Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Edda Guðrún Andrésdóttir flytur fréttirnar í kvöld.
Edda Guðrún Andrésdóttir flytur fréttirnar í kvöld. vísir

Sóttvarnalæknir telur að endurskoða geti þurft áform um allsherjarafléttingu ef innlögnum fjölgar mjög á sjúkrahúsum vegna Covid-19. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar telja að framvindan undanfarna daga gefi ekki tilefni til þess að breyta um stefnu.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og rætt við yfirlækni á hjartagátt um hópsmit á spítalanum.

Ríki heimsins eru langt frá því að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Framkvæmdastjóri Landverndar kemur til okkar og ræðir stöðuna í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar í Glasgow.

Þá fjöllum við um langan biðtíma eftir sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, skoðum nýja ásýnd klassíska listaverksins Flatus lifir, kíkjum á hundasýningu og verðum í beinni útsendingu frá opnunarhátíð Listar án landamæra – þar sem fólk með fatlanir sýnir ýmiss konar verk.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×