Lífið

Elín Metta frumsýnir stærsta stuðningsmanninn

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Elín Metta Jensen er ein besta knattspyrnukona landsins.
Elín Metta Jensen er ein besta knattspyrnukona landsins. Instagram/@elinmettaj

Knattspyrnukonan Elín Metta Jensen er komin í samband. Sá heppni er listamaðurinn Ýmir Grönvold. 

Elín Metta birti skemmtilega mynd af Ými á Instagram í treyju merktri Jensen. Á bakinu er einnig talan tíu, sem er númerið sem Elín Metta spilar með hjá liði Vals. 

Elín er miðherji Íslandsmeistara Vals og leikmaður kvennalandsliðs Íslands. Síðustu vikur hefur hún þó verið frá vegna meiðsla. Elín Metta skoraði sex mörk í átta leikjum síðustu undankeppni sem aðalframherji Íslands, þegar liðið vann sér sæti á Evrópumótinu í Englandi næsta sumar.


Tengdar fréttir

„Bjartsýni að halda að ég gæti spilað núna“

Elín Metta Jensen hefur misst af byrjun fyrstu undankeppni íslenska landsliðsins í fótbolta undir stjórn Þorsteins Halldórssonar, vegna meiðsla. Hún treystir á liðsfélaga sína í kvöld og segir Ísland með sterkara lið en Tékkland.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.