Innlent

Sjö á spítala og 35 greindust smitaðir innanlands

Kjartan Kjartansson skrifar
Pinnarnir góðu sem eru notaðir til að taka sýni vegna Covid-19.
Pinnarnir góðu sem eru notaðir til að taka sýni vegna Covid-19. Vísir/Vilhelm

Þrjátíu og fimm manns greindust með Covid-19 innanlands í gær. Sjö liggja inni á Landspítala vegna Covid-19 en þeir voru þrír á fimmtudag. Enginn er þó á gjörgæslu.

Af þeim sem greindust smitaðir í gær voru sextán bólusettir en átján óbólusettir. Þá voru 22 í sóttkví við greiningu eða 62,9%. Þrettán voru utan sóttkvíar eða 37,1%.

Á föstudag greindust sextíu smitaðir, 28 í sóttkví en 32 utan sóttkvíar, og 53 á laugardag, þrjátíu í sóttkví en 23 utan sóttkvíar. Af þeim sem greindust smitaðir á föstudag voru 36 bólusettir en 24 óbólusettir. Á laugardag var 31 bólusettur en 21 óbólusettur. Ekki kemur fram hvers vegna tölur um fjölda smitaða og hversu margir þeirra voru bólusettir stemma ekki.

Nú eru 520 í einangrun og 1.475 í sóttkví.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×