Hvorki slakað á smitrakningu né sýnatöku Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. október 2021 13:37 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir smitrakningu sérstaklega mikilvæga nú þegar verið er að aflétta samkomutakmörkunum. Vísir/Egill Sóttvarnalæknir sér hvorki fyrir sér að slakað verði á smitrakningu eða sýnatökum á næstunni þó verulega sé verið að létta á sóttvarnaaðgerðum. Verið er að skoða leiðir til að einfalda sóttkví. Heldur færri greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en í fyrradag eða 66. Ríflega helmingur þeirra sem greindist með veiruna var í sóttkví. Mörg börn, sem ekki eru bólusett þar sem þau eru yngir en tólf ára, hafa undanfarið greinst með veiruna. „Það er svona kannski 30-35% af þeim sem eru að greinast hafa verið börn undir tólf ára og það er töluvert miklu meira heldur en hefur verið í fyrri bylgjum þessa faraldurs“, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Á miðnætti var takmörkunum vegna veirunnar aflétt verulega innanlands. Nú mega tvö þúsund manns koma saman í stað fimm hundruð áður og grímuskyldu hefur verið aflétt. Þórólfur segir mikilvægt að fólk fari í sýnatöku nú þegar verið er að aflétta aðgerðum. „Ég held að við getum ekki farið að draga úr sýnatökum og hvetjum alla sem eru með einkenni til að fara í sýnatöku. Því að það eiginlega eina ráðið sem við höfum til þess að fylgjast með útbreiðslunni og sjá hvað er að gerast. Ég held að við verðum að gera það áfram. Við erum ekki komin á þann stað að við getum farið að hætta að taka sýni nema kannski bara hjá allra veikasta fólkinu.“ Þórólfur segir nokkuð um umgangspestir í samfélaginu núna. „Það er mjög mikið af öndunarfæraveirum að ganga núna og það getur verið erfitt að greina á milli hvað er hvað núna eins og staðan er. Sérstaklega hjá börnum.“ Hann segir jafnframt að áfram verði lögð mikil áhersla á smitrakningu og sóttkví. „Ég held að það sé svona þungamiðjan í því sem við erum að gera og höfum gert frá byrjun. Ég held að við verðum að halda því áfram ef að viljum á annað borð hafa einhvern heimil á útbreiðslu veirunnar.“ Verið er að endurskoða leiðbeiningar um sóttkví með það í huga að einfalda þær. „Gert það minna íþyngjandi en verið hefur. Það verður birt núna á næstunni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Heldur færri greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en í fyrradag eða 66. Ríflega helmingur þeirra sem greindist með veiruna var í sóttkví. Mörg börn, sem ekki eru bólusett þar sem þau eru yngir en tólf ára, hafa undanfarið greinst með veiruna. „Það er svona kannski 30-35% af þeim sem eru að greinast hafa verið börn undir tólf ára og það er töluvert miklu meira heldur en hefur verið í fyrri bylgjum þessa faraldurs“, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Á miðnætti var takmörkunum vegna veirunnar aflétt verulega innanlands. Nú mega tvö þúsund manns koma saman í stað fimm hundruð áður og grímuskyldu hefur verið aflétt. Þórólfur segir mikilvægt að fólk fari í sýnatöku nú þegar verið er að aflétta aðgerðum. „Ég held að við getum ekki farið að draga úr sýnatökum og hvetjum alla sem eru með einkenni til að fara í sýnatöku. Því að það eiginlega eina ráðið sem við höfum til þess að fylgjast með útbreiðslunni og sjá hvað er að gerast. Ég held að við verðum að gera það áfram. Við erum ekki komin á þann stað að við getum farið að hætta að taka sýni nema kannski bara hjá allra veikasta fólkinu.“ Þórólfur segir nokkuð um umgangspestir í samfélaginu núna. „Það er mjög mikið af öndunarfæraveirum að ganga núna og það getur verið erfitt að greina á milli hvað er hvað núna eins og staðan er. Sérstaklega hjá börnum.“ Hann segir jafnframt að áfram verði lögð mikil áhersla á smitrakningu og sóttkví. „Ég held að það sé svona þungamiðjan í því sem við erum að gera og höfum gert frá byrjun. Ég held að við verðum að halda því áfram ef að viljum á annað borð hafa einhvern heimil á útbreiðslu veirunnar.“ Verið er að endurskoða leiðbeiningar um sóttkví með það í huga að einfalda þær. „Gert það minna íþyngjandi en verið hefur. Það verður birt núna á næstunni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52