Áhyggjuefni þegar „Pétur og Páll“ eru byrjaðir í offramleiðslu Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2021 13:24 Daníel Örn Hinriksson er formaður Hundaræktarfélags Íslands. Úr einkasafni/Vísir/Arnar Formaður Hundaræktarfélag Íslands telur dýralækni hafa gengið fulllangt með því að ráða fólki frá því að kaupa sér flatnefjuð gæludýr. Hann telur ræktendur almennt ábyrga, vandamálið liggi í óskráðri offramleiðslu á dýrunum. Rætt var við Hönnu Maríu Arnórsdóttur dýralækni á Dýraspítalanum í Garðabæ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær um heilsufarsvanda sem flatnefjaðar hunda- og kattategundir eins og Pug, bolabítar og persar, glíma við vegna óábyrgrar ræktunar í gegnum tíðina. Hún hvatti ræktendur til umhugsunar og réði fólki frá því að kaupa sér slík dýr. Daníel Örn Hinriksson formaður Hundaræktarfélags Íslands segist taka undir málflutning Hönnu - upp að vissu marki. Gríðarleg aukning í vinsældum þessara tegunda hafi bakað dýrunum vandræði. „Þegar Pétur og Páll eru farnir að para hundana sína bara til að para þá og búa til einhverja hvolpa og búa til peninga þá auðvitað er það áhyggjuefni,“ segir Daníel. „Þetta eru tegundir sem er búið að vera að rækta jafnvel í hundruð ára og vandamálin held ég eru að koma upp með offramleiðslu á þessum hundategundum, þar sem ábyrg ræktunarstefna er ekki fyrir hendi og mér fannst hún taka svolítið djúpt í árinni að beina fólki frá því að kaupa þessar hundategundir. Ég myndi alltaf mælast til þess að fólk myndi kynna sér vel ræktandann sem það ætlar að versla við.“ Alveg eins hægt að grípa til útrýmingar Ekki sé hægt að alhæfa að allir hundar með flatt nef séu óheilbrigðir. Daníel telur ekki að leggja ætti bann á ræktun ákveðinna tegunda með ýkt útlitseinkenni, eins og gripið hafi verið til í sumum löndum. „Þá er alveg eins hægt að grípa bara til útrýmingar á hundategundunum, mér fyndist mikið frekar að hundaræktarfélögin og dýralæknar ættu að taka höndum saman og reyna að fara saman að því að bæta heilbrigði þessara tegunda. Og þetta liggur náttúrulega líka hjá þeim sem ætlar að fá sér þessa hundategund, að hann vandi valið.“ Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Rætt var við Hönnu Maríu Arnórsdóttur dýralækni á Dýraspítalanum í Garðabæ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær um heilsufarsvanda sem flatnefjaðar hunda- og kattategundir eins og Pug, bolabítar og persar, glíma við vegna óábyrgrar ræktunar í gegnum tíðina. Hún hvatti ræktendur til umhugsunar og réði fólki frá því að kaupa sér slík dýr. Daníel Örn Hinriksson formaður Hundaræktarfélags Íslands segist taka undir málflutning Hönnu - upp að vissu marki. Gríðarleg aukning í vinsældum þessara tegunda hafi bakað dýrunum vandræði. „Þegar Pétur og Páll eru farnir að para hundana sína bara til að para þá og búa til einhverja hvolpa og búa til peninga þá auðvitað er það áhyggjuefni,“ segir Daníel. „Þetta eru tegundir sem er búið að vera að rækta jafnvel í hundruð ára og vandamálin held ég eru að koma upp með offramleiðslu á þessum hundategundum, þar sem ábyrg ræktunarstefna er ekki fyrir hendi og mér fannst hún taka svolítið djúpt í árinni að beina fólki frá því að kaupa þessar hundategundir. Ég myndi alltaf mælast til þess að fólk myndi kynna sér vel ræktandann sem það ætlar að versla við.“ Alveg eins hægt að grípa til útrýmingar Ekki sé hægt að alhæfa að allir hundar með flatt nef séu óheilbrigðir. Daníel telur ekki að leggja ætti bann á ræktun ákveðinna tegunda með ýkt útlitseinkenni, eins og gripið hafi verið til í sumum löndum. „Þá er alveg eins hægt að grípa bara til útrýmingar á hundategundunum, mér fyndist mikið frekar að hundaræktarfélögin og dýralæknar ættu að taka höndum saman og reyna að fara saman að því að bæta heilbrigði þessara tegunda. Og þetta liggur náttúrulega líka hjá þeim sem ætlar að fá sér þessa hundategund, að hann vandi valið.“
Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira