Telur að róttækar breytingar við Bústaðaveg myndu stórbæta hverfið Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2021 19:00 Dóra Magnúsdóttir, formaður Íbúaráðs Háaleitis og Bústaða. Vísir/Egill Róttækar breytingar á Bústaða- og Háaleitishverfi eru boðaðar með tillögum að nýju hverfisskipulagi. Skiptar skoðanir eru um tillögurnar en formaður íbúaráðs er þó viss um að þær myndu stórbæta hverfið. Tillögurnar eru í kynningar og samþykktarferli - en á meðal helstu breytinga er að við Bústaðaveg rísi sautján tveggja hæða hús. Reiknað er með allt að 150 nýjum íbúðum á efri hæðum - og atvinnu- og þjónustustarfemi á götuhæðum. Landhalli gefur möguleika á bílakjöllurum undir húsunum og ráðgert er að með því muni bílastæðum við Bústaðaveg fjölga um hundrað. Hugmynd að uppbyggingu við Bústaðaveg við Grímsbæ. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Nýju húsin sautján eiga að rísa þétt upp við Bústaðaveg, fyrir framan byggingarnar sem eru þar fyrir. Grímsbær yrði miðpunktur þessa nýja hverfis ef svo má segja og beint á móti, fyrir framan leikskólann Grímsborg, er reiknað með glænýju hverfistorgi. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af því að ekki verði tekið mið af innviðauppbyggingu. „Mér finnst ekki verið að hugsa: Hvað með skóla, verslanir, atvinnutækifæri, það er svo mikil áhersla á þéttingu, það er verið að stafla eins mikið og hægt er, koma eins mörgum á eins lítinn blett og hægt er og fólk þarf að geta komist inn og út úr hverfinu,“ segir Kolbrún. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.Vísir/Egill Lífleg umræða hefur skapast um vinnutillögurnar inni á Facebook-vettvangi hverfisins og sumir taka einmitt undir áhyggjur Kolbrúnar af því að farið sé offari í þéttingu byggðar. Dóra Magnúsdóttir, formaður Íbúaráðs Háaleitis og Bústaða og varaborgarfulltrúi Samfylkingar, segist vissulega skilja þá afstöðu. „En ef við horfum hérna yfir þá er gríðarlegt mikið magn sem fer í bílastæði, magn af yfirborðsfleti sem fer í götuna sjálfa og bílastæði. Með því að styrkja byggðina og hverfiskjarnann getur þetta svæði allt orðið miklu meira kósí.“ Sniðmynd sem sýnir núverandi aðstæður og breytinguna.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Hún bendir á að ánægja sé með sambærilega framkvæmd við Efstaleiti. „Það þýðir það að þarna er komið veitingahús, apótek og fleira, ýmisskonar þjónusta sem var ekki fyrir sem aftur nýtist íbúunum.“ Skipulag Reykjavík Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Tillögurnar eru í kynningar og samþykktarferli - en á meðal helstu breytinga er að við Bústaðaveg rísi sautján tveggja hæða hús. Reiknað er með allt að 150 nýjum íbúðum á efri hæðum - og atvinnu- og þjónustustarfemi á götuhæðum. Landhalli gefur möguleika á bílakjöllurum undir húsunum og ráðgert er að með því muni bílastæðum við Bústaðaveg fjölga um hundrað. Hugmynd að uppbyggingu við Bústaðaveg við Grímsbæ. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Nýju húsin sautján eiga að rísa þétt upp við Bústaðaveg, fyrir framan byggingarnar sem eru þar fyrir. Grímsbær yrði miðpunktur þessa nýja hverfis ef svo má segja og beint á móti, fyrir framan leikskólann Grímsborg, er reiknað með glænýju hverfistorgi. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af því að ekki verði tekið mið af innviðauppbyggingu. „Mér finnst ekki verið að hugsa: Hvað með skóla, verslanir, atvinnutækifæri, það er svo mikil áhersla á þéttingu, það er verið að stafla eins mikið og hægt er, koma eins mörgum á eins lítinn blett og hægt er og fólk þarf að geta komist inn og út úr hverfinu,“ segir Kolbrún. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.Vísir/Egill Lífleg umræða hefur skapast um vinnutillögurnar inni á Facebook-vettvangi hverfisins og sumir taka einmitt undir áhyggjur Kolbrúnar af því að farið sé offari í þéttingu byggðar. Dóra Magnúsdóttir, formaður Íbúaráðs Háaleitis og Bústaða og varaborgarfulltrúi Samfylkingar, segist vissulega skilja þá afstöðu. „En ef við horfum hérna yfir þá er gríðarlegt mikið magn sem fer í bílastæði, magn af yfirborðsfleti sem fer í götuna sjálfa og bílastæði. Með því að styrkja byggðina og hverfiskjarnann getur þetta svæði allt orðið miklu meira kósí.“ Sniðmynd sem sýnir núverandi aðstæður og breytinguna.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Hún bendir á að ánægja sé með sambærilega framkvæmd við Efstaleiti. „Það þýðir það að þarna er komið veitingahús, apótek og fleira, ýmisskonar þjónusta sem var ekki fyrir sem aftur nýtist íbúunum.“
Skipulag Reykjavík Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira