Innlent

Aðal­at­riðið að fara ekki í „á­sakana­leik fram og til baka“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jón Ólafsson, prófessor á hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Jón Ólafsson, prófessor á hugvísindasviði Háskóla Íslands. Vísir/Arnar

Prófessor segir að óreiða í kringum endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi geti rýrt traust kjósenda á stjórnmálum. Aldrei muni nást algjör sátt um niðurstöðuna.

Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi sendir kærendum vegna framkvæmdar kosninganna kaldar kveðjur í svarbréfi sem birt var á vef Alþingis í dag - og hann skrifar undir fyrir hönd þriggja af fimm yfirkjörstjórnarmeðlimum. 

Ingi sakar til að mynda Guðmund Gunnarsson oddvita Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi um „mjög alvarlegar“ og órökstuddar aðdróttanir um að auðum kjörseðlum hafi verið breytt í seðil sem virðist gilt atkvæði - og þar sé raunar um að ræða refsiverðar sakargiftir. 

Þá sakar hann einnig Lenyu Rún Taha Karim, frambjóðanda Pírata, um refsiverðar sakargiftir  og hafnar því sem hann kallar „aðdróttunum“ hennar um að hann hafi spillt kjörgögnum.

Það hefur ekki dregið til jafnmikilla tíðinda í málinu í dag og í gær en tveir meðlimir yfirkjörstjórnarinnar, sem áður höfðu beðist undan því að gefa skýrslu í málinu, funduðu með undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar í dag.

Niðurstaðan þurfi að vera trúverðug

Jón Ólafsson, prófessor á hugvísindasviði Háskóla Íslands sem leitt hefur starfshóp til að efla traust á stjórnmálum, segir að fyrir þá sem komi að endurtalningarmálinu ætti að skipta höfuðmáli að vinna af heilindum og hæfni.

„Það er ekki nóg að segja bara: Já, hér eru færustu lögfræðingar búnir að gera það sem gera þurfti og komast að þeirri niðurstöðu sem hægt er að standa við heldur þarf líka að gæta þess að þessi niðurstaða sé fengin þannig að hún þyki trúverðug.“

Aldrei muni nást algjör sátt í málinu.

„Aðalatriðið er þetta að detta ekki í það að fara í einhvers konar slag eða ásakanaleik fram og til baka,“ segir Jón.

„Og ég held að við megum búast við því að ef það tekst ekki að leysa vel úr þessu eigum við eftir að sjá fólk taka þetta upp aftur og aftur.“


Tengdar fréttir

Segja öryggis­mynda­vélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum

Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.