Enski boltinn

Fannst að United hefði getað fengið fimm rauð gegn Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mörgum þótti Cristiano Ronaldo sleppa billega þegar hann sparkaði í Curtis Jones í leik Manchester United og Liverpool.
Mörgum þótti Cristiano Ronaldo sleppa billega þegar hann sparkaði í Curtis Jones í leik Manchester United og Liverpool. getty/Matthew Peters

Liverpool-mönnum fannst Anthony Taylor aumka sig yfir leikmönnum Manchester United í leik liðanna á Old Trafford í fyrradag. Hann hefði getað rekið fleiri leikmenn United en Paul Pogba út af.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, fannst að fimm leikmenn United hefðu getað fengið rautt spjald í leiknum á sunnudag. The Athletic greinir frá.

Auk Pogbas fannst Liverpool-mönnum að Fred, Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes og Harry Maguire hefðu getað fengið reisupassann í leiknum á Old Trafford sem Liverpool vann, 0-5.

Taylor er frá Manchester og Liverpool-menn voru ekki ánægðir með að hann hafi verið settur á leikinn. Hann dæmdi einnig seinni deildarleik United og Liverpool á síðasta tímabili. Rauði herinn vann þá 2-4 sigur.

Pogba fékk rautt spjald á 60. mínútu fyrir brot á Naby Keïta sem fór meiddur af velli. Taylor gaf Pogba fyrst gula spjaldið en breytti dómnum eftir að hafa horft á brotið á myndbandi. Auk rauða spjaldsins fékk United sex gul spjöld í leiknum en Liverpool ekkert.

Pogba fékk þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið. Hann missir því af næstu þremur deildarleikjum United sem eru gegn Tottenham, Manchester City og Watford.


Tengdar fréttir

Mjög líklegt að Solskjær stýri United gegn Tottenham

Ole Gunnar Solskjær verður áfram knattspyrnustjóri Manchester United, allavega um sinn, og stýrir liðinu gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Leikmenn United hafa þó margir hverjir misst trúna á honum.

Neville heldur að Solskjær verði ekki rekinn

Pressan á Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir tapið stóra fyrir Liverpool verður óbærileg segir Gary Neville. Þrátt fyrir það telur hann að Solskjær verði áfram við stjórnvölinn hjá United.

Solskjær: Minn versti dagur

Manchester United hefur sjaldan séð verri daga en í dag eftir að liðið beið lægri hlut fyrir erkifjendum sínum í Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×