Ráðuneytið útilokar ekki vafaatriði og ágreining í uppkosningum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. október 2021 06:43 Þess ber að geta að í lögum um kosningar til Alþingis er á fimm stöðum fjallað um uppkosningar en hvergi um endurtalningu líkt og þá sem átti sér stað í Norðvesturkjördæmi. Það er álit dómsmálaráðuneytisins að í uppkosningum sé einungis endurtekin atkvæðagreiðsla í því kjördæmi þar sem álitamál eru uppi. Þá séu sömu framboð í kjöri og notast skuli við sömu kjörskrá og í fyrri atkvæðagreiðslu. Ekki sé um nýtt ferli að ræða heldur framhald á því ferli sem áður var hafið með reglubundnum kosningum. Þetta kemur fram í minnisblaði ráðuneytisins til Alþingis, sem óskaði eftir upplýsingum um þær reglur sem giltu um uppkosningar. Í minnisblaðinu er fjallað um uppkosningar í lögum um kosningar til Alþingis, bæði eins og lögin standa í dag og í sögulegu samhengi. Þar segir að í lögunum sé ekki að finna heildstæða umfjöllun um framkvæmd uppkosninga né skilgreiningu á hugtakinu en þeirra sé þó getið í fimm greinum, meðal annars 115. grein, sem hljóðar svo: „Nú verður uppkosning nauðsynleg fyrir það að kosning er úrskurðuð ógild skv. 46. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 120. og 121. gr. þessara laga, og skal þá ráðuneytið með auglýsingu kveðja til nýrra kosninga í kjördæmi og ákveða kjördag svo fljótt sem því verður við komið og eigi síðar en innan mánaðar. Að öðru leyti fer kosning fram samkvæmt fyrirmælum þessara laga.“ Í minnisblaðinu ítrekar dómsmálaráðuneytið að uppkosningar hafi ekki áður farið fram í heilu kjördæmi. Auk þess dreifist ábyrgð á framkvæmd kosninga til Alþingis á fleiri aðila, þar með taldar yfirkjörstjórnir, sem ráðuneytið hafi ekki boðvald yfir né eftirlit með. „Því verður á engan hátt útilokað að við skipulagningu og framkvæmd uppkosninga kæmu í ljós enn fleiri vafaatriði en þau sem hér hefur verið fjallað um og að um þau rísi ágreiningur,“ segir í minnisblaðinu. Það ber að nefna í þessu samhengi að í lögum um kosningar til Alþingis er ekkert að finna um endurtalningu líkt og þá sem fór fram í Norðvesturkjördæmi. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Ekki sé um nýtt ferli að ræða heldur framhald á því ferli sem áður var hafið með reglubundnum kosningum. Þetta kemur fram í minnisblaði ráðuneytisins til Alþingis, sem óskaði eftir upplýsingum um þær reglur sem giltu um uppkosningar. Í minnisblaðinu er fjallað um uppkosningar í lögum um kosningar til Alþingis, bæði eins og lögin standa í dag og í sögulegu samhengi. Þar segir að í lögunum sé ekki að finna heildstæða umfjöllun um framkvæmd uppkosninga né skilgreiningu á hugtakinu en þeirra sé þó getið í fimm greinum, meðal annars 115. grein, sem hljóðar svo: „Nú verður uppkosning nauðsynleg fyrir það að kosning er úrskurðuð ógild skv. 46. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 120. og 121. gr. þessara laga, og skal þá ráðuneytið með auglýsingu kveðja til nýrra kosninga í kjördæmi og ákveða kjördag svo fljótt sem því verður við komið og eigi síðar en innan mánaðar. Að öðru leyti fer kosning fram samkvæmt fyrirmælum þessara laga.“ Í minnisblaðinu ítrekar dómsmálaráðuneytið að uppkosningar hafi ekki áður farið fram í heilu kjördæmi. Auk þess dreifist ábyrgð á framkvæmd kosninga til Alþingis á fleiri aðila, þar með taldar yfirkjörstjórnir, sem ráðuneytið hafi ekki boðvald yfir né eftirlit með. „Því verður á engan hátt útilokað að við skipulagningu og framkvæmd uppkosninga kæmu í ljós enn fleiri vafaatriði en þau sem hér hefur verið fjallað um og að um þau rísi ágreiningur,“ segir í minnisblaðinu. Það ber að nefna í þessu samhengi að í lögum um kosningar til Alþingis er ekkert að finna um endurtalningu líkt og þá sem fór fram í Norðvesturkjördæmi.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira