á jarðsigi á löngum kafla á Siglufjarðarvegi.Vísir/Óttar Á árunum 2010 til 2016 urðu tvö slys á veginum á ári að meðaltali en það er 2,3 sinnum hærri tíðni en gerist að meðaltali á þjóðvegum landsins. Og á stuttum vegarkafla sem nær inn fyrir Strákagöng er slysatíðnin orðin tæplega þrisvar sinnum hærri og er sá kafli flokkaður með hættulegustu vegum landsins. Ástandið verður sérstaklega slæmt í miklum rigningum og í dag varaði Vegagerðin ökumenn við hættu á grjótskriðum. Norðurland: ATH Vegna mikillar úrkomu á Siglufjarðarvegi og þar i kring er hætta á grjótskriðum við Strákagöng og í Mánaskriðunum. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 29, 2021 Við hittum fyrrverandi eftirlitsmann á einum af verri köflum vegarins. „Það er þetta jarðsig sem að er hérna á bak við okkur. Þetta er stöðugt á ferðinni. Hér er þar sem vegurinn sígur einna mest af þessum svæðum hérna," segir Sveinn Zophaníasson. Farið er í daglega eftirlitsferð á svæðinu og sá Sveinn um þær lengi áður en hann hætti störfum og seldi fyrirtæki sitt „Ég myndi nú segja að síðustu 12 til 15 árin þá hefur maður séð breytingar. Kannski meiri en áður. Það er kannski fyrst og fremst tíðarfar. Og svo aukinn umferðarþungi,“ segir Sveinn. Hann telur veginn engan veginn ganga til lengdar enda sé allt svæðið á hreyfingu og mun stór hluti þess enda úti í sjó á næstu áratugum. Hann telur að grafa verði göng inn til Siglufjarðar eins og kallað hefur verið eftir. En er hætta á að stórslys verði á veginum og að hluti hans hreynlega hrynji niður í skriðu? „Eini staðurinn sem ég væri kannski svoldið smeykur við að það er þar sem að skýlið var, gamla. Þar er ekkert undirlendi, það er mjög bratt fram í sjó. Þannig að það er eini staðurinn sem maður gæti ímyndað sér að eitthvað gerðist snögglega,“ segir Sveinn Zophaníasson Fjallabyggð Samgöngur Samgönguslys Vegagerð Náttúruhamfarir Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Sjá meira
Það var í byrjun mánaðar sem Vegagerðin ákvað í fyrsta skipti að lýsa yfir viðvarandi óvissustigi á veginum. Siglfirðingar hafa lengi kvartað undan ástandinu en vegurinn er helsta leið milli bæjarins og Reykjavíkur. Allur hluti vegarinns sem liggur um Almenninga er flokkaður sem skriðuhættusvæði og þegar því lýkur við Mánárskriður tekur við grjóthrunssvæði alla leið inn í bæinn. Tvisvar til þrisvar sinnum fleiri slys Í viðbragðsáætlun Vegagerðarinnar vegna hættu á veginum segir að þar aki að meðaltali 295 bílar á sólarhring. Þeir eru mun fleiri yfir sumartímann; 510 að meðaltali á dag en 130 á veturna. Hætta er á jarðsigi á löngum kafla á Siglufjarðarvegi.Vísir/Óttar Á árunum 2010 til 2016 urðu tvö slys á veginum á ári að meðaltali en það er 2,3 sinnum hærri tíðni en gerist að meðaltali á þjóðvegum landsins. Og á stuttum vegarkafla sem nær inn fyrir Strákagöng er slysatíðnin orðin tæplega þrisvar sinnum hærri og er sá kafli flokkaður með hættulegustu vegum landsins. Ástandið verður sérstaklega slæmt í miklum rigningum og í dag varaði Vegagerðin ökumenn við hættu á grjótskriðum. Norðurland: ATH Vegna mikillar úrkomu á Siglufjarðarvegi og þar i kring er hætta á grjótskriðum við Strákagöng og í Mánaskriðunum. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 29, 2021 Við hittum fyrrverandi eftirlitsmann á einum af verri köflum vegarins. „Það er þetta jarðsig sem að er hérna á bak við okkur. Þetta er stöðugt á ferðinni. Hér er þar sem vegurinn sígur einna mest af þessum svæðum hérna," segir Sveinn Zophaníasson. Farið er í daglega eftirlitsferð á svæðinu og sá Sveinn um þær lengi áður en hann hætti störfum og seldi fyrirtæki sitt „Ég myndi nú segja að síðustu 12 til 15 árin þá hefur maður séð breytingar. Kannski meiri en áður. Það er kannski fyrst og fremst tíðarfar. Og svo aukinn umferðarþungi,“ segir Sveinn. Hann telur veginn engan veginn ganga til lengdar enda sé allt svæðið á hreyfingu og mun stór hluti þess enda úti í sjó á næstu áratugum. Hann telur að grafa verði göng inn til Siglufjarðar eins og kallað hefur verið eftir. En er hætta á að stórslys verði á veginum og að hluti hans hreynlega hrynji niður í skriðu? „Eini staðurinn sem ég væri kannski svoldið smeykur við að það er þar sem að skýlið var, gamla. Þar er ekkert undirlendi, það er mjög bratt fram í sjó. Þannig að það er eini staðurinn sem maður gæti ímyndað sér að eitthvað gerðist snögglega,“ segir Sveinn Zophaníasson
Fjallabyggð Samgöngur Samgönguslys Vegagerð Náttúruhamfarir Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Sjá meira