Innlent

Sótt að meirihlutanum í Reykjavík vegna íbúðaskorts

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ragnar Þór og Sigurður styðja tillögu Sjálfstæðismanna en segja hana ekki ganga nógu langt.
Ragnar Þór og Sigurður styðja tillögu Sjálfstæðismanna en segja hana ekki ganga nógu langt.

„Það verður erfitt fyrir meirihlutann að sækja sér umboð í næstu kosningum ef þessi tillaga nú verður felld,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um tillögu Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem vilja flýtimeðferð á byggingu 3.000 íbúða í borginni.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir að tillaga Sjálfstæðismanna gangi út á byggingu 2.000 íbúða á Keldum og á Keldnaholti, 500 í Úlfarsárdal og 500 á BSÍ-reit. Ragnar Þór og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, eru báðir fylgjandi tillögunum en segja þær ekki ganga nógu langt.

„Ég skil þetta ekki. Ég bara skil ekki af hverju við erum í þessari stöðu í Reykjavíkurborg að það sé ekki hægt að víkja frá þéttingarstefnunni til þess að mæta neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Þegar pólitíkin þvælist svona fyrir þá er ég viss um að kjósendur muni segja skoðun sína á því,“ segir Ragnar Þór.

Sigurður segir meirihlutann í borginni ekki átta sig á vandamálinu.

„Stóra myndin er þessi: Það þarf fleiri íbúðir en núverandi meirihluti er ekki með ráðgerðir um að þær verði til í Reykjavík.“

Sveitastjórnarkosningar fara fram á næsta ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×