Barnaleikritið Ávaxtakarfan snýr aftur á svið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. október 2021 08:00 Ávaxtakarfan verður aftur sett á svið í byrjun næsta árs. Ásta Kristjánsdóttir tók myndina af nýja leikhópnum. Samsett Ávaxtakarfan verður sett aftur á svið snemma á næsta ári í nýrri uppfærslu í Silfurbergi Hörpu. Leikritið þekkja flestir en árið 1998 var það sýnt fyrst Íslensku Óperunni með þjóðþekktum einstaklingum. „Það er langþráður draumur að leika Evu appelsínu í ávaxtakörfunni og ég er hrikalega spennt, segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Á meðal þeirra sem hafa farið með hlutverk appelsínunnar í Ávaxtakörfunni eru Selma Björnsdóttir og Ágústa Eva Erlendsdóttir. „Í verkinu er tekist á við fordóma, einelti og mismunun á einlægum nótum þar sem börn og foreldrar fá að fylgjast með lífinu í ávaxtakörfunni með leik, söng, sirkus og dansi. Sagan segir frá samskiptum íbúa Ávaxtakörfunnar þar sem gengur á ýmsu til að ná sátt og samlyndum því sumir eru jú ber og aðrir eru grænmeti,“ segir í tilkynningu um sýninguna. Höfundur handrits er Kristla M. Sigurðardóttir og höfundur tónlistar er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Leikarar sýningarinnar eru Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, María Ólafsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Jón Svavar, Viktoría Sigurðardóttir, Katla Njálsdóttir, Eyrún Ævarsdóttir og Jóakim Meyvant Kvaran. Leikhópurinn sem vinnur nú að uppsetningu Ávaxtakörfunnar.Ásta Kristjánsdóttir „Mér finnst frábært að nýtt fólk sé að setja Ávaxtakörfuna á svið en ekki ég og listrænir stjórnendur sem ég vinn venjulega með. Ég hef venjulega verið framleiðandi líka en er það ekki núna og er mjög spennt að sjá útkomuna,“ segir Kristlaug um uppsetninguna. Leikstjóri sýningarinnar er Gói Karlsson og aðstoðarleikstjóri er Auður Bergdís. Höfundur tónlistar og tónlistarstjóri er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Danshöfundur sýningarinnar er Chantelle Carey. „Í vinnu minni með ungum dönsurum og listamönnum hef ég veitt því athygli hve miklar mætur þau hafa öll á ávaxtakörfunni þannig að ég er ótrúlega spennt fyrir að taka þátt í þessari uppfærslu með frábæru hæfileikafólki,“ segir Chantelle um verkefnið. Leikmynda- og búningahönnuðir eru Eva Signý Berger og Alexía Rós Gylfadóttir og leikmyndasmiður er Svanhvít Thea Árnadóttir. Ljósahönnuður sýningar er Freyr Vilhjálmsson og um leikgervi sér Margrét R Jónasar. Framleiðandi uppsetningarinnar er Þorsteinn Stephensen. Leikhús Harpa Tónlist Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ingó Veðurguð verður ekki með í uppsetningu Grease Ingólfur Þórarinsson mun ekki fara með hlutverk Danny Zuko í uppsetningu á söngleiknum Grease. Tónleikasýning á söngleiknum átti að fara fram í haust en hefur verið frestað til næsta árs. Þetta staðfestir Björgvin Þór Rúnarsson, einn framleiðandi tónleikanna, í samtali við Vísi. 26. ágúst 2021 19:24 Jóhanna Guðrún og Davíð hvort í sína áttina Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og tónlistarmaðurinn Davíð Sigurgeirsson hafa endað hjónaband sitt. Jóhanna Guðrún staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. 2. september 2021 11:43 Þjóðhátíðarlag FM95Blö tryllir landann: „Sturluð viðbrögð“ Félagarnir í FM95BLÖ sendu frá sér nýtt þjóðhátíðarlag á miðnætti. Viðtökurnar hafa vægast sagt verið góðar og var lagið komið með yfir tíuþúsund hlustanir þegar þetta er ritað. 25. júní 2021 10:28 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Það er langþráður draumur að leika Evu appelsínu í ávaxtakörfunni og ég er hrikalega spennt, segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Á meðal þeirra sem hafa farið með hlutverk appelsínunnar í Ávaxtakörfunni eru Selma Björnsdóttir og Ágústa Eva Erlendsdóttir. „Í verkinu er tekist á við fordóma, einelti og mismunun á einlægum nótum þar sem börn og foreldrar fá að fylgjast með lífinu í ávaxtakörfunni með leik, söng, sirkus og dansi. Sagan segir frá samskiptum íbúa Ávaxtakörfunnar þar sem gengur á ýmsu til að ná sátt og samlyndum því sumir eru jú ber og aðrir eru grænmeti,“ segir í tilkynningu um sýninguna. Höfundur handrits er Kristla M. Sigurðardóttir og höfundur tónlistar er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Leikarar sýningarinnar eru Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, María Ólafsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Jón Svavar, Viktoría Sigurðardóttir, Katla Njálsdóttir, Eyrún Ævarsdóttir og Jóakim Meyvant Kvaran. Leikhópurinn sem vinnur nú að uppsetningu Ávaxtakörfunnar.Ásta Kristjánsdóttir „Mér finnst frábært að nýtt fólk sé að setja Ávaxtakörfuna á svið en ekki ég og listrænir stjórnendur sem ég vinn venjulega með. Ég hef venjulega verið framleiðandi líka en er það ekki núna og er mjög spennt að sjá útkomuna,“ segir Kristlaug um uppsetninguna. Leikstjóri sýningarinnar er Gói Karlsson og aðstoðarleikstjóri er Auður Bergdís. Höfundur tónlistar og tónlistarstjóri er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Danshöfundur sýningarinnar er Chantelle Carey. „Í vinnu minni með ungum dönsurum og listamönnum hef ég veitt því athygli hve miklar mætur þau hafa öll á ávaxtakörfunni þannig að ég er ótrúlega spennt fyrir að taka þátt í þessari uppfærslu með frábæru hæfileikafólki,“ segir Chantelle um verkefnið. Leikmynda- og búningahönnuðir eru Eva Signý Berger og Alexía Rós Gylfadóttir og leikmyndasmiður er Svanhvít Thea Árnadóttir. Ljósahönnuður sýningar er Freyr Vilhjálmsson og um leikgervi sér Margrét R Jónasar. Framleiðandi uppsetningarinnar er Þorsteinn Stephensen.
Leikhús Harpa Tónlist Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ingó Veðurguð verður ekki með í uppsetningu Grease Ingólfur Þórarinsson mun ekki fara með hlutverk Danny Zuko í uppsetningu á söngleiknum Grease. Tónleikasýning á söngleiknum átti að fara fram í haust en hefur verið frestað til næsta árs. Þetta staðfestir Björgvin Þór Rúnarsson, einn framleiðandi tónleikanna, í samtali við Vísi. 26. ágúst 2021 19:24 Jóhanna Guðrún og Davíð hvort í sína áttina Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og tónlistarmaðurinn Davíð Sigurgeirsson hafa endað hjónaband sitt. Jóhanna Guðrún staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. 2. september 2021 11:43 Þjóðhátíðarlag FM95Blö tryllir landann: „Sturluð viðbrögð“ Félagarnir í FM95BLÖ sendu frá sér nýtt þjóðhátíðarlag á miðnætti. Viðtökurnar hafa vægast sagt verið góðar og var lagið komið með yfir tíuþúsund hlustanir þegar þetta er ritað. 25. júní 2021 10:28 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Ingó Veðurguð verður ekki með í uppsetningu Grease Ingólfur Þórarinsson mun ekki fara með hlutverk Danny Zuko í uppsetningu á söngleiknum Grease. Tónleikasýning á söngleiknum átti að fara fram í haust en hefur verið frestað til næsta árs. Þetta staðfestir Björgvin Þór Rúnarsson, einn framleiðandi tónleikanna, í samtali við Vísi. 26. ágúst 2021 19:24
Jóhanna Guðrún og Davíð hvort í sína áttina Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og tónlistarmaðurinn Davíð Sigurgeirsson hafa endað hjónaband sitt. Jóhanna Guðrún staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. 2. september 2021 11:43
Þjóðhátíðarlag FM95Blö tryllir landann: „Sturluð viðbrögð“ Félagarnir í FM95BLÖ sendu frá sér nýtt þjóðhátíðarlag á miðnætti. Viðtökurnar hafa vægast sagt verið góðar og var lagið komið með yfir tíuþúsund hlustanir þegar þetta er ritað. 25. júní 2021 10:28