Lífið

FOKK OFBELDI bolurinn kominn í sölu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ljósmyndarinn Anna Maggý á myndina sem prýðir FO bolinn í ár. Hún tók einnig myndirnar fyrir herferðina.
Ljósmyndarinn Anna Maggý á myndina sem prýðir FO bolinn í ár. Hún tók einnig myndirnar fyrir herferðina. Anna Maggý

Ljósmyndarinn Anna Maggý tók myndina sem prýðir Fokk ofbeldi bolinn í ár. Allur ágóði sölunnar rennur til UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu.

„Konur og stúlkur í Mið-Afríku lýðveldinu eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi en á hverri klukkustund er kona eða stúlka þar í landi beitt kynferðisofbeldi. Talað er um Mið-Afríkulýðveldið sem gleymda ríkið þar sem staða íbúa þjóðarinnar er sérstaklega slæm. UN Women gleymir hins vegar ekki og er á staðnum.“

Með því að kaupa FO bolinn veitir þú „gleymdu konunum“í Mið-Afríkulýðveldinu von og neyðaraðstoð. Bolurinn er seldur í verslunum Vodafone og á síðunni unwomen.is en líkt og áður er aðeins um takmarkað upplag að ræða. 

FO bolurinn er hvítur á lit, síðerma og úr mjúkri bómull. Aftan á bolnum er mynd eftir ljósmyndarann Önnu Maggý þar sem merking FO er sett fram í stíl orðabókarskilgreiningar. FO bolurinn fæst í stærðum S M L XL 2XL 3XL.

FO bolurinn í ár er hvítur síðerma bolur.Anna Maggý

„UN Women er til staðar fyrir konur og stúlkur í Mið-Afríku Lýðveldinu og veitir þolendum ofbeldis sálræna aðstoð og aðstoðar þá við að sækja sér læknis- og lögfræðiaðstoð. UN Women veitir heilbrigðisstarfsfólki þjálfun við að bera kennsl á ummerki heimilisofbeldis og hvernig veita megi þolendamiðaða nálgun. Að sama skapi vinnur UN Women með stjórnvöldum að því að styrkja og breyta lögum landsins til að vernda konur gegn kynbundnu ofbeldi og tryggja að mannréttindi kvenna séu virt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×