Kári vill taka áhættuna Snorri Másson skrifar 18. október 2021 19:27 Kári Stefánsson hefur lagst yfir málið og komist að niðurstöðu: Það er kominn tími á allsherjarafléttingu. Vísir/vilhelm Kári Stefánsson segir tímabært að Íslendingar taki þá áhættu að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum. Stjórnvöld taka afstöðu til næstu skrefa á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. Íslendingar hafa lifað við samkomutakmarkanir í að verða þrjá mánuði en nú er líklega að verða breyting þar á. Sóttvarnalæknir hefur sent ríkisstjórninni tillögur að næstu skrefum. Heilbrigðisráðherra hefur ráðist í margþættar aðgerðir til að búa spítalann undir álag vegna faraldursins. Þar eru ríkisstjórninni gefnir þrír valkostir, sem eru reyndar vel að merkja einu þrír valkostirnir í stöðunni á meðan ekki er til umræðu að herða tökin; að halda í óbreytt ástand, að ráðast í tilslakanir í skrefum, eða að aflétta einfaldlega öllu. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kveðst ekki átta sig alveg á því hvers vegna Þórólfur gefur ríkisstjórninni eins frjálsar hendur í þetta skiptið. „En hann hefur sjálfsagt sínar ástæður,“ segir Kári. „Mér hefði fundist að við hefðum átt að aflétta öllum takmörkunum innanlands fyrir löngu síðan.“ Þórólfur hefur tekið skýrt fram að hann miði sínar tillögur við getu Landspítalans til að takast á við faraldur hverju sinni. Í minnisblaði frá Landspítala kemur fram að gert sé ráð fyrir fleiri innlögnum ef veikum fjölgar vegna Covid-19 - þar hefur verið reiknað út til hlítar hvað þarf til að færa spítalann aftur á hættustig. Það eru mun fleiri veikir en nú eru. „Við verðum ósköp einfaldlega að taka þá áhættu að lifa frjálsu lífi í þessu landi en ég held að líkurnar á því að spítalinn sökkvi núna séu orðnar tiltölulega litlar,“ segir Kári. Heilbrigðisráðherra gerði í dag grein fyrir margþættum aðgerðum sem ráðist hefur verið í til að létta álag á Landspítalanum með ýmsu móti. Koma á upp hágæslurýmum, liðka fyrir útskriftum og annað í þeim dúr. Aðeins ein sekt á þremur mánuðum Enda þótt ýmsar reglur hafi verið við lýði síðustu mánuði, eins og grímuskylda þar sem eins metra fjarlægð verður ekki tryggð, er ljóst að þeim er víðast hvar ekki fylgt - og heldur ekki ævinlega fylgt eftir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þannig aðeins lokið einu máli með sekt á síðustu þremur mánuðum vegna brota á sóttvarnareglum, af 17 skráðum brotum. Finnst þér fólk vera að gæta sóttvarna í samfélaginu? Hertar aðgerðir í mars 2021. Þórólfur lagði sjálfur til allsherjarafléttingu í júní 2021 en það kom í bakið á landsmönnum.Vísir/Vilhelm „Það hefur verulega slakað á því. Menn eru hættir að nota grímur og hættir að fara eftir þessum reglum sem eru í gildi. Það er ekki í fyrsta skipti sem það er, þannig hefur það verið,“ segir Þórólfur. „Mér finnst eins og menn líti svo á að þetta sé bara búið og mér finnst að menn tali bara eins og þetta sé alveg búið. Mér finnst það nú svolítið óábyrgt, að tala þannig,“ heldur Þórólfur áfram. Á þeim nótum lyftir Kári upp sprittbrúsa og segir: „Ég er meira að segja reiðubúinn að gerast svo glannalegur að halda því fram að eina gagnið af svona sprittbrúsa í dag sé að drekka innihaldið.“ Að gefnu tilefni skal það tekið skýrt fram að það segir vísindamaðurinn í algjöru gamni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þórólfur gefur heilbrigðisráðherra þrjá kosti Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að næstu skrefum í sóttvörnum hér innanlands. Valið er Svandísar Svavarsdóttur en sóttvarnalæknir telur að svigrúm sé til tilslakana. 18. október 2021 12:01 Segir ráðherra vera að skjóta sendiboðann Meðlimir stjórnarandstöðu segja að líta verði til stöðunnar á Landspítala þegar kemur að afléttingum samkomutakmarkana. Ljóst er að tilslakanir eru í kortunum en þingmenn eru ósammála um hvaða vægi tillögur sóttvarnalæknis eigi að hafa. 16. október 2021 19:01 Segir tíma til kominn að skila frelsinu aftur til fólksins Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra segir tímabært að aflétta þeim takmörkunum sem landsmenn hafa þurft að sæta síðastliðið eitt og hálft ár vegna Covid. Sóttvarnalæknir segist sennilega munu skila minnisblaði til ráðherra á mánudag. 16. október 2021 12:36 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira
Íslendingar hafa lifað við samkomutakmarkanir í að verða þrjá mánuði en nú er líklega að verða breyting þar á. Sóttvarnalæknir hefur sent ríkisstjórninni tillögur að næstu skrefum. Heilbrigðisráðherra hefur ráðist í margþættar aðgerðir til að búa spítalann undir álag vegna faraldursins. Þar eru ríkisstjórninni gefnir þrír valkostir, sem eru reyndar vel að merkja einu þrír valkostirnir í stöðunni á meðan ekki er til umræðu að herða tökin; að halda í óbreytt ástand, að ráðast í tilslakanir í skrefum, eða að aflétta einfaldlega öllu. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kveðst ekki átta sig alveg á því hvers vegna Þórólfur gefur ríkisstjórninni eins frjálsar hendur í þetta skiptið. „En hann hefur sjálfsagt sínar ástæður,“ segir Kári. „Mér hefði fundist að við hefðum átt að aflétta öllum takmörkunum innanlands fyrir löngu síðan.“ Þórólfur hefur tekið skýrt fram að hann miði sínar tillögur við getu Landspítalans til að takast á við faraldur hverju sinni. Í minnisblaði frá Landspítala kemur fram að gert sé ráð fyrir fleiri innlögnum ef veikum fjölgar vegna Covid-19 - þar hefur verið reiknað út til hlítar hvað þarf til að færa spítalann aftur á hættustig. Það eru mun fleiri veikir en nú eru. „Við verðum ósköp einfaldlega að taka þá áhættu að lifa frjálsu lífi í þessu landi en ég held að líkurnar á því að spítalinn sökkvi núna séu orðnar tiltölulega litlar,“ segir Kári. Heilbrigðisráðherra gerði í dag grein fyrir margþættum aðgerðum sem ráðist hefur verið í til að létta álag á Landspítalanum með ýmsu móti. Koma á upp hágæslurýmum, liðka fyrir útskriftum og annað í þeim dúr. Aðeins ein sekt á þremur mánuðum Enda þótt ýmsar reglur hafi verið við lýði síðustu mánuði, eins og grímuskylda þar sem eins metra fjarlægð verður ekki tryggð, er ljóst að þeim er víðast hvar ekki fylgt - og heldur ekki ævinlega fylgt eftir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þannig aðeins lokið einu máli með sekt á síðustu þremur mánuðum vegna brota á sóttvarnareglum, af 17 skráðum brotum. Finnst þér fólk vera að gæta sóttvarna í samfélaginu? Hertar aðgerðir í mars 2021. Þórólfur lagði sjálfur til allsherjarafléttingu í júní 2021 en það kom í bakið á landsmönnum.Vísir/Vilhelm „Það hefur verulega slakað á því. Menn eru hættir að nota grímur og hættir að fara eftir þessum reglum sem eru í gildi. Það er ekki í fyrsta skipti sem það er, þannig hefur það verið,“ segir Þórólfur. „Mér finnst eins og menn líti svo á að þetta sé bara búið og mér finnst að menn tali bara eins og þetta sé alveg búið. Mér finnst það nú svolítið óábyrgt, að tala þannig,“ heldur Þórólfur áfram. Á þeim nótum lyftir Kári upp sprittbrúsa og segir: „Ég er meira að segja reiðubúinn að gerast svo glannalegur að halda því fram að eina gagnið af svona sprittbrúsa í dag sé að drekka innihaldið.“ Að gefnu tilefni skal það tekið skýrt fram að það segir vísindamaðurinn í algjöru gamni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þórólfur gefur heilbrigðisráðherra þrjá kosti Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að næstu skrefum í sóttvörnum hér innanlands. Valið er Svandísar Svavarsdóttur en sóttvarnalæknir telur að svigrúm sé til tilslakana. 18. október 2021 12:01 Segir ráðherra vera að skjóta sendiboðann Meðlimir stjórnarandstöðu segja að líta verði til stöðunnar á Landspítala þegar kemur að afléttingum samkomutakmarkana. Ljóst er að tilslakanir eru í kortunum en þingmenn eru ósammála um hvaða vægi tillögur sóttvarnalæknis eigi að hafa. 16. október 2021 19:01 Segir tíma til kominn að skila frelsinu aftur til fólksins Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra segir tímabært að aflétta þeim takmörkunum sem landsmenn hafa þurft að sæta síðastliðið eitt og hálft ár vegna Covid. Sóttvarnalæknir segist sennilega munu skila minnisblaði til ráðherra á mánudag. 16. október 2021 12:36 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira
Þórólfur gefur heilbrigðisráðherra þrjá kosti Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að næstu skrefum í sóttvörnum hér innanlands. Valið er Svandísar Svavarsdóttur en sóttvarnalæknir telur að svigrúm sé til tilslakana. 18. október 2021 12:01
Segir ráðherra vera að skjóta sendiboðann Meðlimir stjórnarandstöðu segja að líta verði til stöðunnar á Landspítala þegar kemur að afléttingum samkomutakmarkana. Ljóst er að tilslakanir eru í kortunum en þingmenn eru ósammála um hvaða vægi tillögur sóttvarnalæknis eigi að hafa. 16. október 2021 19:01
Segir tíma til kominn að skila frelsinu aftur til fólksins Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra segir tímabært að aflétta þeim takmörkunum sem landsmenn hafa þurft að sæta síðastliðið eitt og hálft ár vegna Covid. Sóttvarnalæknir segist sennilega munu skila minnisblaði til ráðherra á mánudag. 16. október 2021 12:36