Söngleikur til minningar um Rúnar Júlíusson Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. október 2021 21:00 Feðginin Karl Ágúst Úlfsson og Brynhildur Karlsdóttir, danshöfundur sem hafa verið allt í öllu á æfingarferli söngleiksins, ásamt öðru góðu fólki. Magnús Hlynur Hreiðarsson Andi Rúnars Júlíussonar heitins svífur yfir vötnum í Keflavík þessa dagana því nú er verið að setja upp söngleikinn „fyrsti kossinn“ honum til heiðurs hjá Leikfélagi Keflavíkur. Sýningin verður sú hundraðasta í sögu félagsins, sem fagnar nú sextíu ára afmæli. „Þetta eru mikil tímamót og allir gjörsamlega að sturlast af spenningi. Ég er svo heppin að fá að leikstýra þessu verki og þessum glæsilega hóp, sem er einstaklega hæfileikaríkur og metnaðarfullur og ég held að árangurinn verði eftir því,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, sem leikstýrir verkinu. „Andi Rúnars svífur hér yfir vötunum og það er mikill heiður að fá að heiðra minningu Rúnars þessarar hetju æsku minnar,“ bætir Karl Ágúst við. Dóttir hans, Brynhildur er danshöfundur sýningarinnar. „Það eru frábærar dansarar í sýningunni, ég eiginlega átti ekki von á því að þetta yrði svona flott, en það kom svo fljótt í ljós að það væru geggjaðir dansarar hér hjá leikfélaginu,“ segir Brynhildur. Verkið er að sögn höfundanna samið og sett upp til að heiðra minningu Rúnars Júlíussonar heitins í Keflavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Söngleikurinn verður frumsýndur föstudagskvöldið 22. október. Eins og flestir vita var Rúnar frábær tónlistarmaður og meðlimur í vinsælustu hljómsveitum landsins á sínum tíma. Hann samdi og gaf út óteljandi lög og rak útgáfufyrirtækið Geimstein sem enn er starfandi í Keflavík. Brynja Ýr Júlíusdóttir og Guðlaugur Ómar Guðmundsson eru handritshöfundar verksins. „Rúnar hefur náttúrulega mikla tenginu við bæjarfélagið að sjálfsögðu. Hann er líka afi minn þannig að ég vildi heiðra hans minningu,“ segir Brynja Ýr. En um hvað fjallar verkið? „Um ástir og líf ungra tónlistarmanna , sem eru að reyna að slá í gegn í mjög stuttu máli,“ segir Guðlaugur Ómar. Verkið hefur að geyma lög og texta eftir Rúnar Júlíusson, Gunnar Þórðarson, Bubba Mortens og fleiri snillinga. Lögin eru þekktar perlur sem allir kunna og textinn sem tengir lögin snilldin ein hjá þessu unga fólki, sem tekur þátt í verkinu. Handritshöfundarnir Brynja Ýr Júlíusdóttir, barnabarn Rúnars Júlíussonar heitins og Guðlaugur Ómar Guðmundsson, sem eru mjög spennt fyrir frumsýningunni föstudagskvöldið 22. október í Keflavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér er hægt að nálgast miða á sýninguna Reykjanesbær Tónlist Leikhús Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Þetta eru mikil tímamót og allir gjörsamlega að sturlast af spenningi. Ég er svo heppin að fá að leikstýra þessu verki og þessum glæsilega hóp, sem er einstaklega hæfileikaríkur og metnaðarfullur og ég held að árangurinn verði eftir því,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, sem leikstýrir verkinu. „Andi Rúnars svífur hér yfir vötunum og það er mikill heiður að fá að heiðra minningu Rúnars þessarar hetju æsku minnar,“ bætir Karl Ágúst við. Dóttir hans, Brynhildur er danshöfundur sýningarinnar. „Það eru frábærar dansarar í sýningunni, ég eiginlega átti ekki von á því að þetta yrði svona flott, en það kom svo fljótt í ljós að það væru geggjaðir dansarar hér hjá leikfélaginu,“ segir Brynhildur. Verkið er að sögn höfundanna samið og sett upp til að heiðra minningu Rúnars Júlíussonar heitins í Keflavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Söngleikurinn verður frumsýndur föstudagskvöldið 22. október. Eins og flestir vita var Rúnar frábær tónlistarmaður og meðlimur í vinsælustu hljómsveitum landsins á sínum tíma. Hann samdi og gaf út óteljandi lög og rak útgáfufyrirtækið Geimstein sem enn er starfandi í Keflavík. Brynja Ýr Júlíusdóttir og Guðlaugur Ómar Guðmundsson eru handritshöfundar verksins. „Rúnar hefur náttúrulega mikla tenginu við bæjarfélagið að sjálfsögðu. Hann er líka afi minn þannig að ég vildi heiðra hans minningu,“ segir Brynja Ýr. En um hvað fjallar verkið? „Um ástir og líf ungra tónlistarmanna , sem eru að reyna að slá í gegn í mjög stuttu máli,“ segir Guðlaugur Ómar. Verkið hefur að geyma lög og texta eftir Rúnar Júlíusson, Gunnar Þórðarson, Bubba Mortens og fleiri snillinga. Lögin eru þekktar perlur sem allir kunna og textinn sem tengir lögin snilldin ein hjá þessu unga fólki, sem tekur þátt í verkinu. Handritshöfundarnir Brynja Ýr Júlíusdóttir, barnabarn Rúnars Júlíussonar heitins og Guðlaugur Ómar Guðmundsson, sem eru mjög spennt fyrir frumsýningunni föstudagskvöldið 22. október í Keflavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér er hægt að nálgast miða á sýninguna
Reykjanesbær Tónlist Leikhús Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira