Innlent

Beraði sig fyrir ung­mennum á í­þrótta­æfingu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Egill

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Henni hafði þá borist tilkynning um ölvaðan mann sem var sagður láta ófriðlega og vera að bera sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu.

Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Lögregla handtók einnig mann á veitingastað í miðbænum sem gat ekki eða vildi ekki greiða fyrir veitingar sem hann hafði fengið. Sá var einnig ölvaður og var vistaður í fangageymslum sökum ástands. Er hann grunaður um fjársvik og fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.

Samkvæmt tilkynningu lögreglu vildi svo til að á nákvæmlega sama tíma var maður að neita að greiða fyrir veitingar í Kópavogi og hafði sá í hótunum við starfsfólk. Skildi hann eftir greiðslukort sitt og síma þegar hann yfirgaf staðinn en var handtekinn nokkru síðar í tengslum við annað mál, þá grunaður um eignaspjöll.

Einn var handtekinn í miðborginni í nótt, grunaður um líkamsárás.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×