Geislafræðingur sem ráðist var á við vinnu fær ekki bætur frá ríkinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. október 2021 13:49 Árásarmaðurinn hrinti geislafræðingnum með þeim afleiðingum að hún hlaut tjón af. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum geislafræðings sem hafði við störf sín árið 2016 orðið fyrir líkamsárás. Vildi geislafræðingurinn meina að ríkið ætti að greiða henni bætur í samræmi við kjarasamninga ríkisins við Félag geislafræðinga. Geislafræðingurinn gerði þá kröfu að íslenska ríkið greiddi henni tæpar 17 milljónir króna í miskabætur. Hafði hún starfað sem geislafræðingur á röntgendeild Landspítalans við Hringbraut. Þann 9. september 2016 hafði hún sótt sér matarbakka í matsal og var á leið aftur upp á röngtgendeild þegar hún gekk fram hjá aðstöðu öryggisvarða. Var þar staddur maður sem átti í orðaskiptum við tvo öryggisverði. Varð maðurinn æstur þegar hann fékk þær upplýsingar frá öryggisvörðunum að geðdeildhafi ekki verið opnuð. Tók hann þá á rás eftir ganginum, hljóp aftan að geislafræðingnum og hrinti henni þannig að hún hlaut tjón af. Maðurinn var sakfelldur fyrir árásina í október 2017 og dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var honum gert að greiða geislafræðingnum 451 þúsund krónur í skaðabætur en það hefur ekki gengið eftir sökum fjárhagsstöðu mannsins. Engin ástæða fyrir öryggisverðina að yfirbuga árásarmanninn Geislafræðingurinn byggði mál sitt á því að hún ætti rétt til frekari bóta á grundvelli slysatrygginga samkvæmt kjarasamningi ríkisins við Félag geislfræðinga. Til vara var málið byggt á því að ríkið bæri ábyrgð á tjóninu þar sem ríkið hafi sem vinnuveitandi geislafræðingsins mistekist að tryggja öryggi hennar. Öryggisverðirnir tveir hafi til að mynda ekki hagað störfum sínum með forsvaranlegum hætti þennan dag. Þá hafi aðbúnaðurinn á Landspítalanum verið ófullnægjandi til að tryggja öryggi hennar. Að mati dómarans stóðust ekki kröfur geislafræðingsins. Vísaði hann til þess að samkvæmt kjarasamningnum, og þeirri grein sem geislafræðingurinn vísaði til, þyrfti starfsmaðurinn að hafa orðið fyrir tjóni sínu við það að sinna einstaklingnum sem olli tjóninu. Ljóst sé að árásarmaðurinn var ekki í meðferð hjá geislafræðingnum og var hann ekki innritaður sjúklingur á Landspítala. Geislafræðingurinn hafi einnig byggt mál sitt á því að öryggi hennar hafi ekki verið tryggt og vísaði hún sérstaklega til þess að öryggisverðirnir hafi ekki sinnt störfum sínum nægilega vel. Dómurinn féllst ekki á það og taldi ekkert athugavert við að manninum hafi verið vísað inn á spítalann, en hann hafði vakið athygli öryggisvarðanna þegar hann stóð fyrir utan með sambýliskonu sinni og barni og var þar mikill æsingur. Þegar öryggisvörðurinn hafi nálgast parið hafi konan sagt að maðurinn þyrfti hjálp, öryggisvörðurinn hafi því ákveðið að vísa honum inn á spítalann. Þá hafi ekkert átt sér stað, áður en maðurinn tók á rás eftir ganginum, sem réttlætt hefði getið að öryggisverðirnir reyndu að handtaka manninn og yfirbuga hann. Þá var ekki fallist á þá athugasemd geislafræðingsins að aðbúnaður á Landspítala hafi verið ófullnægjandi til að tryggja öryggi hennar. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni hér. Dómsmál Landspítalinn Kjaramál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Geislafræðingurinn gerði þá kröfu að íslenska ríkið greiddi henni tæpar 17 milljónir króna í miskabætur. Hafði hún starfað sem geislafræðingur á röntgendeild Landspítalans við Hringbraut. Þann 9. september 2016 hafði hún sótt sér matarbakka í matsal og var á leið aftur upp á röngtgendeild þegar hún gekk fram hjá aðstöðu öryggisvarða. Var þar staddur maður sem átti í orðaskiptum við tvo öryggisverði. Varð maðurinn æstur þegar hann fékk þær upplýsingar frá öryggisvörðunum að geðdeildhafi ekki verið opnuð. Tók hann þá á rás eftir ganginum, hljóp aftan að geislafræðingnum og hrinti henni þannig að hún hlaut tjón af. Maðurinn var sakfelldur fyrir árásina í október 2017 og dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var honum gert að greiða geislafræðingnum 451 þúsund krónur í skaðabætur en það hefur ekki gengið eftir sökum fjárhagsstöðu mannsins. Engin ástæða fyrir öryggisverðina að yfirbuga árásarmanninn Geislafræðingurinn byggði mál sitt á því að hún ætti rétt til frekari bóta á grundvelli slysatrygginga samkvæmt kjarasamningi ríkisins við Félag geislfræðinga. Til vara var málið byggt á því að ríkið bæri ábyrgð á tjóninu þar sem ríkið hafi sem vinnuveitandi geislafræðingsins mistekist að tryggja öryggi hennar. Öryggisverðirnir tveir hafi til að mynda ekki hagað störfum sínum með forsvaranlegum hætti þennan dag. Þá hafi aðbúnaðurinn á Landspítalanum verið ófullnægjandi til að tryggja öryggi hennar. Að mati dómarans stóðust ekki kröfur geislafræðingsins. Vísaði hann til þess að samkvæmt kjarasamningnum, og þeirri grein sem geislafræðingurinn vísaði til, þyrfti starfsmaðurinn að hafa orðið fyrir tjóni sínu við það að sinna einstaklingnum sem olli tjóninu. Ljóst sé að árásarmaðurinn var ekki í meðferð hjá geislafræðingnum og var hann ekki innritaður sjúklingur á Landspítala. Geislafræðingurinn hafi einnig byggt mál sitt á því að öryggi hennar hafi ekki verið tryggt og vísaði hún sérstaklega til þess að öryggisverðirnir hafi ekki sinnt störfum sínum nægilega vel. Dómurinn féllst ekki á það og taldi ekkert athugavert við að manninum hafi verið vísað inn á spítalann, en hann hafði vakið athygli öryggisvarðanna þegar hann stóð fyrir utan með sambýliskonu sinni og barni og var þar mikill æsingur. Þegar öryggisvörðurinn hafi nálgast parið hafi konan sagt að maðurinn þyrfti hjálp, öryggisvörðurinn hafi því ákveðið að vísa honum inn á spítalann. Þá hafi ekkert átt sér stað, áður en maðurinn tók á rás eftir ganginum, sem réttlætt hefði getið að öryggisverðirnir reyndu að handtaka manninn og yfirbuga hann. Þá var ekki fallist á þá athugasemd geislafræðingsins að aðbúnaður á Landspítala hafi verið ófullnægjandi til að tryggja öryggi hennar. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni hér.
Dómsmál Landspítalinn Kjaramál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira