Ekki talin ástæða til rýminga á Seyðisfirði Eiður Þór Árnason skrifar 17. október 2021 17:29 Hér sést það svæði í hlíðinni sem er á hreyfingu. Ljósmyndin er tekin í desember 2020. Ríkislögreglustjóri/Veðurstofan Ekki er talin ástæða til að rýma hús á Seyðisfirði vegna mikillar úrkomu á Austurlandi. Fulltrúar Veðurstofunnar, almannavarna og Múlaþings funduðu í dag vegna úrkomuspár á Austurlandi. Samkvæmt henni má búast við úrkomu á Austfjörðum næstu tvo sólarhringa og gefin hefur verið út úrkomu- og skriðuviðvörun á sunnanverðum Austfjörðum. Vindaspá gerir ráð fyrir suðaustan- og austanátt með 8 til 12 metrum á sekúndu. Þessi vindátt skapar úrkomuskugga á Seyðisfirði þar sem fjallgarðurinn skýlir svæði fyrir úrkomu. Vegna þessa er því ekki talin ástæða til rýmingar húsa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Hryggurinn milli skriðusársins og Búðarár er enn á hreyfingu þó hægt hafi á henni. Einn spegill sýnir að stykkið sem hann stendur á hafi hrokkið til um 15 til 20 millmetra í gærkvöldi en sú hreyfing hefur ekki náð til annarra spegla á svæðinu. Allar líkur á að efnið muni ekki valda tjóni á mannvirkjum Úrkoma næstu daga kann að verða til þess að einhver hluti hryggsins fari af stað. Sem fyrr er ekki gert ráð fyrir að hann fari allur í einu sökum þess hversu sprunginn hann er og gliðnaður. Útreikningar sýna að allar líkur eru á að varnargarðar og safnþró leiði efnið til sjávar og án þess að valda tjóni á mannvirkjum, jafnvel þó hryggurinn fari allur í einu. Vel er fylgst með mælum í hlíðum ofan Seyðisfjarðar að sögn almannavarna og viðeigandi ráðstafanir gerðar þyki ástæða til. Engar hreyfingar hafa mælst í hlíðum ofan Seyðisfjarðar utan þeirrar er mælst hefur í hryggnum. Áfram verður aðgæsla vegna umferðar á göngustígum meðfram Búðará og annars staðar þar sem varnargarðar beina skriðustraumum. Enn er í gildi óvissustig almannavarna á Seyðisfirði. Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. 17. október 2021 12:29 Gæti komið til rýminga á Seyðisfirði vegna rigninga Komið gæti til þess að rýma þurfi einhver hús undir Botnabrún á Seyðisfirði í byrjun næstu viku en mikilli úrkomu er spáð á svæðinu frá aðfaranótt mánudags. 15. október 2021 16:42 Segja þörf á átaki í skriðumálum líkt og gert var í snjóflóðamálum Kanna þarf landform með tilliti til hreyfinga á lausum jarðefnum við ellefu þéttbýlisstaði á landinu. Þetta kemur fram í minnisblaði vísindamanna Veðurstofu Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskóla Íslands. 13. október 2021 07:13 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Samkvæmt henni má búast við úrkomu á Austfjörðum næstu tvo sólarhringa og gefin hefur verið út úrkomu- og skriðuviðvörun á sunnanverðum Austfjörðum. Vindaspá gerir ráð fyrir suðaustan- og austanátt með 8 til 12 metrum á sekúndu. Þessi vindátt skapar úrkomuskugga á Seyðisfirði þar sem fjallgarðurinn skýlir svæði fyrir úrkomu. Vegna þessa er því ekki talin ástæða til rýmingar húsa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Hryggurinn milli skriðusársins og Búðarár er enn á hreyfingu þó hægt hafi á henni. Einn spegill sýnir að stykkið sem hann stendur á hafi hrokkið til um 15 til 20 millmetra í gærkvöldi en sú hreyfing hefur ekki náð til annarra spegla á svæðinu. Allar líkur á að efnið muni ekki valda tjóni á mannvirkjum Úrkoma næstu daga kann að verða til þess að einhver hluti hryggsins fari af stað. Sem fyrr er ekki gert ráð fyrir að hann fari allur í einu sökum þess hversu sprunginn hann er og gliðnaður. Útreikningar sýna að allar líkur eru á að varnargarðar og safnþró leiði efnið til sjávar og án þess að valda tjóni á mannvirkjum, jafnvel þó hryggurinn fari allur í einu. Vel er fylgst með mælum í hlíðum ofan Seyðisfjarðar að sögn almannavarna og viðeigandi ráðstafanir gerðar þyki ástæða til. Engar hreyfingar hafa mælst í hlíðum ofan Seyðisfjarðar utan þeirrar er mælst hefur í hryggnum. Áfram verður aðgæsla vegna umferðar á göngustígum meðfram Búðará og annars staðar þar sem varnargarðar beina skriðustraumum. Enn er í gildi óvissustig almannavarna á Seyðisfirði.
Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. 17. október 2021 12:29 Gæti komið til rýminga á Seyðisfirði vegna rigninga Komið gæti til þess að rýma þurfi einhver hús undir Botnabrún á Seyðisfirði í byrjun næstu viku en mikilli úrkomu er spáð á svæðinu frá aðfaranótt mánudags. 15. október 2021 16:42 Segja þörf á átaki í skriðumálum líkt og gert var í snjóflóðamálum Kanna þarf landform með tilliti til hreyfinga á lausum jarðefnum við ellefu þéttbýlisstaði á landinu. Þetta kemur fram í minnisblaði vísindamanna Veðurstofu Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskóla Íslands. 13. október 2021 07:13 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. 17. október 2021 12:29
Gæti komið til rýminga á Seyðisfirði vegna rigninga Komið gæti til þess að rýma þurfi einhver hús undir Botnabrún á Seyðisfirði í byrjun næstu viku en mikilli úrkomu er spáð á svæðinu frá aðfaranótt mánudags. 15. október 2021 16:42
Segja þörf á átaki í skriðumálum líkt og gert var í snjóflóðamálum Kanna þarf landform með tilliti til hreyfinga á lausum jarðefnum við ellefu þéttbýlisstaði á landinu. Þetta kemur fram í minnisblaði vísindamanna Veðurstofu Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskóla Íslands. 13. október 2021 07:13