Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálf sjö. 
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálf sjö.  Vísir

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö verður farið yfir dóm sem kveðinn var upp í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í Rauðagerðismálinu svokallaða. Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að bana Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar. Fréttamaður okkar Birgir Olgeirsson var í dómssal og fer yfir helstu atriði.

Verslunarskólinn hefur formlega tekið upp kynjakvóta til að reyna að sporna gegn fækkun drengja í skólanum. Við segjum frá því í fréttatímanum og hvernig það hefur gengið.

Minnihlutinn í borginni segir þéttingarstefnu meirihlutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í skorti á nýjum íbúðum. Hann tókst á við formann Skipulags- og samgönguráðs í dag, sem segir þetta alrangt. Met hafi verið slegið á undanförnum árum í fullbúnum íbúðum á markaði.

Við segjum frá því að Íslendingar komu til Ameríku fimmhundruð árum á undan Kólumbusi. Nákvæm tímasetning er jafnvel komin fram. Og við förum í fréttatímanum á Selfoss þar sem verið er að opna fyrsta skyrsafn landsins. Okkar maður á Suðurlandi, Magnús Hlynur, verður þar. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×