Geislafræðingur sem ráðist var á við vinnu fær ekki bætur frá ríkinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. október 2021 13:49 Árásarmaðurinn hrinti geislafræðingnum með þeim afleiðingum að hún hlaut tjón af. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum geislafræðings sem hafði við störf sín árið 2016 orðið fyrir líkamsárás. Vildi geislafræðingurinn meina að ríkið ætti að greiða henni bætur í samræmi við kjarasamninga ríkisins við Félag geislafræðinga. Geislafræðingurinn gerði þá kröfu að íslenska ríkið greiddi henni tæpar 17 milljónir króna í miskabætur. Hafði hún starfað sem geislafræðingur á röntgendeild Landspítalans við Hringbraut. Þann 9. september 2016 hafði hún sótt sér matarbakka í matsal og var á leið aftur upp á röngtgendeild þegar hún gekk fram hjá aðstöðu öryggisvarða. Var þar staddur maður sem átti í orðaskiptum við tvo öryggisverði. Varð maðurinn æstur þegar hann fékk þær upplýsingar frá öryggisvörðunum að geðdeildhafi ekki verið opnuð. Tók hann þá á rás eftir ganginum, hljóp aftan að geislafræðingnum og hrinti henni þannig að hún hlaut tjón af. Maðurinn var sakfelldur fyrir árásina í október 2017 og dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var honum gert að greiða geislafræðingnum 451 þúsund krónur í skaðabætur en það hefur ekki gengið eftir sökum fjárhagsstöðu mannsins. Engin ástæða fyrir öryggisverðina að yfirbuga árásarmanninn Geislafræðingurinn byggði mál sitt á því að hún ætti rétt til frekari bóta á grundvelli slysatrygginga samkvæmt kjarasamningi ríkisins við Félag geislfræðinga. Til vara var málið byggt á því að ríkið bæri ábyrgð á tjóninu þar sem ríkið hafi sem vinnuveitandi geislafræðingsins mistekist að tryggja öryggi hennar. Öryggisverðirnir tveir hafi til að mynda ekki hagað störfum sínum með forsvaranlegum hætti þennan dag. Þá hafi aðbúnaðurinn á Landspítalanum verið ófullnægjandi til að tryggja öryggi hennar. Að mati dómarans stóðust ekki kröfur geislafræðingsins. Vísaði hann til þess að samkvæmt kjarasamningnum, og þeirri grein sem geislafræðingurinn vísaði til, þyrfti starfsmaðurinn að hafa orðið fyrir tjóni sínu við það að sinna einstaklingnum sem olli tjóninu. Ljóst sé að árásarmaðurinn var ekki í meðferð hjá geislafræðingnum og var hann ekki innritaður sjúklingur á Landspítala. Geislafræðingurinn hafi einnig byggt mál sitt á því að öryggi hennar hafi ekki verið tryggt og vísaði hún sérstaklega til þess að öryggisverðirnir hafi ekki sinnt störfum sínum nægilega vel. Dómurinn féllst ekki á það og taldi ekkert athugavert við að manninum hafi verið vísað inn á spítalann, en hann hafði vakið athygli öryggisvarðanna þegar hann stóð fyrir utan með sambýliskonu sinni og barni og var þar mikill æsingur. Þegar öryggisvörðurinn hafi nálgast parið hafi konan sagt að maðurinn þyrfti hjálp, öryggisvörðurinn hafi því ákveðið að vísa honum inn á spítalann. Þá hafi ekkert átt sér stað, áður en maðurinn tók á rás eftir ganginum, sem réttlætt hefði getið að öryggisverðirnir reyndu að handtaka manninn og yfirbuga hann. Þá var ekki fallist á þá athugasemd geislafræðingsins að aðbúnaður á Landspítala hafi verið ófullnægjandi til að tryggja öryggi hennar. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni hér. Dómsmál Landspítalinn Kjaramál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Geislafræðingurinn gerði þá kröfu að íslenska ríkið greiddi henni tæpar 17 milljónir króna í miskabætur. Hafði hún starfað sem geislafræðingur á röntgendeild Landspítalans við Hringbraut. Þann 9. september 2016 hafði hún sótt sér matarbakka í matsal og var á leið aftur upp á röngtgendeild þegar hún gekk fram hjá aðstöðu öryggisvarða. Var þar staddur maður sem átti í orðaskiptum við tvo öryggisverði. Varð maðurinn æstur þegar hann fékk þær upplýsingar frá öryggisvörðunum að geðdeildhafi ekki verið opnuð. Tók hann þá á rás eftir ganginum, hljóp aftan að geislafræðingnum og hrinti henni þannig að hún hlaut tjón af. Maðurinn var sakfelldur fyrir árásina í október 2017 og dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var honum gert að greiða geislafræðingnum 451 þúsund krónur í skaðabætur en það hefur ekki gengið eftir sökum fjárhagsstöðu mannsins. Engin ástæða fyrir öryggisverðina að yfirbuga árásarmanninn Geislafræðingurinn byggði mál sitt á því að hún ætti rétt til frekari bóta á grundvelli slysatrygginga samkvæmt kjarasamningi ríkisins við Félag geislfræðinga. Til vara var málið byggt á því að ríkið bæri ábyrgð á tjóninu þar sem ríkið hafi sem vinnuveitandi geislafræðingsins mistekist að tryggja öryggi hennar. Öryggisverðirnir tveir hafi til að mynda ekki hagað störfum sínum með forsvaranlegum hætti þennan dag. Þá hafi aðbúnaðurinn á Landspítalanum verið ófullnægjandi til að tryggja öryggi hennar. Að mati dómarans stóðust ekki kröfur geislafræðingsins. Vísaði hann til þess að samkvæmt kjarasamningnum, og þeirri grein sem geislafræðingurinn vísaði til, þyrfti starfsmaðurinn að hafa orðið fyrir tjóni sínu við það að sinna einstaklingnum sem olli tjóninu. Ljóst sé að árásarmaðurinn var ekki í meðferð hjá geislafræðingnum og var hann ekki innritaður sjúklingur á Landspítala. Geislafræðingurinn hafi einnig byggt mál sitt á því að öryggi hennar hafi ekki verið tryggt og vísaði hún sérstaklega til þess að öryggisverðirnir hafi ekki sinnt störfum sínum nægilega vel. Dómurinn féllst ekki á það og taldi ekkert athugavert við að manninum hafi verið vísað inn á spítalann, en hann hafði vakið athygli öryggisvarðanna þegar hann stóð fyrir utan með sambýliskonu sinni og barni og var þar mikill æsingur. Þegar öryggisvörðurinn hafi nálgast parið hafi konan sagt að maðurinn þyrfti hjálp, öryggisvörðurinn hafi því ákveðið að vísa honum inn á spítalann. Þá hafi ekkert átt sér stað, áður en maðurinn tók á rás eftir ganginum, sem réttlætt hefði getið að öryggisverðirnir reyndu að handtaka manninn og yfirbuga hann. Þá var ekki fallist á þá athugasemd geislafræðingsins að aðbúnaður á Landspítala hafi verið ófullnægjandi til að tryggja öryggi hennar. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni hér.
Dómsmál Landspítalinn Kjaramál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði