Lífið samstarf

Hugsum um jörðina eins og við hugsum um okkur sjálf

Bergmann & Co
Salvör Eyþórsdóttir, íþróttafræðingur notar umhverfisvænar vörur frá The Humble Co
Salvör Eyþórsdóttir, íþróttafræðingur notar umhverfisvænar vörur frá The Humble Co

Tannvörurnar frá The Humble Co eru heilsuvara vikunnar á Vísi.

„Ég er ekki fullkomin en öll litlu skrefin sem ég tek skipta máli, bæði fyrir mína eigin samvisku og fyrir jörðina. Ég hef alltaf reynt að hugsa vel um mig til dæmis með góðu mataræði og hreyfingu. Ef maður fer illa með líkamann sinn þá er hætta á ýmsum lífsstílssjúkdómum. Það sama á við um jörðina okkar. Við þurfum að sýna ábyrga kauphegðun og neyslu sem miðar að því að hlúa að jörðinni og koma í veg fyrir umhverfismengun og versnandi loftslagsáhrif,“ segir Salvör Eyþórsdóttir, íþróttafræðingur en hún notar umhverfisvænar vörur frá The Humble Co.

„Ég féll algjörlega fyrir tannvörunum frá The Humble Co. Mér þykir alveg afskaplega vænt um tennurnar mínar og góð tannhirða skiptir miklu máli svo tennurnar endist út ævina. Ég tannbursta mig með tannburstanum og tannkreminu frá Humble bæði kvölds og morgna, ásamt því að nota tannþráðinn eða kornsterkju tannstingurnar frá þeim eftir á og þetta er eitthvað sem gleymist ekki,“ segir Salvör.

„Handfangið á uppáhalds Humble tannburstanum mínum er úr kornsterkju og hárin eru fyrsta flokks nylon sem tryggir góða og hreina burstun. Þessi tannbursti virkar eins og venjulegur plasttannbursti en er samt svo miklu meira þar sem hann er umhverfisvænn, vegan, cruelty free, hannaður af tannlæknum og það mikilvægasta að mínu mati er að fyrir hvern seldan Humble Brush gefur fyrirtækið andvirði bursta til Humble Smile Foundation til að hjálpa fátæku fólki. Tannstönglarnir eru einnig úr kornsterku og í umhverfisvænum umbúðum.“

Samfélagsleg ábyrgð

„Ég er hrifin af Humble vörunum þar sem þær eru umhverfisvænar og fyrirtækið sýnir samfélagslega ábyrgð með því að ánafna fjármagni í Humble Smile foundation sem vinnur að því að bæta tannhirðu fátækra barna,“ útskýrir Salvör. „Vörulína The Humble co er að mestu þróuð í kringum tannhirðu og vörurnar eru hannaðar af tannlæknum, þannig að ég treysti því að ég gangi að góðum gæðum. 

Nýju kornsterkjutannburstarnir, tannþræðirnir, svitalyktareyðarnir og CBD stiftið eru klárlega í miklu uppáhaldi hjá mér og eru þeir partur af minni hversdags rútínu. Minn uppáhalds svitalyktaeyðir heitir CBD Bergamot & Ginger er með dásamlegum ilmi og inniheldur 250 mg cbd. Hann inniheldur engin litarefni né paraben. CBD Comfort Bar og er stifti sem ég hef alltaf með mér í íþróttatöskunni og annað sem ég hef inni á baðherbergi, þetta víðvirkandi stifti er hægt að nota á auma vöðva, liði og húð sem er virkilega hentugt fyrir mig þar sem ég æfi mikið.“

Nánar er hægt að lesa um stefnu The Humble Co hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.