Innlent

Sóttu sjómann sem fékk togvír í andlitið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gærkvöldi vegna skipverja á togara sem fékk togvír í andlitið.

Þyrlan var í verkefni að sækja tæknimenn á vegum Neyðarlínunnar sem voru við viðhaldsvinnu á Straumnesfjalli þegar útkallið barst. 

Flogið var með tæknimennina á Ísafjörð og slasaði sjómaðurinn síðan sóttur, en togarinn var staddur um 20 sjómílur vestur af Ísafjarðardjúpi. 

Að því búnu var hann fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. 

Þyrlan var stödd í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi þegar útkallið barst og var sjómaðurinn kominn undir læknishendur um klukkan hálfeitt í nótt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.