Lífið

Verður fyrstur Vinanna til að skrifa sjálfs­ævi­sögu

Atli Ísleifsson skrifar
Courteney Cox, Jennifer Aniston og Matthew Perry í hlutverki þeirra Monicu, Rachel og Chandler.
Courteney Cox, Jennifer Aniston og Matthew Perry í hlutverki þeirra Monicu, Rachel og Chandler. Getty

Kanadísk-bandaríski leikarinn Matthew Perry hefur ákveðið að setjast við skriftir og rita ævisögu sína og veita þannig lesendum innsýn í tökurnar á Vinum, sjónvarpsþáttunum vinsælu  sem framleiddir voru á árunum 1994 til 2004 og skutu Perry upp á stjörnuhimininn.

Á vef Deadline segir að Perry ætli í bókinni einnig að ræða æskuár sín og glímu sína við fíkniefnadjöfulinn.

Flatiron Books mun gefa bókina út og er sagt ætla að greiða Perry ríkulega fyrir útgáfuna þó að nákvæm tala fáist ekki uppgefin.

Reiknað er með að bókin komi út haustið 2022, en Perry, sem fór með hlutverk Chandlers í þáttunum, er fyrstur úr hópi aðalleikara þáttanna til að gefa út sjálfsævisögu.

Friends-þættirnir urðu alls 236 talsins og nutu gríðarlegra vinsælda og gera reyndar enn.

Með aðalhlutverk fóru auk Perry, þau Lisa Kudrow, Jennifer Aniston, Courteney Cox, David Schwimmer og Matt Leblanc.


Tengdar fréttir

„Sjöundi vinurinn“ James Michael Tyler látinn

James Michael Tyler, leikarinn sem er þekktastur fyrir að leika kaffihúsaþjóninn Gunther í Friends, er látinn. Tyler, sem var 59 ára, lést úr blöðruhálskirtilskrabbameini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×